Fé fylgi sjúklingi

Fé fylgi sjúklingi

Lík­lega er það rétt að okk­ur Íslend­ing­um hef­ur ekki tek­ist sér­stak­lega vel að móta heild­stæða lang­tíma­stefnu í heil­brigðismál­um, nema að einu leyti: Við erum sam­mála um að tryggja gott heil­brigðis­kerfi fyr­ir alla, óháð efna­hag og þjóðfé­lags­stöðu.

Í um­róti síðustu tíu ára hef­ur reynst erfitt að horfa til lengri tíma, ná yf­ir­sýn og marka stefnu til lengri tíma í heil­brigðismál­um. Hvernig má annað vera? Frá 2007 hafa sjö ein­stak­ling­ar úr fjór­um stjórn­mála­flokk­um setið í stóli heil­brigðisráðherra. Að meðaltali hafa þeir setið rétt liðlega 18 mánuði.

Lít­ill eða eng­inn ár­ang­ur næst í rekstri fyr­ir­tækja þegar stöðugt er skipt um for­stjóra. Framtíðar­sýn­in nær litlu lengra en fram að næstu for­stjóra­skipt­um – þróun sit­ur á hak­an­um og nýj­ar leiðir verða ekki farn­ar. Hið sama á við um heil­brigðis­kerfið.

Auðvitað er ekki sann­gjarnt að halda því fram að stefnu­leysi ríki í heil­brigðismál­um en við erum a.m.k. lít­il­lega átta­villt. Þess vegna mark­ast op­in­ber umræða frem­ur af því hversu mikl­um fjár­mun­um er varið til heil­brigðismála, en af þeim ár­angri sem næst í þjón­ust­unni. Mæli­kv­arðinn er öm­ur­leg­ur og set­ur vængi und­ir þá trú að hægt sé að leysa flest vanda­mál heims­ins með pen­ing­um. Auk­in út­gjöld til heil­brigðismála er ekki mark­mið í sjálfu sér. Til­gang­ur sam­eig­in­legs heil­brigðis­kerf­is er ekki að verja sem mest­um fjár­mun­um í rekst­ur­inn held­ur að auka lífs­gæði al­menn­ings með góðri og öfl­ugri heil­brigðisþjón­ustu.

Og þá skipt­ir skipu­lagið – kerfið sjálft – mestu.

Hug­mynda­fræði Sjúkra­trygg­inga

Í liðinni viku var skýrsla Rík­is­end­ur­skoðunar um Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands [SÍ] sem kaup­anda heil­brigðisþjón­ustu, rædd á Alþingi að frum­kvæði Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra. Skýrsl­an er fróðleg og ábend­ing­ar Rík­is­end­ur­skoðunar ber að taka al­var­lega. En við umræðu um SÍ er nauðsyn­legt að hafa í huga hvaða hug­mynda­fræði er að baki stofn­un­inni; að tryggja að fjár­magn fylgi sjúk­ling­um og að greiðslur rík­is­ins til veit­anda heil­brigðisþjón­ustu séu í sam­ræmi við þá þjón­ustu sem veitt er. Við ætl­umst til að þarf­ir sjúkra­tryggða, – við öll – séu í for­gangi. Þessi regla gild­ir og á að gilda óháð því hver veit­ir þjón­ust­una. En til að hægt sé að fylgja henni verður að skil­greina þjón­ust­una og rétt­ind­in með skil­merki­leg­um hætti. Ann­ars er það und­ir hæl­inn lagt hvort ár­ang­ur ná­ist og eng­in leið að tryggja að fjár­magn renni þangað sem við vilj­um að það fari og það nýt­ist með þeim hætti sem við vilj­um.

Vert er að vekja at­hygli á ábend­ing­um Rík­is­end­ur­skoðunar um að brýnt sé að SÍ haldi áfram að þróa samn­ing við Land­spít­al­ann um fram­leiðslu­tengda fjár­mögn­un klín­ískr­ar þjón­ustu. Ég hef lengi verið sann­færður um nauðsyn þess að taka upp skýr­ari stefnu­mót­un og fjár­mögn­un þegar kem­ur að Land­spít­ala Íslands. Hverfa frá þeirri hug­mynda­fræði að vera með Land­spít­ala Íslands á föst­um fjár­lög­um sem meg­in­reglu. Frem­ur á að semja við Land­spít­al­ann á grund­velli fer­il­verka, hinn­ar klín­ísku þjón­ustu. Ég hef leyft mér að kalla þetta verk­efna­tengda fjár­mögn­un – að fé skuli fylgja sjúk­lingi og þeirri þjón­ustu sem þarf að veita hon­um.

Árang­ur: Styttri biðtími

Sú hug­mynda­fræði, að fé fylgi hinum sjúkra­tryggða, skil­ar ár­angri. Í viðtali við Rík­is­út­varpið 25. fe­brú­ar síðastliðinn benti Óskar Reyk­dals­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, á ár­ang­ur­inn af nýju fyr­ir­komu­lagi við fjár­mögn­un heilsu­gæslu­stöðva. Þær fá nú greitt miðað við þann fjölda ein­stak­linga sem eru skráðir á viðkom­andi heilsu­gæslu­stöð en einnig er tekið til­lit til lýðfræðilegra þátta. Fjár­mögn­un þjón­ust­unn­ar er óháð rekstr­ar­formi heilsu­gæslu­stöðvanna. Þar sit­ur einka­rekst­ur og op­in­ber rekst­ur við sama borð.

Árang­ur­inn: Biðtími á Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur styst úr u.þ.b. fjór­um vik­um í tæpa eina viku.

Hægt er að ná svipuðum ár­angri á öðrum sviðum í heil­brigðisþjón­ustu ef við fylgj­um þeirri forskrift sem rík­is­end­ur­skoðandi í raun­inni bend­ir á að brýnt sé að þróa áfram. Þar leika Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands lyk­il­hlut­verk.

Stefn­an í heil­brigðismál­um til framtíðar get­ur ekki mót­ast af andúð á einka­rekstri. Það er eng­in skyn­semi í öðru en að nýta kosti einka­rekstr­ar í heil­brigðisþjón­ustu þar sem það er hag­kvæmt og skyn­sam­legt til að tryggja góða þjón­ustu við lands­menn. Mark­miðið er að nýta tak­markaða fjár­muni sem best og að þeir sem þurfa á þjón­ust­unni að halda sitji við sama borð – óháð efna­hag.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :