Frelsi gegn forræðishyggju

Frelsi gegn forræðishyggju

Fjöl­menn­asti lands­fund­ur í sögu Sjálf­stæðis­flokks­ins er að baki. Fund­inn sótti sjálf­stæðis­fólk alls staðar að af land­inu, ungt fólk og eldri borg­ar­ar, sjó­menn og bænd­ur, kenn­ar­ar og lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræðing­ar og lög­fræðing­ar, op­in­ber­ir starfs­menn og at­vinnu­rek­end­ur, verka­fólk og viðskipta­fræðing­ar, iðnaðar­menn og lög­reglu­menn, lista­menn og frum­kvöðlar. Á fund­in­um tóku hönd­um sam­an lands­byggðarfólk og þétt­býl­ing­ar, fólk úr öll­um stétt­um, við að móta stefnu öfl­ug­asta stjórn­mála­afls lands­ins. All­ir standa jafn­ir og eiga sömu mögu­leika á að setja mark sitt á stefn­una í ein­stök­um mál­um. Sam­keppni hug­mynda er lif­andi.

Eng­inn ís­lensk­ur stjórn­mála­flokk­ur býr yfir meiri breidd en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og eng­inn stjórn­mála­flokk­ur hef­ur burði til að búa til far­veg fyr­ir al­menna flokks­fé­laga til að hafa áhrif á og móta stefnu og störf flokks­ins. Tryggvi Hjalta­son seg­ir í færslu á Face­book að skemmti­leg­ast við lands­fund sé að all­ir geti „farið í hvaða mál­efna­nefnd sem er og tekið þátt í að móta stefnu flokks­ins. Maður get­ur í raun lagt fram hvaða til­lögu sem er, hversu klikkuð sem hún kann að vera, og hún er svo rök­rædd og leidd til at­kvæða.“ Tryggvi hef­ur verið óþreyt­andi við að vekja at­hygli á þeim vanda sem dreng­ir glíma við. Sér­stök mál­stofa var hald­in á lands­fundi um mál­efni drengja og var fullt út úr dyr­um. Að frum­kvæði hans tók stjórn­mála­álykt­un fund­ar­ins sér­stak­lega á mál­inu:

„Íslenskt sam­fé­lag bygg­ist á fjöl­breytt­um og vel menntuðum mannauði. Hátt mennt­un­arstig styrk­ir fram­leiðni og eyk­ur lífs­gæði. Fjár­fest­ing sam­fé­lags­ins í mennt­un er fjár­fest­ing í framtíðinni. Jöfn tæki­færi eru best tryggð með jöfnu aðgengi að fjöl­breyttri og góðri mennt­un á öll­um mennta­stig­um. Áskor­an­ir drengja í ís­lensku mennta­kerfi eru mikl­ar. Áríðandi er að skapa þær aðstæður að öll börn geti blómstrað í um­hverfi sem stuðlar að vellíðan og þau finni til­gang í námi.“

Hug­mynda­fræðin er hreyfiaflið

Eðli­lega bar lands­fund­ur­inn þess merki að tveir öfl­ug­ir stjórn­mála­menn tók­ust á um stól for­manns. En jafn­vel þótt sú bar­átta væri á stund­um hörð kom hún ekki niður á mál­efn­a­starf­inu. Áhyggj­ur mín­ar voru þvert á móti ástæðulaus­ar. Lif­andi umræða og rök­ræður ein­kenndu all­ar mál­efna­nefnd­ir. Tek­ist var á um ein­stök mál en að lok­um kom­ist að sam­eig­in­legri niður­stöðu. Auk mál­efna­nefnda voru haldn­ar mál­stof­ur um fé­laga­frelsi, vanda drengja, ut­an­rík­is­mál, fíkni­efna­mál, ný­sköp­un og hægri lausn­ir í lofts­lags­mál­um. Ég held að aldrei hafi hug­mynda­fræði fengið að blómstra bet­ur en um liðna helgi. Grósk­an í hug­mynda­fræði Sjálf­stæðis­flokks­ins var áþreif­an­leg um liðna helgi – hug­mynda­fræði sem er hreyfiafl flokks­ins til frek­ari sókn­ar.

Yf­ir­skrift lands­fund­ar­ins var ein­föld og enduróm­ar hug­sjón sem sam­ein­ar allt sjálf­stæðis­fólk: Frelsi.

Stjórn­mála­álykt­un fund­ar­ins hefst á þess­um orðum:

„Frelsi og ábyrgð ein­stak­lings­ins, mann­rétt­indi og jafn­ræði eru horn­stein­ar stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Jöfn tæki­færi, mennt­un og fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­linga eru und­ir­stöður jafn­rétt­is og góðra lífs­kjara. Jafn­rétti bygg­ist á frelsi ein­stak­lings­ins. Með jafn­rétti er lagður grunn­ur að vel­ferð ein­stak­lings­ins, fjöl­skyld­unn­ar og at­vinnu­lífs­ins og þar með sam­fé­lags­ins alls. At­vinnu­frelsi og eign­ar­rétt­ur eru órjúf­an­leg­ur hluti frjáls sam­fé­lags og for­senda þess að Ísland sé land jafnra tæki­færa.“

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn berst fyr­ir því að hver og einn fái að vera eins og hann er. Hafi frelsi til að haga lífi sínu eins og hann kýs, án þess að ganga á rétt annarra. Fái að rækta hæfi­leika sína á eig­in for­send­um og njóta eig­in dugnaðar. Sjálf­stæðis­fólk bygg­ir á trúnni á frelsi, fram­taki, áræði og ábyrgð ein­stak­ling­anna og umb­urðarlyndi gagn­vart ólík­um lífsviðhorf­um og lífs­hátt­um. Á þess­um grunni var allt mál­efn­astarf og hug­sjón­astarf lands­fund­ar­ins.

Á landsfundi var barátta fyrir hugmyndum í forgangi þrátt fyrir átök um formannsstólinn.

Sterk for­ysta

Á lands­fundi var bar­átta fyr­ir hug­mynd­um í for­gangi þrátt fyr­ir átök um for­manns­stól­inn. Sjálf­stæðis­fólk und­ir­strikaði að varðstaðan um rétt­indi ein­stak­linga er dyggð sem ekki verður staðin með því að setja hug­sjón­ir út í horn eða eiga huggu­leg­ar sam­ræður við póli­tíska and­stæðinga um tækni­leg­ar út­færsl­ur. Hug­mynda­bar­átt­an verður á for­send­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, ekki á for­send­um póli­tískra and­stæðinga. Frelsi gegn for­ræðis­hyggju. Ein­stak­ling­ur­inn gegn tekn­ó­kröt­um.

Póli­tísk staða Bjarna Bene­dikts­son­ar er sterk að lokn­um lands­fundi. Að baki hon­um eru þúsund­ir sjálf­stæðismanna um allt land og við hlið hans standa Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir vara­formaður og Vil­hjálm­ur Árna­son rit­ari. Þau koma af lands­fundi með skot­færa­k­ist­urn­ar troðfull­ar. Verk­efna­list­inn sem sjálf­stæðis­fólk tók sam­an og ætl­ast til að kjörn­ir full­trú­ar á þingi og í sveit­ar­stjórn­um fylgi eft­ir ligg­ur fyr­ir.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur ein­stakt tæki­færi til að treysta enn frek­ar stöðu sína sem stjórn­mála­afl þar sem kraft­mikið einkafram­tak, tak­mörkuð rík­is­af­skipti, sjálf­stæði ein­stak­lings­ins og öfl­ug vel­ferðarþjón­usta eru samof­in í órofa heild. Ein­beitt for­ysta, grósku­mik­il hug­mynda­fræði og kraft­mikið sjálf­stæðis­fólk um allt land skapa ný sókn­ar­færi.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :