Hugmyndafræði og sveitarstjórnir

Hugmyndafræði og sveitarstjórnir

Hafi ein­hver haldið að hug­mynda­fræði skipti litlu eða engu í sveit­ar­stjórn­um, þá ætti sá hinn sami að hugsa sig tvisvar um. Ekki þarf annað en horfa til Reykja­vík­ur. Skoða hvernig staðið er að verki við stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar, bera þjón­ustu við íbú­ana sam­an við það sem geng­ur og ger­ist í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Þegar hug­mynda­auðgi meiri­hluta borg­ar­stjór­ar um aukn­ar álög­ur er höfð í huga er illa hægt að kom­ast að ann­arri niður­stöðu en að hug­mynda­fræði – póli­tísk sann­fær­ing – kjör­inna full­trúa hafi veru­leg áhrif á af­komu og lífs­gæði Reyk­vík­inga.

Rekst­ur og þjón­usta sveit­ar­fé­laga hafa bein áhrif á lífs­kjör al­menn­ings. Það skipt­ir okk­ur öll miklu, hvar sem við búum, hvernig til tekst við rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins, hvernig staðið er að skóla­mál­um, hvernig þjón­usta við eldri borg­ara er, að þörf­um fatlaðra sé sinnt en þeim ekki gleymt, líkt og dæmi eru um.

Íbúum sveit­ar­fé­lags þar sem um­hverf­is­mál­um er sinnt af kost­gæfni líður ör­ugg­lega bet­ur en íbú­um sveit­ar­fé­lags þar sem um­hverfið er horn­reka. Einu sinni var sagt: Hrein borg er fög­ur borg. Þessi ein­földu sann­indi hljóma ekki leng­ur í höfuðborg­inni.

Víða hef­ur tek­ist að samþætta góða þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og hóf­lega skatt­heimtu og álög­ur. En svo eru dæmi þar sem álög­ur eru eins háar og lög leyfa án þess að þjón­ust­an sé með þeim hætti sem íbú­arn­ir ætl­ast til. Þegar óánægj­an kem­ur upp á yf­ir­borðið bregðast sveit­ar­stjórn­ar­menn við með mis­jöfn­um hætti.

Á undanförnum árum hef ég skrifað töluvert um málefni sveitarfélaga og ekki síst beint sjónum að Reykjavíkurborg. Ritlingur þessi inniheldur nokkrar þessara greina frá árinum 2014-2017. Hér fyrir neðan er hlekkur á pdf-útgáfu.

Sveitarstjórnir og hugmyndafræði

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :