Við erum í minnihluta

Eft­ir tæp­ar þrjár vik­ur kem­ur Alþingi sam­an að nýju. Ráðherr­ar eru að leggja loka­hönd á þau þing­mál sem þeir hyggj­ast leggja fram á 149. lög­gjaf­arþingi. Hið sama má segja um þing­menn. Frum­vörp, þings­álykt­un­ar­til­lög­ur, fyr­ir­spurn­ir og skýrslu­beiðnir eru á teikni­borðinu. Þing­menn jafnt sem ráðherr­ar vita að þeir verða vegn­ir og metn­ir út frá fjölda þeirra mála sem lögð eru fram, óháð efni og inni­haldi. Þeir sem oft­ast tala í þingsal nota stór­yrði og fella palla­dóma yfir mönn­um og mál­efn­um til að ná at­hygli fjöl­miðla. Skyn­sam­leg orðræða nær illa eyr­um al­menn­ings.

Síðasta þing var óvenju stutt, enda kosn­ing­ar 28. októ­ber síðastliðinn. Þingið var sett 14. des­em­ber og lauk störf­um 13. júní. Þing­fund­ar­dag­arn­ir voru alls 65. Alls voru 84 frum­vörp samþykkt sem lög eða tæp­lega 1,4 frum­vörp á hverj­um þing­fund­ar­degi að meðaltali. Alls voru lögð fram 160 frum­vörp. Af 83 þings­álykt­un­ar­til­lög­um voru 29 samþykkt­ar, 50 til­lög­ur voru óút­rædd­ar og fjór­ar ekki samþykkt­ar. Þing­menn lögðu fram 13 beiðnir um skýrsl­ur frá ráðherr­um og rík­is­end­ur­skoðanda. Alls voru lagðar fram 398 fyr­ir­spurn­ir til skrif­legs eða munn­legs svars og auk þess beindu þing­menn 143 óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um til ráðherra.

Á vef Alþing­is kem­ur fram að þing­mál til meðferðar voru 674 og tala prentaðra þingskjala 1.296 þegar þingi var frestað í júní. Ræðukóng­ur þings­ins talaði í yfir 17 klukku­stund­ir. Fimm þing­menn og einn ráðherra töluðu í 10 klukku­tíma eða leng­ur. Þeir þing­menn sem töluðu marg­falt minna höfðu hins veg­ar síst minna til mál­anna að leggja og sum­ir töluðu af meiri skyn­semi og yf­ir­veg­un en þeir sem dvöldu lang­dvöl­um í ræðustól.

Hættu­leg­ur mæli­kv­arði magns­ins

Öll þessi töl­fræði get­ur verið áhuga­verð í stutt­an tíma en skipt­ir litlu til lengri tíma. Hún miðast öll við mæli­kv­arða magns­ins. Eng­in til­raun er gerð til að greina efn­is­atriði eða áhrif laga­setn­inga á líf al­menn­ings og starf­semi fyr­ir­tækja. Þegar frum­vörp eru lögð fram af rík­is­stjórn er ein­blínt á hvaða áhrif vænt­an­leg lög hafa á tekj­ur eða gjöld rík­is­sjóðs og á stund­um sveit­ar­fé­laga. Það er und­an­tekn­ing en ekki regla að fjöl­miðlar sýni því áhuga að rann­saka efni laga­setn­ing­ar og draga fram áhrif henn­ar á al­menn­ing og fyr­ir­tæki.

Sjálf­stæðar hug­veit­ur – sem eru því miður fáar – hafa ekki burði til að sinna slík­um rann­sókn­um. Hags­muna­sam­tök launa­fólks og fyr­ir­tækja sinna grein­ing­um af þessu tagi illa og yf­ir­leitt aðeins ef það hef­ur með bein­um hætti áhrif á hags­muni um­bjóðenda þeirra.

Af­leiðing þessa alls er aðhalds­leysi. Lög­gjaf­inn fer sínu fram og styðst við hættu­leg­an mæli­kv­arða magns. Ráðherr­ar, nauðugir vilj­ug­ir, leggja fram hvert frum­varpið á fæt­ur öðru til að vera ekki fundn­ir sek­ir um dug­leysi – vera verk­litl­ir í embætti. Þing­menn leggja fram fjölda þing­mála til að vekja at­hygli á sjálf­um sér og styrkja sig í sessi meðal sér­hags­muna.

Upp­boðsmarkaður lof­orða

Það er eðli stjórn­mála­manna að tryggja eins vel og kost­ur er að þeir nái end­ur­kjöri. Með lof­orðum, fyr­ir­heit­um og heit­streng­ing­um er reynt að vekja von­ir og vænt­ing­ar í brjósti kjós­enda og auka þar með lík­urn­ar á end­ur­kjöri. Stjórn­mála­maður sem engu lof­ar um auk­in út­gjöld og gef­ur lít­il fyr­ir­heit á tak­markaða mögu­leika á að fanga at­hygli fjöl­miðla. Vegna þessa verður til eins kon­ar upp­boðsmarkaður lof­orða. Raun­ar eru upp­boðsmarkaðirn­ir marg­breyti­leg­ir, allt frá ein­stök­um byggðarlög­um til kjör­dæma, frá ung­um kjós­end­um til eldri borg­ara, frá verka­lýðshreyf­ing­unni til at­vinnu­greina og jafn­vel ein­stakra fyr­ir­tækja.

Freist­ing­in sem stjórn­mála­menn standa frammi fyr­ir er mik­il. Áhætt­an er hverf­andi en von­in um ávinn­ing er tölu­verð. Þess vegna eru lof­orð gef­in, kosn­inga­víxl­ar slegn­ir, vilja­yf­ir­lýs­ing­ar und­ir­ritaðar, þings­álykt­an­ir lagðar fram, frum­vörp kynnt. Í sam­keppn­inni um at­kvæði freist­ast stjórn­mála­menn og ekki síst ráðherr­ar til að lofa því sem þeir geta ekki staðið við, gefa út víxla sem aðrir eiga að greiða, leggja fram til­lög­ur sem hafa lítið gildi og kynna frum­vörp sem þeir hafa lít­inn eða eng­an áhuga á að nái fram að ganga.

Ég hef áður haldið því fram að fjöl­miðlar gefi stjórn­mála­mönn­um tæki­færi til að gefa lof­orð og hafa uppi stór orð sem lít­il eða eng­in inni­stæða eru fyr­ir. Stjórn­mála­maður sem lof­ar aukn­um út­gjöld­um, stór­bættri op­in­berri þjón­ustu, fær yf­ir­leitt hljóðnema fjöl­miðlanna og frið til að flytja boðskap­inn. Sá er berst fyr­ir lækk­un skatta er hins veg­ar kraf­inn svara við því hvernig hann ætli að „fjár­magna“ lækk­un skatta. Og það er eins gott fyr­ir þing­mann sem vill draga úr um­svif­um rík­is­ins – minnka báknið – að vera til­bú­inn til að svara hvernig í ósköp­un­um hon­um komi slíkt til hug­ar.

Upp­haf og end­ir lífs­gæða

Mér virðist sem tölu­verður meiri­hluti fjöl­miðlunga, líkt og meiri­hluti stjórn­mála­manna, sé sann­færður um að ríkið sé upp­haf og end­ir lífs­gæða al­menn­ings – að vel­ferð sam­fé­lags­ins bygg­ist á um­svif­um hins op­in­bera. Þess vegna séu auk­in um­svif rík­is, sveit­ar­fé­laga og op­in­berra fyr­ir­tækja ekki aðeins æski­leg held­ur sér­stakt mark­mið í sjálfu sér til að auka vel­ferð.

Því miður hef­ur hug­mynda­fræði gam­alla vinstrimanna náð yf­ir­hönd­inni. Hug­mynda­fræði sem legg­ur meiri áherslu á hversu stóra sneið hið op­in­bera tek­ur af þjóðar­kök­unni en að stöðugt sé unnið að því að baka stærri þjóðar­köku. (Ein­hverj­ir eru raun­ar á móti því að kak­an stækki.)

Á slík­an mæli­kv­arða er vel­ferð al­menn­ings meiri þegar ríkið tek­ur 50% af 2.000 millj­arða þjóðar­köku en ef sneiðin er „aðeins“ 40% af 3.000 millj­arða köku. Engu skipt­ir þótt út­gjöld hins op­in­bera séu 200 millj­örðum meiri en sneiðin hlut­falls­lega minni.

Þegar þing kem­ur sam­an eft­ir tæp­ar þrjár vik­ur verðum við, sem vilj­um draga úr um­svif­um rík­is­ins, lækka skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki og ýta und­ir fram­taks­menn­ina svo þjóðarkak­an stækki, í minni­hluta, eins og oft­ast áður. Við get­um ekki reiknað með að fjöl­miðlar eða sterk­ir sér­hags­muna­hóp­ar veiti okk­ur stuðning. Að þessu leyti er við ramm­an reip að draga. En það er frá­leitt að gef­ast upp. Í þess­um efn­um hol­ar drop­inn stein­inn.

Share