Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að nýta tækifærin?

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að nýta tækifærin?

Fyr­ir tæp­um fjór­um árum nýtti Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ekki tæki­fær­in í Reykja­vík. Þvert á móti. Niðurstaða borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 2014 var áfall – verstu kosn­inga­úr­slit í sögu flokks­ins. Það er ástæða til að hafa áhyggj­ur af því að sjálf­stæðis­menn í Reykja­vík láti tæki­fær­in renna sér úr greip­um enn einu sinni í kosn­ing­un­um í vor. Og hvernig má annað vera þegar borg­ar­bú­ar eiga erfitt með að átta sig á fyr­ir hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur fyr­ir í Reykja­vík.

Kannski er það óvægið að halda því fram að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi misst tal­sam­band við mik­inn meiri­hluta borg­ar­búa. En að óbreyttu verður Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn aðeins einn margra stjórn­mála­flokka í kraðaki flokka sem sækj­ast eft­ir stuðningi í kom­andi kosn­ing­um. Þetta er hreint ótrú­leg staða eft­ir tæp­lega átta ára stjórn vinstri­flokk­anna í Reykja­vík. Ekki er af­reka­skrá vinstri­meiri­hlut­ans þannig að borg­ar­bú­ar hafi ástæðu til að gleðjast. Langt í frá.

Skulda­söfn­un í góðæri

Rekst­ur borg­ar­inn­ar síðustu ár verður aldrei skóla­bók­ar­dæmi um hvernig standa skuli að rekstri sveit­ar­fé­lags. Ákveði borg­ar­bú­ar að end­ur­nýja umboð meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar í kosn­ing­un­um í vor, taka þeir ákvörðun um að halda óbreyttri stefnu við rekst­ur borg­ar­inn­ar. Þeir samþykkja þá hug­mynda­fræði sem ligg­ur að baki fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar fram til árs­ins 2022. Rekstr­ar­kostnaður A-hluta verður 37% hærri árið 2022 en 2016. Þetta er hækk­un um 35 millj­arða króna sem er rúm­lega 13 millj­örðum króna hærri fjár­hæð en Reykja­vík­ur­borg lagði til vel­ferðar­mála á síðasta ári.

Sam­kvæmt stefnu nú­ver­andi meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar verður rekstr­ar­kostnaður sam­stæðunn­ar í heild 162 millj­arðar króna árið 2022 sem er tæp­um 44 millj­örðum króna hærri fjár­hæð en 2016. Hækk­un­in er meiri en kostnaður við skóla- og frí­stunda­svið árið 2016 og litlu hærri en áætlaður kostnaður á síðasta ári.

Al­bert Þór Jóns­son, viðskipta­fræðing­ur og MCF í fjár­mál­um fyr­ir­tækja, lýsti stöðunni ágæt­lega í grein 23. nóv­em­ber síðastliðinn hér í Morg­un­blaðinu:

„Á toppi hagsveifl­unn­ar á Íslandi eru all­ir skatt­stofn­ar Reykja­vík­ur­borg­ar full­nýtt­ir en þrátt fyr­ir það hafa skuld­ir Reykja­vík­ur­borg­ar auk­ist mikið þegar skyn­sam­legra hefði verið að greiða niður skuld­ir til þess að tak­ast á við sam­drátt­ar­tíma. Ef skuld­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar halda áfram að aukast með slík­um hraða með alla skatt­stofna full­nýtta á toppi hagsveifl­unn­ar mun Reykja­vík­ur­borg stefna í greiðsluþrot inn­an fárra ára.“

„Tekju­vandi“

Þrátt fyr­ir aukn­ar skuld­ir og sí­fellt hækk­andi rekstr­ar­kostnað og útþenslu stjórn­kerf­is, er borg­ar­stjóri sann­færður um að „út­sjón­ar­semi“ ein­kenni rekst­ur­inn. Borg­in glími ekki við óhag­kvæm­an rekst­ur held­ur skort á tekju­stofn­um. „Tekj­ur hafa hækkað hæg­ar en gjöld­in,“ sagði Dag­ur B. Eggerts­son í viðtali við DV um miðjan októ­ber 2015. Hann ásamt öðrum í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar er sann­færður um að op­in­ber rekst­ur snú­ist fyrst og síðast um að auka tekj­urn­ar, finna nýja skatt- og gjald­stofna. Tekj­ur borg­ar­sjóðs voru um 80% hærri á síðasta ári en 2010 – árið sem Dag­ur B. Eggerts­son og Jón Gn­arr tóku við lykl­um að ráðhús­inu við Tjörn­ina. Gríðarleg hækk­un tekna er sögð merki um „tekju­vanda“.

Í ör­vænt­ing­ar­fullri leit að tekj­um var ákveðið að leggja á sér­staka viðbót­ar­greiðslu og gatna­gerðar­gjald fyr­ir stækk­un og ný­bygg­ing­ar. Ekki má gleyma skrefa­gjöld­um fyr­ir sorptunn­ur. Þegar íbú­arn­ir kvörtuðu yfir versn­andi sorp­hirðu, þrátt fyr­ir hækk­un gjalda, bentu full­trú­ar meiri­hlut­ans á að það væri bæði hollt og gott að fá sér göngu­túr að næsta grennd­argámi með ruslið!

Þrátt fyr­ir að rekstr­ar­kostnaður A-hluta borg­ar­sjóðs hafi auk­ist um nær 47 millj­arða króna (2010-2017) eða rúm­lega 80% hef­ur þjón­ustu við borg­ar­búa, meðal ann­ars við eldri borg­ara, verið skert. Borg­in er illa þrif­in og göt­ur helst ekki. Af­leiðing­in er minni lífs­gæði og meiri meng­un.

Gatna­kerfi borg­ar­inn­ar er að hrynja. Skipu­lags­mál eru í ólestri og lóðaskort­ur hef­ur keyrt upp fast­eigna­verð – ekki aðeins í höfuðborg­inni held­ur einnig í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Lífs­kjör al­menn­ings hafa verið skert með skort­stefnu meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar. Ekki aðeins með því að verð íbúða er hærra en það þyrfti að vera, ef lóðafram­boð væri eðli­legt, held­ur einnig vegna þess að hærra fast­eigna­verð hef­ur leitt til þess að skuld­ir launa­fólks hafa hækkað.

En til að gæta sann­girni er vert að benda á að hug­mynd­ir um hagræðingu skjóta stund­um upp koll­in­um hjá meiri­hlut­an­um. Auðvitað er það ákveðin teg­und af „út­sjón­ar­semi“ hjá borg­ar­full­trúa og flokks­syst­ur borg­ar­stjóra, að leggja til að knatt­spyrnulið í efstu deild yrðu sam­einuð í sparnaðarskyni.

Skýr framtíðar­sýn með ábyrgð

Fram­bjóðend­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins þurfa að draga fram það sem miður hef­ur farið við stjórn borg­ar­inn­ar, en það eitt dug­ar ekki. Skýr framtíðar­sýn og stefnu­festa er for­senda ár­ang­urs. Þeir þurfa einnig að leggja áherslu á að ekki verði hlaupið und­an ábyrgð ef eitt­hvað fer úr­skeiðis. Það virðist vera sér­stök stefna meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar að firra sig ábyrgð á stóru og smáu. Jafn­vel þegar málað var yfir vegg­mynd af sjó­manni á gafli Sjáv­ar­út­vegs­húss­ins, að kröfu borg­ar­inn­ar, var reynt að hlaup­ast und­an. Þegar hundruð þúsunda lítra af óhreinsuðu skólpi runnu út í sjó var borg­ar­stjóri ábyrgðarlaus með sama hætti og hann ber litla ábyrgð á ástandi gatna­kerf­is­ins. „Ég setti mig í sam­band við vega­mála­stjóra og bæj­ar­stjór­ana á höfuðborg­ar­svæðinu og all­ir segja sömu sög­una. Það eru mikl­ar áhyggj­ur af stöðu gatna­kerf­is­ins,“ svaraði borg­ar­stjóri þegar vis­ir.is vildi í mars 2016 vita hvað ætti að gera til að lag­færa göt­ur borg­ar­inn­ar.

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2014 hélt ég því fram að sjálf­stæðismönn­um hefði ekki tek­ist að ná eyr­um borg­ar­búa í mörg ár – þeir ættu erfitt með að átta sig á því fyr­ir hvað Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Reykja­vík stæði. Kjós­end­ur fengju mis­vís­andi skila­boð frá borg­ar­full­trú­um flokks­ins sem kæmi ekki fram sem ein heild – sam­hent­ur hóp­ur með sömu sýn á framtíðina.

Þetta virðist eiga við enn í dag. Ætli sjálf­stæðis­menn að ná ár­angri í kom­andi kosn­ing­un­um verður stefn­an að vera skýr. Ein­kunn­ar­orð þeirra í vor eiga að vera val­frelsi, lægri álög­ur og betri þjón­usta. Fram­bjóðend­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins öðlast ekki til­trú borg­ar­búa nema þeir setji fram skýra framtíðar­sýn um þróun borg­ar­inn­ar, öfl­ugri þjón­ustu sam­hliða hóf­söm­um álög­um.

Þeir verða að sann­færa kjós­end­ur um að ósk­ir þeirra í skipu­lags­mál­um verði virt­ar og unnið verði að því að auka val­frelsi íbú­anna á öll­um sviðum, ekki síst í sam­göng­um, í bú­setu og skól­um.

Spurn­ing­in er ein­föld: Ætlar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að nýta tæki­fær­in í Reykja­vík?

Von­andi er svarið já­kvætt.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :