Martröð frá tímum systranna Óstjórnar og Ofstjórnar

Martröð frá tímum systranna Óstjórnar og Ofstjórnar

Það var lít­il birta yfir ís­lensk­um efna­hags­mál­um í upp­hafi ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. Bar­ist var við krón­íska verðbólgu og er­lenda skulda­söfn­un. Útflutn­ings- og sam­keppn­is­grein­ar voru rekn­ar með mikl­um halla, enda hækkaði fram­leiðslu­kostnaður langt um­fram það sem gerðist í helstu viðskipta­lönd­um. Kjara­bæt­ur launa­fólks brunnu upp á báli verðbólgu og skuld­ir hækkuðu. Helsta stjórn­tæki í efna­hags­mál­um var geng­is­skrán­ing ís­lensku krón­unn­ar, sem var ákveðin af rík­is­stjórn en ekki Seðlabanka.

Stefn­an í pen­inga­mál­um tók mið af af­komu sjáv­ar­út­vegs – mik­il­væg­ustu at­vinnu­grein lands­manna. Væri hann rek­inn með tapi var gengið fellt til að koma hon­um upp fyr­ir núllið. Auðlind­um sjáv­ar var sóað og sókn­ar­kerfi og póli­tísk miðstýr­ing leiddi til offjár­fest­ing­ar. Lít­ill sem eng­inn hvati var til hagræðing­ar, auk­inn­ar vöruþró­un­ar eða áhættu­dreif­ing­ar. Spek­úl­ant­ar töldu að eina færa leiðin til að spá fyr­ir um framtíðina – gengi ís­lensku krón­unn­ar – væri að fylgj­ast með fund­um og yf­ir­lýs­ing­um Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna. Fjár­mála­kerfið var í helj­ar­greip­um op­in­berra af­skipta enda að stærst­um hluta í rík­is­eigu og und­ir póli­tískri stjórn.

Fyr­ir daga kvóta­kerf­is­ins (1984) og framsals (1990) var helsta mark­mið stjórn­valda að tryggja að út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki næðu að skrimta í kring­um núllið. Með milli­færsl­um og geng­is­fell­ing­um var und­ir­stöðuat­vinnu­vegi haldið við hung­ur­mörk­in. Íslenskt efna­hags­líf var gegn­sýrt af milli­færsl­um og póli­tísk­um af­skipt­um til að standa und­ir óhag­kvæm­um, óarðbær­um og ósjálf­bær­um sjáv­ar­út­vegi. Fisk­verð var ákveðið af op­in­berri verðlags­nefnd, olía fiski­skipa var niður­greidd, sér­stök afurðalán voru veitt. Starf­rækt­ur var úr­eld­ing­ar­sjóður fiski­skipa til að gera út­gerðinni kleift að leggja skip­um enda höfðu sókn­ar­kerfið og op­in­ber af­skipti ýtt und­ir offjár­fest­ingu. Fram­kvæmda­stofn­un rík­is­ins var ætlað að hlaupa und­ir bagga með sér­stakri fjár­hagsaðstoð við út­gerðarfyr­ir­tæki, ekki síst bæj­ar­út­gerðir, sem voru á barmi gjaldþrots. Veik­b­urða sveit­ar­sjóðir héldu bæj­ar­út­gerðum á lífi og það dró úr mögu­leik­um þeirra til að sinna nauðsyn­legri þjón­ustu við íbú­ana. Um lang­an tíma var fyr­ir­tækj­um haldið uppi með nei­kvæðum vöxt­um á kostnað annarra fyr­ir­tækja og launa­fólks.

Veru­leiki launa­fólks: Geng­is­fell­ing

Veru­leiki ís­lensks at­vinnu­lífs en ekki síður launa­fólks var í sjálfu sér ein­fald­ur; geng­is­fell­ing, geng­is­sig og gengisaðlög­un. Á sex árum frá 1980 féll krón­an um nær 600% gagn­vart doll­ar. Árin 1980, 1981 og 1982 var verðbólga alltaf yfir 50% og árið 1983 hækkaði verðlag um 84% og fór upp fyr­ir 100% á tíma­bili. Í nóv­em­ber 1980 kostaði mjólk­ur­lítr­inn fjór­ar krón­ur. Í sama mánuði 1985 var verðið 33 krón­ur – meira en átt­föld­un verðs. Fimm árum síðar hafði verðið hækkað í 65 krón­ur sem er rúm­lega 16-föld­un á ára­tug. Bens­ín var ell­efu sinn­um dýr­ara, líkt og raf­magn, egg 15 sinn­um og ís­lenskt brenni­vín rúm­lega 14 sinn­um dýr­ara. Frá 1980 til 1990 meira en 18-faldaðist verðlag á Íslandi.

Í ág­úst 1982 var gjald­eyr­is­deild­um bank­anna lokað í átta daga og gengi krón­unn­ar ekki skráð í 12 daga. Aðeins feng­ust „nauðsyn­leg­ar yf­ir­færsl­ur“ og þá gegn því að viðkom­andi greiddi 18% auka­gjald, sem yrði gert upp þegar búið væri að skrá „nýtt gengi“. Rík­is­stjórn­in greip til víðtækra efna­hags­ráðstaf­ana og setti bráðabirgðalög. Gengið fellt um 13% og helm­ing­ur um­sam­inna verðbóta á laun skor­inn af. Inn­flutn­ing­ur skipa var stöðvaður og ákveðið að geng­is­mun­ur sem kynni að mynd­ast „vegna sölu á út­flutt­um sjáv­ar­af­urðum skuli lagður inn á sér­stak­an geng­is­mun­ar­sjóð“ sem yrði varið til að styrkja sjáv­ar­út­veg­inn. Draga skyldi úr inn­flutn­ingi meðal ann­ars með því að „tak­marka lán til vöru­kaupa og kaupa á vél­um og tækj­um“. Til að milda höggið taldi rík­is­stjórn­in rétt að taka upp sér­stak­ar lág­launa­bæt­ur.

„Bjart­sýnn“ á 50% verðbólgu

Þáver­andi fjár­málaráðherra sagði efna­hagsaðgerðirn­ar vera með öðrum hætti en stund­um áður þar sem um væri að ræða „sam­ræmda lækk­un verðbólgu“ sem „marg­ir aðilar taka þátt í, ekki bara launa­menn, held­ur bænd­ur, sjó­menn, út­gerðar­menn og versl­un­in“. Þannig væri byrðunum dreift vítt og breitt. Ráðherr­ann var nokkuð bjart­sýnn á að með aðgerðunum væri hægt að halda verðbólgu í kring­um 50% en hún stefndi að óbreyttu í 80-90% á nýju ári! Þetta gekk ekki eft­ir.

Með réttu má halda því fram að ís­lenskt efna­hags­líf hafi verið komið að fót­um fram. Und­ir­stöðuat­vinnu­grein­in var þur­fa­ling­ur. Rekst­ur­inn herfi­leg­ur svo ekki séu notuð sterk­ari orð. Árið 1982 var 40% ta­prekst­ur af út­gerðinni, 13% tap árið 1983 og 19% tap árið 1984.

Dr. Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri bend­ir á í grein sem birt­ist í Þjóðmál­um árið 2016 að eft­ir að verðtrygg­ingu var komið á árið 1979 hafi farið að þrengja að mörg­um skuld­sett­um fyr­ir­tækj­um. Hrun þorsk­stofns­ins árið 1989 hafi verið gríðarlegt áfall – út­gerðin á leiðinni á haus­inn og gæti dregið banka­kerfið niður með sér. Ní­undi ára­tug­ur­inn endaði því á um­fangs­mik­illi björg­un­araðgerð fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn sem miðaði öðrum þræði að því að bjarga banka­kerf­inu sjálfu. Ásgeir seg­ir að þá hafi orðið sú mik­il­væga breyt­ing að afla­heim­ild­ir urðu fram­selj­an­leg­ar árið 1990 og það hafi skapað grunn fyr­ir hagræðingu í grein­inni – hag­kvæm­ari fyr­ir­tæki keyptu út þau lak­ari. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in stækkuðu sam­hliða því sem skotið hafi verið stoðum und­ir mörg lít­il og sér­hæfð fyr­ir­tæki. Hagræðing­in, sem var lífs­nauðsyn­leg, var hins veg­ar ekki án sárs­auka.

Með kvóta­kerf­inu og fram­selj­an­leg­um afla­heim­ild­um var hægt en ör­ugg­lega sagt skilið við kerfi sem var fjár­magnað með lak­ari lífs­kjör­um al­menn­ings. Við sner­um baki við gjaldþrota kerfi sem ætlað var að halda lífi í óhag­kvæm­um og ósjálf­bær­um sjáv­ar­út­vegi. Lok­un gjald­eyr­is­deilda er sem óljós minn­ing okk­ar sem eldri erum. Stöðugar geng­is­fell­ing­ar á kostnað launa­fólks eru mar­tröð þeirra tíma þegar syst­urn­ar Of­stjórn og Óstjórn réðu ríkj­um. Bæj­ar­út­gerðir heyra sög­unni til og íþyngja ekki sveit­ar­sjóðum.

Góður ágrein­ing­ur

Arðbær sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur orðið „upp­spretta helstu tækni­fram­fara og ný­sköp­un­ar í hinu ís­lenska hag­kerfi og sam­vinna fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, vís­inda­sam­fé­lags­ins og yf­ir­valda hef­ur verið mik­il og öfl­ug,“ seg­ir í ít­ar­legri skýrslu um stöðu og horf­ur í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi sem unn­in var af óháðum sér­fræðing­um og kom út á síðasta ári. Í skýrsl­unni er dreg­in fram skýr mynd af þeim ótrú­legu mögu­leik­um sem fyr­ir hendi eru á kom­andi árum, sé rétt á mál­um haldið. Fram­leiðslu­verðmæti sjáv­ar­út­vegs og tengdra greina var um 332 millj­arðar króna árið 2019 og gæti auk­ist í 615 millj­arða árið 2030.

Kvóta­kerfið hef­ur lagt grunn­inn að því að sjáv­ar­út­veg­ur greiðir hærri gjöld til rík­is­sjóðs en nokk­ur önn­ur at­vinnu­grein og er eina at­vinnu­grein­in sem þarf að bera sér­stök auðlinda­gjöld. Nú bíðum við ekki leng­ur eft­ir að gjald­eyr­is­deild­ir bank­anna séu opnaðar eða rík­is­stjórn taki ákvörðun um nýtt gengi krón­unn­ar til að halda út­gerð og fisk­vinnslu gang­andi. Við tök­umst á um hversu þung­ar álög­ur eigi að leggja á sjáv­ar­út­veg um­fram aðrar at­vinnu­grein­ar. Og að einu leyti er þessi ágrein­ing­ur góður. Hann er merki um hversu vel hef­ur tek­ist til við skipu­lag fisk­veiðistjórn­ar­kerf­is­ins, sem er fyr­ir­mynd annarra ríkja sem eru með sjáv­ar­út­veg í sam­bandi við op­in­ber­ar súr­efn­is­vél­ar.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :