Gríma alræðisstjórnar fellur

Gríma alræðisstjórnar fellur

Þolinmæði kínversku þjóðarinnar gagnvart hörðum sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda í baráttu við Covid-19, virðist á þrotum. Eftir tæp þrjú ár af lokunum sem fylgt hefur verið eftir af hörku af lögreglu, þar sem heilu borgirnar eru settar í sóttkví, er mælirinn loksins fullur. Mótmælin sem brotist hafa út síðustu daga eru líklega mesta áskorun sem Xi Jinping forseti hefur staðið frammi fyrir frá því að hann komst til valda árið 2012.

Leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins hafa alltaf mætt andófi af mikilli hörku. Brotið mótmæli á bak aftur af grimmd alræðisherra.

Því miður er líklegt að vestræn stjórnvöld þegi þunnu hljóði þegar mótmæli verða barin niður af þeirri grimmd sem talin er nauðsynleg. Efnahagslegir hagsmunir sem eru undir ráða of miklu. Stjórnvöld á Vesturlöndum tipla á tánum í kringum ráðamenn í Peking – minnast kurteislega á mannréttindabrot kommúnista en aðeins þó þannig að það komi ofbeldisstjórninni ekki illa.

Og eftir því sem mikilvægi Kína í alþjóðlegu efnahagslífi eykst hefur ritskoðun kommúnistaflokksins yfir landamæri orðið auðveldari, skilvirkari og áhrifameiri. 

Alltaf til hægri er á öllum helstu hlaðvarpsveitum svo sem:

Podbean

Spotify

Apple Podcast

Stitcher

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :