Til varnar frelsinu

Til varnar frelsinu

Á síðustu árum hef ég átt þess kost að skrifa vikulega pistla í Morgunblaðið. Viðfangsefnin hafa verið margbreytileg en óhætt er að segja að rauði þráðurinn sé hugmyndafræði sem byggir á frelsi einstaklingsins, virðingu fyrir eignaréttinum og þeirri staðföstu trú að ríkisvaldið sé verkfæri borgaranna til að sinna sameiginlegum málum, en ekki valdatæki fárra án kostnað einstaklinganna.

Árið 2012 kom út bókin Manifesto hægri manns – safn greina og pistla sem ég hafði skrifað í Morgunblaðið, Þjóðmál og vefritið T24.is, sem ég hélt úti í nokkur ár. Frá þeim tíma hafa nokkur hundruð greina bæst í sarpinn.

Ritlingur þessi inniheldur greinar sem ég skrifaði um Sjálfstæðisflokkinn á árinum 2014 til 2017, annars vegar í Morgunblaðið og hins vegar í Þjóðmál. Greinarnar eru í tímaröð, þær elstu fyrst.

Á næstu vikum munu birtast fleiri ritlingar á PDF-formi með safni pistla og greina um afmörkuð viðfangsefni.

Til varnar frelsinu

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :