Játning: Ég mun aldrei skilja sósíalista

Hafi ein­hver ef­ast um trygg­lyndi Vinstri grænna við sósí­al­ismann hef­ur ef­inn ör­ugg­lega horfið líkt og dögg fyr­ir sólu um liðna helgi. Boðskap­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­manns flokks­ins, á flokks­ráðsfundi var skýr og ágæt­lega meitlaður. Hækka skal skatta og auka um­svif rík­is­ins und­ir slag­orðum rétt­læt­is og auk­ins jöfnuðar:

„Vax­andi mis­skipt­ing gæðanna sprett­ur bein­lín­is af því efna­hags­kerfi og þeim póli­tísku stefn­um sem hafa verið ráðandi und­an­farna ára­tugi og nú er svo komið að sí­fellt fleira fólk er farið að finna fyr­ir því.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir kem­ur hreint fram. Hún vill bylta þjóðfé­lags­gerðinni – stokka upp efna­hags­kerfið í takt við kenni­setn­ing­ar sósí­al­ista.

Mæli­kv­arði rétt­læt­is og vel­ferðar

Á flokks­ráðsfund­in­um und­ir­strikaði Katrín stefnu Vinstri grænna í skatta­mál­um sem birt­ist í til­lög­um henn­ar við af­greiðslu fjár­laga yf­ir­stand­andi árs. Vinstri græn voru and­víg því að fella niður milliþrep í tekju­skatti, sem komu fyrst og fremst óbreyttu launa­fólki til góða. End­ur­vekja átti eign­ar­skatt und­ir hatti auðlegðarskatts, sem vinstri stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna setti á tíma­bundið og lagðist þungt á eldri borg­ara og sjálf­stæða at­vinnu­rek­end­ur. Til­lög­ur Vinstri grænna fólu í sér hækk­un ým­issa annarra gjalda og skatta, sem ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki hefðu þurft að bera.

Hug­mynda­fræði vinstri manna – sósí­al­ista – gef­ur ekk­ert fyr­ir þjóðfé­lag frjálsra ein­stak­linga sem eru fjár­hags­lega sjálf­stæðir. Mæli­kv­arði vel­ferðar og rétt­læt­is mæl­ir um­svif rík­is­ins. Íslensk­ir vinstri menn – líkt og skoðana­bræður þeirra í öðrum lönd­um – byggja á þeirri bjarg­föstu trú að ríkið sé upp­haf og end­ir allra lífs­gæða. Auk­in um­svif rík­is og annarra op­in­berra aðila er mark­mið í sjálfu sér en ekki aðeins æski­leg.

Öfundsverð ein­föld svör

Á marg­an hátt eru sann­trúaðir vinstri menn öf­undsverðir. Svör­in eru alltaf ein­föld – lausn­ar­orðið er ríkið. Á meðan við hægri menn leit­um leiða til að stækka þjóðar­kök­una hafa sósí­al­ist­ar eng­ar áhyggj­ur, aðrar en þær að tryggja að ríkið taki stærstu sneiðina. Hlut­falls­leg stærð kökusneiðar­inn­ar skipt­ir vinstri menn meira máli en stærð kök­unn­ar. Í huga þeirra er mik­il­væg­ara að ríkið taki 50% af 2.000 millj­arða lands­fram­leiðslu en 40% af 3.000 millj­arða köku.

Hinn sósíal­íski mæli­kv­arði vel­ferðar er ein­fald­ur. Í sósíal­ísku þjóðskipu­lagi er vel­ferðin tal­in meiri ef sneið rík­is­ins er 50% og 1.000 millj­arðar en þegar sneiðin er „aðeins“ 40% og 1.200 millj­arðar. Með öðrum orðum: Vel­ferð, rétt­læti og jöfnuður er meiri eft­ir því sem hlut­falls­leg stærð kökusneiðar rík­is­ins er stærri. Engu skipt­ir þótt kak­an sé minni.

Hug­mynda­fræði Vinstri grænna og annarra sann­færðra sósí­al­ista legg­ur áherslu á að „jafna“ lífs­kjör­in, jafn­vel þótt lífs­kjör allra versni. Jöfnuður eymd­ar­inn­ar er betri en mis­skipt­ing vel­meg­un­ar.

Góðhjartaðir auðmenn

Vel­viljaðir auðmenn hafa til­einkað sér mæli­kv­arða sósí­al­ista í bar­áttu sinni fyr­ir öfl­ugra og betra heil­brigðis­kerfi. Kraf­an um að 11% af lands­fram­leiðslu renni til heil­brigðismála er gerð á grunni hins sósíal­íska mæli­kv­arða.

Góðhjartaðir efna­menn hafa sann­fært sjálfa sig og marga aðra um að heil­brigðis­kerfið sé betra og öfl­ugra þegar til þess renna 11% af 2.000 millj­arða lands­fram­leiðslu en 8,3% af 3.000 millj­arða köku. Það virðist auka­atriði – raun­ar verra – að heil­brigðis­kerfið fái 30 millj­örðum meira ef kak­an er stærri og hlut­fallið lægra.

Á mæli­kv­arða hlut­falls­ins skipt­ir engu hvort al­menn­ing­ur – skatt­greiðend­ur – fær betri þjón­ustu í sam­ræmi við aukna skatt­heimtu. Gæði þjón­ustu eru auka­atriði – allt snýst um stærð kökusneiðar­inn­ar. Með sama hætti skipt­ir litlu hvernig farið er með eign­ir rík­is­ins, og áhyggj­ur af því hvernig þær nýt­ast lands­mönn­um eru tald­ar merki um ann­ar­leg­an til­gang.

Kannski?

Ég skal viður­kenna að ég hef og mun lík­lega aldrei skilja hug­mynda­fræði sósí­al­ista. En það er aðdá­un­ar­vert að enn sé til fólk sem af ein­lægni berst fyr­ir þjóðskipu­lagi sósí­al­ism­ans. Það er eitt­hvað heill­andi við þraut­seigju og staðfestu þeirra sem neita að horf­ast í augu við sög­una. Kannski hafa þeir rétt fyr­ir sér. Kannski hef­ur ekki verið staðið rétt að inn­leiðingu sósí­al­ism­ans fram til þessa og því hafa lönd sem eru rík af nátt­úru­auðlind­um verið gerð gjaldþrota – síðast Venesúela. Þau mis­tök ætla ís­lensk­ir sósí­al­ist­ar ekki að end­ur­taka held­ur byggja upp fyr­ir­mynd­ar­ríkið sem eng­um hef­ur tek­ist.

Kald­hæðnari menn en ég gætu auðvitað haldið því fram að allt sé þetta inni­halds­laust hjal – umbúðastjórn­mál með safni fal­legra orða og frasa. Íslend­ing­ar fengu að kynn­ast jöfnuði og rétt­læti vinstri manna árið 2009, þegar eitt fyrsta verk hrein­ræktaðrar vinstri stjórn­ar var að skerða líf­eyr­is­greiðslur eldri borg­ara og ör­yrkja. Launa­fólk þurfti að sætta sig við að skatt­mann færi dýpra í vasa þeirra og lífs­kjör­in þannig rýrt meira en orðið var. En þess­ari sögu er ef til vill jafn auðvelt að af­neita og sögu sósí­al­ista og þjóðfé­lagstilrauna þeirra í öðrum lönd­um. Al­veg eins og vinstri menn lifa í þeirri von að all­ir séu bún­ir að gleyma til­raun þeirra til að láta verka­mann­inn, kenn­ar­ann, bónd­ann, af­greiðslu­kon­una og aðra launa­menn, standa und­ir skuld­um einka­banka, enda verið að „bera burt synd­ir heims­ins, eins og sagt var um Jesú Krist“.

Share