Sósíalismi og íslenskir vinstri menn

Sósíalismi og íslenskir vinstri menn

Félagshyggjumenn, vinstrimenn, sósíalistar eða hvað þeir kallast sem hafa meiri trú á ríkinu en einstaklingnum hafa alltaf átt erfitt með að skilja samspilið milli hagsældar og hvata einstaklingsins til að afla sér tekna og skapa eitthvað nýtt. Ríkissinnar hafa ekki áttað sig á að ­ofstjórn og óstjórn eru tvíburasystur og fátækt er frænka þeirra.

Ég hef oft bent á að hinn sósíalíski mælikvarði velferðar sé einfaldur. Velferðin er talin meiri ef sneið ríkisins er 50% af 2.000 milljarða köku en þegar sneiðin er „aðeins“ 40% af 3.000 milljarða köku. Velferð, réttlæti og jöfnuður er meiri eftir því sem hlutfallsleg stærð kökusneiðar ríkisins er stærri. Engu skiptir þótt kakan sé minni.

Ég mun líklega aldrei skilja hugmyndafræði sósíalista. En það er aðdáunarvert að enn sé til fólk sem af einlægni berst fyrir þjóðskipu­lagi sósíalismans.

Ritlingur þessi inniheldur nokkrar greinar frá árinum 2015-2017 sem ég hef skrifað um sósíalista og íslenska vinstri menn. Hægt er að ná í ritlinginn á pdf-formi hér.

Sósíalistar og íslenskir vinstri menn

Efnisyfirlit

 • Það er grunnt á gamla allaballann
 • Lokað á olíuævintýri Samfylkingarinnar
 • Draumur breytist í martröð
 • Líf í glæðum sósíalismans
 • Ærslagangur yfirboða og „samsæri gegn skattgreiðendum“
 • Píratar breytast í hefðbundinn stjórnmálaflokk
 • Hvernig væri lífið þá?
 • Klisjur, frasar og umbúðastjórnmál „umbótaaflanna“
 • Líf og dauði stjórnmálaflokks
 • Pólitískar áskoranir í góðæri
 • Stjórnarandstaða í vondu skapi
 • Værukærir hægrimenn og vopnfimir vinstrimenn
 • Merkingalausar heitstrengingar
 • Hvað bíður handan við hornið?
  Eina mótstaðan gegn vinstristjórn
 • Einföld ákvörðun forsetans og valkreppa vinstri manna
 • Kennedy, Reagan og íslenskir vinstrimenn
 • Játning: Ég mun aldrei skilja sósíalista
Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :