Fjármálaáætlun – gríðarleg hækkun útgjalda ríkisins

Það er hægt að gagn­rýna fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar 2018 til 2022 með ýms­um hætti. Með rök­um hef­ur verið bent á að aðhald í rík­is­fjár­mál­um sé ekki jafn­mikið og skyn­sam­legt væri við mik­inn vöxt efna­hags­lífs­ins. Ekki fer mikið fyr­ir nauðsyn­legri upp­stokk­un í rekstri rík­is­ins og skipu­lags­breyt­ing­um á stjórn­ar­ráðinu. Hug­mynd­ir um skatt­kerf­is­breyt­ing­ar eru um­deild­ar enda eru bæði for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra til­bún­ir að út­færa þær með öðrum hætti en lagt er til í grein­ar­gerð með áætl­un­inni. Upp­hróp­an­ir stjórn­ar­and­stöðunn­ar um niður­skurð eru hins veg­ar aðeins há­reysti til inn­an­hús­nota í marg­klofn­um flokk­um. Von­in er að fjöl­miðlar taki und­ir.

Alþingi hef­ur haft fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar 2018-2022 til um­fjöll­un­ar síðustu vik­ur. Fjár­laga­nefnd und­ir for­ystu Har­ald­ar Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt vinnu þings­ins en all­ar fasta­nefnd­ir hafa komið að verk­inu. Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar birti síðastliðinn föstu­dag ít­ar­legt nefndarálit um fjár­mála­áætl­un­ina. Þar er að finna upp­byggi­lega gagn­rýni. Aug­ljóst er að Alþingi verður að hefja end­ur­skoðun á lög­um um op­in­ber fjár­mál og styrkja sjálf­stæði sitt við stefnu­mót­un rík­is­fjár­mála og skjóta öfl­ugri stöðum und­ir eft­ir­lits­hlut­verkið.

Í nefndaráliti meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar seg­ir meðal ann­ars:

„Alþing­is­menn og fag­nefnd­ir þings­ins verða að hafa aðgang að öfl­ugu stoðkerfi. Í um­sögn meiri hluta efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar er t.d. fjallað um nauðsyn þess að efla hagræn­ar grein­ing­ar. Meiri hluti fjár­laga­nefnd­ar tek­ur und­ir það og tel­ur að veru­lega skorti á að fjár­laga­nefnd geti að óbreyttu rækt hlut­verk sitt fylli­lega í breyttu um­hverfi op­in­berra fjár­mála. Þar er ekki síst brýnt að huga að verk­efn­um á sviði eft­ir­lits­hlut­verks nefnd­ar­inn­ar og sjálf­stæði henn­ar til að vinna að grein­ing­um og eft­ir­liti með hvernig og hvort samþykkt mark­mið og aðgerðir ná til­gangi sín­um á ein­stök­um mál­efna­sviðum.“

Rík­is­stjórn innviða

Nefndarálit Har­ald­ar Bene­dikts­son­ar og fé­laga hans í meiri­hlut­an­um ber þess merki að þrátt fyr­ir þröng­an kost var ráðist í sjálf­stæða grein­ingu á fyr­ir­liggj­andi fjár­mála­áætl­un. Þannig aflaði nefnd­in sér tölu­legra gagna sem ekki koma fram í áætl­un­inni. Breyt­ing­ar á fjár­fest­ingaráætl­un eru dregn­ar frá þeim heild­ar­fram­lög­um til ein­stakra mál­efna­sviða sem fram koma í töflu um út­gjald­aramma mál­efna­sviða. Fjár­lagaliðir sem falla utan ramma (vaxta­gjöld, rík­is­ábyrgðir, líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar, At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður og fram­lög til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga) eru und­an­skild­ir. Með þessu er auðveld­ara að bera sam­an breyt­ing­ar á rekstr­ar­um­fangi mál­efna­sviða.

Í meðfylgj­andi töflu koma fram viðbæt­ur vegna meiri hátt­ar fram­kvæmda sam­kvæmt fjár­lög­um 2017 og fjár­laga­áætl­un til 2022. Fjár­fest­ing­in er mik­il, alls liðlega 102 millj­arðar króna á þess­um sex árum. Þar mun­ar mestu um upp­bygg­ingu Land­spít­al­ans og fjár­fest­ingu í sam­göng­um og fjar­skipt­um. Ekki verður annað séð en að rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar hafi stigið mark­visst skref til að standa við fyr­ir­heit um að verða rík­is­stjórn innviða.

Gríðarleg hækk­un

Sam­kvæmt lög­um um op­in­ber fjár­mála hef­ur sund­urliðun út­gjalda rík­is­ins verið gjör­breytt. Nú eru skil­greind 34 mál­efna­svið. Ekki er birt sund­urliðun niður á ein­stak­ar stofn­an­ir, til­færsluliði og verk­efni. Þetta hef­ur valdið tölu­verðum mis­skiln­ingi og þing­menn jafnt sem for­ráðamenn stofn­ana hafa átt erfitt með að fóta sig – til­einka sér nýja hugs­un við lang­tíma­áætl­un þar sem rammi ein­stakra mál­efna­sviða er markaður. Líkt og meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar bend­ir á ligg­ur tölu­grunn­ur mála­flokka og ein­stakra stofn­ana „ekki fyr­ir fyrr en með birt­ingu fjár­laga­frum­varps í haust“.

Meðfylgj­andi súlu­rit sýna mikla aukn­ingu út­gjalda til ein­stakra mál­efna­sviða frá fjár­lög­um 2017 til síðasta árs fjár­mála­áætl­un­ar. (Á mynd­un­um er sleppt fram­lög­um til al­menns vara­sjóðs, en með hækk­un hans á tíma­bil­inu á að koma því sem næst í veg fyr­ir þörf fyr­ir fjár­auka­lög).

Eng­inn get­ur farið í graf­göt­ur með áhersl­urn­ar:

• Útgjöld til heil­brigðismála verða liðlega 34 millj­örðum krón­um hærri að raun­v­irði árið 2022 en reiknað er með í fjár­lög­um yf­ir­stand­andi árs.

• Til ör­yrkja og mál­efna fatlaðra verða fram­lög­in 14,4 millj­örðum hærri.

• Fram­lög til mál­efna aldraðra verða tæp­lega níu millj­örðum hærri.

• Útgjöld til há­skóla verða rúm­lega þrem­ur millj­örðum hærri en á þessu ári.

Í heild verða út­gjöld til mála­sviða – fyr­ir utan stofn­kostnað – um 83 millj­örðum hærri að raun­gildi árið 2022 en á yf­ir­stand­andi ári. Lík­lega mun þessi staðreynd ekki koma í veg fyr­ir að stjórn­ar­andstaðan út­hrópi rík­is­stjórn­ina og gagn­rýni hana fyr­ir „blóðugan niður­skurð“.

Share