Nú ættu allir að hafa áhyggjur

Nú ættu allir að hafa áhyggjur

Forráðamenn og eigendur íslenskra fyrirtækja hafa ástæðu til að hafa áhyggjur, ekki síst sjálfstæðir atvinnurekendur. Launafólk getur heldur ekki leyft sér að vera áhyggjulaust, ekki frekar en eldri borgarar. Miðað við skoðanakannanir eru allar líkur á því að eftir næstu alþingiskosningar – sem boðaðar hafa verið í október næstkomandi – verði mynduð ríkisstjórn vinstri flokkanna.

Verði niðurstaða kosninga í takt við skoðanakannanir er ljóst að skipt verður um kúrs í mörgum málum og þá ekki síst þegar kemur að sköttum. Reynslan frá árum „norrænu velferðarstjórnarinnar“ 2009-2013 gefur til kynna hvert verður stefnt. Yfirlýsingar forráðamanna vinstri flokkanna á síðustu misserum benda til að skattastefna frá tíma Vinstri grænna og Samfylkingar, verði tekin upp að nýju.

Ef lýsa á skattastefnu vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, er best að leita í smiðju Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna:

Ef það hreyfist skattleggðu það. Ef það heldur áfram að hreyfast, settu lög. Ef það stoppar, settu það á ríkisstyrk.

Hér er ítarleg grein um skatta eftir Óla Björn Kárason sem birtist í sumarhefti Þjóðmála:

Nú ættu allir að hafa áhyggjur

 

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :