Síbreytilegar leikreglur

Síbreytilegar leikreglur

Ekki veit ég hvenær mæli­stik­an var tek­in upp. En þegar rík­is­stjórn­ir eru metn­ar er hún notuð. Fjöl­miðlar styðjast við hana í lok hvers þings þegar þeir vilja varpa ljósi á störf þing­manna. Allt er mælt út frá fjölda þing­mála. Það þykir gott og af­kasta­mikið þing sem samþykk­ir fjölda laga­frum­varpa og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur. Því fleiri skrif­leg­ar og munn­leg­ar fyr­ir­spurn­ir því betra og ekki er verra ef fjöldi skýrslu­beiðna er meiri en áður. Þing­menn eru vegn­ir og metn­ir úr frá því hversu oft þeir koma í ræðustól og hversu lengi þeir tala. Ræðukóng­ar og -drottn­ing­ar eru krýnd. Árang­ur rík­is­stjórn­ar er mæld­ur út frá þeim fjölda frum­varpa sem ráðherr­ar leggja fram og verða að lög­um.

Gæði þing­halds og ár­ang­ur rík­is­stjórn­ar eru frem­ur mæld út frá magni en gæðum. Fáir leiða hug­ann að inni­hald­inu.

Hversu mörg frum­vörp voru samþykkt sem skerða rétt­indi ein­stak­ling­anna eða þyngja þær byrðar sem þeim er ætlað að bera? Hversu mörg frum­vörp náðu fram að ganga sem auka frelsi ein­stak­linga eða tryggja rétt­indi þeirra bet­ur en áður? Tóku alþing­is­menn ákv­arðanir sem ætla má að styrki sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra fyr­ir­tækja eða var eitt­hvað gert til að veikja hana? Voru stig­in skref til að tryggja nátt­úru lands­ins? Hvaða lög voru samþykkt sem fela í sér auk­in út­gjöld rík­is­sjóðs? Hversu mikið voru út­gjöld­in auk­in eða var leitað leiða til að spara í rík­is­rekstr­in­um? Náðu þing­menn ár­angri við að for­gangsraða í rík­is­út­gjöld­um? Er farið vel með sam­eig­in­lega fjár­muni lands­manna?

Svör við spurn­ing­um af þessu tagi eru fátíð.

Hættu­leg mæli­stika

Mæli­stik­an sem notuð er á rík­is­stjórn­ir og þing­menn er hættu­leg. Með henni er inn­byggður hvati fyr­ir lög­gjaf­ann að breyta stöðugt leik­regl­un­um, setja nýja laga­bálka og breyta gild­andi lög­um. Ekki endi­lega vegna þess að það sé nauðsyn­legt held­ur frem­ur vegna ásýnd­ar. Það er merki um að eitt­hvað hafi verið gert – að ekki hafi verið setið auðum hönd­um við rík­is­stjórn­ar­borðið eða í þingsal.

Af­leiðing þessa er að stöðugt er verið að breyta leik­regl­um og sér­stak­lega þykir lög­gjaf­an­um eft­ir­sókn­ar­vert að breyta lög­um um skatta og gjöld. Ég hef haldið því fram að engu sé lík­ara en að lög­gjaf­inn og fram­kvæmda­valdið vinni skipu­lega að því að gera ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um erfitt fyr­ir að gera áætlan­ir til langs tíma. Sí­felld­ar breyt­ing­ar á lög­um, ný lög og út­gáfa nýrra eða breyttra reglu­gerða koma í veg fyr­ir að hægt sé að horfa til langr­ar framtíðar.

Í stað lang­tíma­hugs­un­ar og skipu­lagn­ing­ar eru ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki neydd til þess að taka ákv­arðanir frá degi til dags – láta hverj­um degi nægja sín­ar þján­ing­ar, ef svo má að orði kom­ast. Sí­breyti­leg­ar regl­ur auka áhættu í fjár­fest­ing­um og þar með kostnað. Efna­hags­leg starf­semi verður óhag­kvæm­ari en ann­ars.

176 breyt­ing­ar

Á ár­un­um 2008 til 2015 voru gerðar 176 breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu. Í er­indi sem Ásdís Kristjáns­dótt­ir, for­stöðumaður efna­hags­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, hélt á skatta­degi Deloitte í janú­ar á síðasta ári, kom fram að meg­inþorri breyt­ing­anna voru skatta­hækk­an­ir eða 132 á meðan 44 skatta­lækk­an­ir voru gerðar og þær voru flest­ar á ár­inu 2014, í tíð Bjarna Bene­dikts­son­ar í fjár­málaráðuneyt­inu.

Á kom­andi ári verða 30 ár frá því að lög um virðis­auka­skatt tóku gildi. Frá þeim tíma hef­ur Alþingi litið á það sem eins kon­ar skyldu sína að breyta lög­un­um nær ár­lega og stund­um oft á ári. Alls hafa verið gerðar 83 breyt­ing­ar á lög­un­um og lík­ur eru á að áður en þetta ár er úti verði enn gengið í „skyldu­verkið“. Að meðaltali hef­ur lög­un­um verið breytt 2,8 sinn­um á ári og aðeins tvisvar hef­ur liðið heilt ár án breyt­inga; 1994 og 1999. Árið 2011 voru níu laga­breyt­ing­ar.

Lög um tekju­skatt eru frá 2003 en byggj­ast á lög­um frá 1978. Frá því að gild­andi lög voru samþykkt hef­ur þeim verið breytt 79 sinn­um eða oft­ar en fimm sinn­um að meðaltali á ári. Vinstri stjórn­in sem kenndi sig við nor­ræna vel­ferð sá ástæðu til að breyta lög­un­um 36 sinn­um á ár­un­um 2009 til 2013.

Nú eru hvorki fleiri né færri en 57 bráðabirgðaákvæði í gildi, mis­flók­in og efn­is­mik­il. Tekju­skatts­lög­in eru lík­ari bútasaumi en heild­stæðum laga­bálki. Í virðis­auka­skatts­lög­un­um er 31 bráðabirgðaákvæði.

Breyta verður vinnu­brögðum

Eft­ir þess­um sí­breyti­leg­um regl­um og bráðabirgðaákvæðum er ein­stak­ling­um og for­ráðamönn­um fyr­ir­tækja ætlað að starfa. Þeir verða að laga sig að breyt­ing­um allt eft­ir „dugnaði“ þing­heims. Og til þess þurfa all­ir að fylgj­ast vel með ekki síst þegar þrjár af hverj­um fjór­um breyt­ing­um eru íþyngj­andi – eru til að auka álög­ur og hækka skatta.

Gjör­breyta verður vinnu­brögðum og inn­leiða lang­tíma­hugs­un við breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu. Við stefnu­mót­un til lengri framtíðar verður að huga sér­stak­lega að sam­keppn­is­hæfni lands­ins, jafnt at­vinnu­lífs­ins og heim­il­anna. Ég geri mér grein fyr­ir að þetta verður erfitt ekki síst á meðan marg­ir þing­menn líta svo á að ekki sé verið að „full­nýta skatt­stofna“, að rík­is­sjóður sé að „kasta frá sér og af­sala sér tekj­um“ með því gæta hóf­semd­ar í skatt­lagn­ingu. Með sama hætti er það áhyggju­efni ef stjórn­mála­menn og áhrifa­mikl­ir emb­ætt­is­menn líta svo á að sam­bæri­leg skatt­lagn­ing þjón­ustu hér á landi og í helstu sam­keppn­islönd­um sé íviln­andi. Fái slíkt hug­ar­far að ráða för við stefnu­mörk­un í skatta­mál­um, er von­lítið að skatta­leg um­gjörð verði með þeim hætti að hún skerði að minnsta kosti ekki sam­keppn­is­stöðu ís­lensks at­vinnu­lífs og launa­fólks.

Fjár­mála­áætl­un til fimm ára get­ur orðið gott verk­færi til að marka stefnu til lengri tíma, ekki aðeins er varðar út­gjöld til helstu mála­flokka held­ur ekki síður að smíða ramma um tekju­öfl­un­ar­kerfi rík­is­sjóðs. Þegar þetta er skrifað hef­ur Alþingi áætl­un 2018 til 2022 til um­fjöll­un­ar – flest­ar fasta­nefnd­ir hafa þar verk­efni en málið er á for­ræði fjár­laga­nefnd­ar. Eðli máls sam­kvæmt eru skipt­ar skoðanir á ýms­um þátt­um fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar og þeim hug­mynd­um sem koma fram í grein­ar­gerð. Áætl­un­in er til þing­legr­ar meðferðar og þar gefst þing­mönn­um tæki­færi til að setja mark sitt á stefn­una, jafnt á tekju- og gjalda­hlið. Þá skipt­ir mestu með hvaða hug­ar­fari viðfangs­efnið er nálg­ast.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :