Hugmyndafræðileg barátta í sveitarstjórnum

Hugmyndafræðileg barátta í sveitarstjórnum

Hafi ein­hver haldið að hug­mynda­fræði skipti litlu eða engu í sveit­ar­stjórn­um, þá ætti sá hinn sami að hugsa sig tvisvar um. Ekki þarf annað en horfa til Reykja­vík­ur. Skoða hvernig staðið er að verki við stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar, bera þjón­ustu við íbú­ana sam­an við það sem geng­ur og ger­ist í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Þegar hug­mynda­auðgi meiri­hluta borg­ar­stjór­ar um aukn­ar álög­ur er höfð í huga er illa hægt að kom­ast að ann­arri niður­stöðu en að hug­mynda­fræði – póli­tísk sann­fær­ing – kjör­inna full­trúa hafi veru­leg áhrif á af­komu og lífs­gæði Reyk­vík­inga.

Rekst­ur og þjón­usta sveit­ar­fé­laga hafa bein áhrif á lífs­kjör al­menn­ings. Það skipt­ir okk­ur öll miklu, hvar sem við búum, hvernig til tekst við rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins, hvernig staðið er að skóla­mál­um, hvernig þjón­usta við eldri borg­ara er, að þörf­um fatlaðra sé sinnt en þeim ekki gleymt, líkt og dæmi eru um.

Íbúum sveit­ar­fé­lags þar sem um­hverf­is­mál­um er sinnt af kost­gæfni líður ör­ugg­lega bet­ur en íbú­um sveit­ar­fé­lags þar sem um­hverfið er horn­reka. Einu sinni var sagt: Hrein borg er fög­ur borg. Þessi ein­földu sann­indi hljóma ekki leng­ur í höfuðborg­inni.

Víða hef­ur tek­ist að samþætta góða þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og hóf­lega skatt­heimtu og álög­ur. En svo eru dæmi þar sem álög­ur eru eins háar og lög leyfa án þess að þjón­ust­an sé með þeim hætti sem íbú­arn­ir ætl­ast til. Þegar óánægj­an kem­ur upp á yf­ir­borðið bregðast sveit­ar­stjórn­ar­menn við með mis­jöfn­um hætti.

Meiri­hlut­inn í Reykja­vík ákvað að hætta þátt­töku í ár­legri sam­an­b­urðar­könn­un á þjón­ustu sem gerð er fyr­ir stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins. Niðurstaða könn­un­ar­inn­ar, sem birt var í fe­brú­ar 2015, var of bit­ur og óþægi­leg fyr­ir meiri­hlut­ann: Hvergi voru íbú­ar eins óánægðir með þjón­ustu leik­skóla, grunn­skóla, þjón­ustu við eldri borg­ara, fatlaða, og barna­fjöl­skyld­ur og í Reykja­vík. Borg­ar­stjóri gerði lítið úr niður­stöðunum og sagðist halda að Reyk­vík­ing­ar væru „bara kröfu­h­arðari og svona gagn­rýnni“ en íbú­ar annarra sveit­ar­fé­laga. Þar með hafði meiri­hlut­inn litla ástæðu til að huga að því sem miður hef­ur farið.

Hug­mynda­fræði skorts­ins

Sá tími er löngu liðinn að Reykja­vík­ur­borg líti á það sem skyldu sína að tryggja nægj­an­legt fram­boð af lóðum fyr­ir íbúðir – ein­býli, raðhús, fjöl­býli. Hug­mynda­fræði skorts­ins hef­ur ráðið ríkj­um síðustu ár. Af­leiðing­in er gríðarleg hækk­un íbúðaverðs og stöðugt verður erfiðara fyr­ir fjöl­skyld­ur að láta drauma sína um eig­in íbúð ræt­ast. Í hug­um þeirra sem ráða för í borg­ar­stjórn, eru draum­ar af því tagi aðeins draum­ar smá­borg­ara og skipta því engu. At­lag­an að sér­eign­ar­stefn­unni geng­ur ágæt­lega í höfuðborg­inni og val­frelsi í hús­næðismál­um verður stöðugt minna.

Sam­göng­ur í höfuðborg­inni eru í lamasessi. Hug­mynda­fræði holu og þreng­inga ræður ríkj­um. Borg­ar­yf­ir­völd telja sig ekki leng­ur hafa þá skyldu á herðum að tryggja greiðar sam­göng­ur og allra síst fyr­ir einka­bíl­inn. Með góðu eða illu skal þvinga íbú­ana til að fara sinna ferða í strætó eða á hjóli. Skipu­lega er unnið að því að skerða val­frelsi í sam­göngu­mál­um. Þar sem hægt er eru þreng­ing­ar og hindr­an­ir sett­ar og gatna­kerf­inu er ekki haldið við. Og loks þegar haf­ist er handa við fram­kvæmd­ir eru þær skipu­lagðar með þeim hætti að þær valdi sem mest­um trufl­un­um og töf­um á um­ferð.

Á vef Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda er bent á að um­ferðar­stjórn­un á Miklu­braut vegna fram­kvæmda við mik­il­væg­ar sam­göngu- og um­hverf­is­bæt­ur við Klambra­tún hafi brugðist. Ábend­ing­ar rýni­hóps sem fór yfir ör­ygg­is­mál vegna fram­kvæmd­anna voru hafðar að engu. „Þreng­ing­arn­ar við Klambra­tún or­saka um­ferðatepp­ur og taf­ir út um allt höfuðborg­ar­svæðið,“ seg­ir á vef FÍB og síðan seg­ir:

„Svo virðist sem ekki hafi verið gert ráð fyr­ir því að tryggja for­gang viðbragðsaðila lög­reglu, sjúkra­liðs og slökkviliðs á fram­kvæmda­svæðinu og víðar. Þarna skammt frá er þjóðar­sjúkra­húsið, Land­spít­ali, sem nán­ast er hafður í gísl­ingu á há­anna­tím­um vegna þess­ara um­ferðaþreng­inga. Sú sjálf­sagða krafa er gerð til þeirra sem reka um­ferðarmann­virk­in í borg­inni að allt verklag sé meðvitað með ör­yggi og þæg­indi borg­ar­anna í fyr­ir­rúmi. Ekki þýðir að benda á aðra sam­göngu­máta, öll um­ferð tepp­ist. Það er verið að búa til óþarfa vanda­mál, óþæg­indi, taf­ir og meng­un sem koma má í veg fyr­ir með auk­inni fyr­ir­hyggju og skipu­lagi.“

Hvernig staðið er að verki við Miklu­braut er birt­ing­ar­mynd verk­stjórn­ar meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar.

Mikið verk fyr­ir hönd­um

Nokkr­um vik­um eft­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 2014, þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn beið sögu­legt af­hroð, hélt ég því fram hér á síðum Morg­un­blaðsins að borg­ar­full­trú­ar flokks­ins yrðu að taka stöðu með val­frelsi borg­ar­búa og berj­ast fyr­ir lægri álög­um:

„Þeir eiga að leggja áherslu á raun­veru­legt val í sam­göng­um, í bú­setu og skól­um. Þeir eiga að draga fram ár­ang­ur sjálf­stæðismanna í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um þar sem tek­ist hef­ur að samþætta öfl­uga þjón­ustu, hóf­sam­ar álög­ur og lág­ar skuld­ir. Þeir verða að berj­ast fyr­ir hags­mun­um sjálf­stæðra at­vinnu­rek­enda sem hafa átt und­ir högg að sækja síðustu fjög­ur ár. Borg­ar­full­trú­ar sjálf­stæðismanna eiga að leggja áherslu á opið bók­hald borg­ar­inn­ar og að ósk­ir íbú­anna séu virt­ar í skipu­lags­mál­um.“

Þrem­ur árum eft­ir að þessi orð voru sett á blað og ári fyr­ir næstu kosn­ing­ar eiga sjálf­stæðis­menn í höfuðborg­inni mikið verk fyr­ir hönd­um – þeir eiga eft­ir að draga skýr mörk á milli sín og vinstri manna í borg­ar­stjórn. Þeir verða að sann­færa borg­ar­búa um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn standi fyr­ir auknu val­frelsi íbú­anna á öll­um sviðum, hafi skýra framtíðar­sýn í skipu­lags­mál­um og að kjörn­ir full­trú­ar hans séu þess megn­ug­ir að stýra fjár­mál­um borg­ar­sjóðs af festu. Fram­bjóðend­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins þurfa að boða nýja tíma í rekstri borg­ar­inn­ar og þjón­ustu við íbú­ana, segja skilið við tíma­bil skorts­ins sem hef­ur valdið þenslu og hækk­un íbúðaverðs og sann­færa kjós­end­ur um að á þá verði hlustað.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :