Málfundaæfingar í þingsal

Málfundaæfingar í þingsal

Yf­ir­bragð þingstarfa síðustu vik­ur hef­ur í besta falli verið sér­kenni­legt og lík­lega ekki til þess fallið að auka traust eða virðingu þings­ins. Í yf­ir­stand­andi mánuði hafa þing­menn stjórn­arn­and­stöðunn­ar talið nauðsyn­legt að taka nokk­ur hundruð sinn­um til máls vegna fund­ar­stjórn­ar for­seta – ekki til að ræða um form líkt og þingsköp mæla fyr­ir held­ur um efni máls. Og þeir hafa verið dug­leg­ir að spjalla við hvern ann­an í andsvör­um, milli þess sem þeir end­ur­taka efn­is­lega ræður hvers ann­ars í umræðum um þing­mál sem vissu­lega skipta land og þjóð mis­jafn­lega miklu.

Þing­haldið allt er því í hæga­gangi. Tug­ir stjórn­ar­mála bíða umræðu. Mörg hafa verið á dag­skrá þings­ins dög­um sam­an án þess að ráðherr­ar hafi fengið tæki­færi til að mæla fyr­ir þeim. Efn­is­leg umræða fer ekki fram, frum­vörp og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur kom­ast ekki til nefnda og því ekki send út til um­sagn­ar. Mis­jafn­lega merki­leg­ar mál­fundaæf­ing­ar í þingsal halda hins veg­ar áfram.

Beitt vopn

Í hug­um flestra stjórn­arþing­manna hef­ur stjórn­ar­andstaðan stundað skipu­lagt málþóf síðustu vik­ur að því er virðist í þeim eina til­gangi að hindra fram­gang stjórn­ar­mála sem njóta stuðnings meiri hluta þings­ins. Um það hvort málþófi sé beitt eða ekki, dæma þau best sem standa utan þings og hafa haft tæki­færi til að fylgj­ast með störf­um og mál­flutn­ingi þing­manna.

En kannski er það auka­atriði hvort nú standi yfir málþóf á þingi eða ekki. Ég hef lengi verið sann­færður um að málþóf sé óaðskilj­an­leg­ur hluti þing­ræðis. Oft á stjórn­ar­andstaða ekki önn­ur úrræði til að hafa áhrif á gang mála og/​eða koma í veg fyr­ir að rík­is­stjórn og meiri hluti þings­ins nái fram óþurfta­mál­um. Til­raun vinstri stjórn­ar­inn­ar 2009 til 2013 til að þjóðnýta skuld­ir einka­banka og leggja þær á herðar skatt­greiðenda, var hrundið vegna harðar stjórn­ar­and­stöðu sem var sökuð um að beita málþófi. Ekk­ert málþóf hef­ur skilað ís­lensk­um al­menn­ingi meiri ár­angri. Hefði til­raun rík­is­stjórn­ar­inn­ar tek­ist væri ís­lenskt launa­fólk enn að bogna und­an þung­um klyfj­um.

Málþóf get­ur verið beitt vopn sem er ekki aðeins rétt­læt­an­legt að nota held­ur er bein­lín­is skylda stjórn­ar­and­stöðu að beita. En vopnið er vandmeðfarið og það er auðvelt að mis­nota það. Sú hætta er alltaf fyr­ir hendi að það snú­ist í hönd­un­um á þeim sem því beita. Þegar málþóf snýst ekki um grund­vall­ar­atriði en er aðeins til­raun til að leggja steina í göt­ur sem flestra stjórn­ar­mála, er lík­legra en hitt að málsþófs­menn­irn­ir standi særðir eft­ir, en þeir er særa átti, ósærðir og sterk­ari en áður.

(Það er svo kó­mískt að þeir þing­menn sem hæst tala um nauðsyn þess að þingið til­einki sér „ný“ vinnu­brögð, eigi sam­tal um ólík­ar skoðanir og betra sam­starf, eru at­kvæðamest­ir í mál­fundaæf­ing­um og ófeimn­ir við að nýta sér rétt­inn til málþófs.)

Leiða má lík­ur að því að stjórn­ar­andstaðan hafi sann­fært sjálfa sig um að hægt sé að vinna póli­tíska land­vinn­inga með því koma í veg fyr­ir þing­lega meðferð stjórn­ar­mála. Hún, eins og raun­ar flest­ir stjórn­arþing­menn, ráðherr­ar og fjöl­miðlar, eru fast­ir í þeim mis­skiln­ingi að gæði þingstarfa verði aðeins mæld með fjölda laga­frum­varpa og til­lagna sem af­greidd eru á hverj­um þing­vetri; hversu mörg þing­mál eru lögð fram, hversu marg­ar fyr­ir­spurn­ir og skýrslu­beiðnir.

Him­inn og jörð far­ast ekki

Eft­ir að Alþingi lauk störf­um í júní á síðasta ári skrifaði ég meðal ann­ars á þess­um stað:

„Ég hef í gegn­um árin verið gagn­rýn­inn á þann mæli­kv­arða sem flest­ir styðjast við þegar mat er lagt á þing­hald, frammistöðu ráðherra og þing­manna. Fjöldi af­greiddra mála – laga­frum­varpa og þings­álykt­un­ar­til­lagna – seg­ir lítið sem ekk­ert um gæði og störf lög­gjaf­ans. Raun­ar er hægt að færa rök fyr­ir því að eft­ir því sem meira er af­greitt því verra sé það fyr­ir al­menn­ing og fyr­ir­tæk­in. Lífið verður flókn­ara og oft­ar en ekki þyngj­ast byrðarn­ar.“

Síðar í sömu grein kom fram að ég hefði oft ít­rekað „við fé­laga mína í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins og einnig við nokkra sam­verka­menn í stjórn­ar­liðinu að sum mál – frum­vörp rík­is­stjórn­ar og þing­manna væru ein­fald­lega þannig að hvorki him­inn né jörð myndi far­ast þótt þau dagaði uppi og yrðu ekki af­greidd. Raun­ar væru nokk­ur sem aldrei mætti samþykkja.“

Þegar þetta er skrifað eru sex þing­vik­ur eft­ir af yf­ir­stand­andi lög­gjaf­arþingi. Öllum sem þekkja er ljóst að ekki verður unnt að af­greiða mörg mál á þeim tíma – ekki einu sinni þau sem til fram­fara horfa – jafn­vel þótt hið ólík­lega ger­ist að all­ir bretti upp erm­ar. Í upp­hafi kjör­tíma­bils er það langt í frá slæmt fyr­ir rík­is­stjórn. Oft­ar en ekki eru þol­in­mæði og út­hald mestu styrk­leik­ar stjórn­mála­manna.

Mál­fundaæf­ing­ar í þingsal halda sjálfsagt áfram næstu daga en til­gang­ur­inn er óljós nema sá einn að koma í veg fyr­ir þing­lega meðferð stjórn­ar­mála. Að þessu leyti minna æf­ing­arn­ar – málþófið – frem­ur á ómark­viss­an skæru­hernað en bar­áttu fyr­ir ákveðnum mál­efn­um. Telji stjórn­ar­andstaðan hags­mun­um sín­um sé best þjónað með þeim hætti er lítið við því að segja. Bit­ur­leiki vegna úr­slita kosn­inga á liðnu hausti rek­ur ein­hverja áfram í mál­fundaæf­ing­un­um. Yf­ir­bragð Alþing­is verður þá óbreytt frá því sem verið hef­ur síðustu vik­urn­ar.

En kannski leiðrétt­ist vit­laus mæli­kv­arði á gæði þingstarfa ör­lítið þegar þingi verður slitið í júní næst­kom­andi.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :