Sterk króna

Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á undanförnum árum. Nú er svo komið að krónan er sterkari gagnvar helstu gjaldmiðlum heims en hún var fyrir hrun viðskiptabankanna í október 2008. Með öðrum orðum; það þarf færri krónur til að kaupa erlenda vöru og þjónustu.

Á meðfylgjandi mynd er stuðst við miðgildi skráningar Seðlabankans frá 1. október 2008 til 19. maí 2017. Reiknuð er út vísitala og hún stillt á 100 þann 1. október 2008. Á myndinni sést að evran „kostar“ aðeins rúmlega 70% af verðinu í upphafi og pundið innan við 70%. Dollarinn er um 7% „ódýrari“ en 2008.

Íslenskir neytendur hafa notið góðs af sterkur gengi krónunnar og Íslendingar greiða færri krónur á ferðalögum sínum til annarra landa. Hin hlið sterkrar krónu er hins vegar að sú að útflytjendur frá færri krónur fyrir vörur sínar og sama gildir um ferðaþjónustu sem selur þjónustu í erlendum gjaldmiðli.

Share