Fullveldi

fullveldisdagurinn„Í dag hefst nýr þáttur … í sögu þjóðarinnar. Hún er viðurkend fullveðja þjóð. En um leið áskotnast henni skyldur, sem hún að vísu hefir
altaf haft, að eigin áliti, en eigi fengið færi á að rækja, vegna forráða sambandsþjóðarinnar. Í dag stöndum vér augliti til auglitis við heiminn sem Íslendin
gar en ekki sem Danir , — á eigin ábyrgð , en ekki annara . Í dag fá Íslendingar það hlutverk, að halda uppi sæmd yngsta ríkisins í heiminum. Og vonandi finnur öll þjóðin til vandans, sem þeirri vegsemd fylgir, til ábyrgðarhlutans, sem fallinn er oss í skaut með sambandslögunum nýju. Það er eigi minna um vert, að kunna að gæta fengins fjár en að afla þess.“

Þannig sagði Morgunblaðið frá á forsíðu 1. desember 1918, en þá herjaði spænska veikin á Íslendinga. Talið er að 484 Íslendingar hafi látist úr spænsku veikinni, þar af 258 í Reykjavík. En ekkert kom í veg fyrir fullveldið.

Morgunblaðið lét þess getið að hátíðahöld verði „engin í bænum önnur en þau, að stjórnarráðið hefir ákveðið að ríkisfáni Íslands skuli dreginn upp fyrsta sinni með töluverðri viðhöfn“, en spænska veikin:

„Óskað er að bæjarbúar fjölmenni. Kappkostað verður, að athöfnin standi stutt, svo að eigi sé neinum hætt við ofkælingu.“

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :