Sterk staða heimilanna

Sterk staða heimilanna

Sum­um er það eðlis­lægt að draga upp svarta mynd af stöðu efna­hags­mála þvert á flesta hag­vísa. Aðrir hafa póli­tíska hags­muni af því að hanna leiktjöld efna­hags­legra þreng­inga til að fela góða stöðu. Svo eru þeir til sem ein­fald­lega trúa því að sam­fé­lagið glími við erfiðleika og að fram und­an séu þreng­ing­ar fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki. Þess vegna þurfi ríkið að grípa inn í – hækka rík­is­út­gjöld, auka milli­færsl­ur, niður­greiðslur og hækka skatta á fyr­ir­tæki ekki síst fjár­mála­fyr­ir­tæki og sjáv­ar­út­veg.

Gam­all fjandi okk­ar Íslend­inga hef­ur látið á sér kræla á síðustu mánuðum líkt og í flest­um öðrum lönd­um. Í janú­ar var verðbólga um 5,7%, svipuð og í Þýskalandi en tölu­vert lægri en í Banda­ríkj­un­um. Hækk­un hús­næðis­verðs skýr­ir tæp­lega helm­ing verðbólg­unn­ar hér á landi enda glímt við fram­boðsvanda, sem ekki verður leyst­ur með aukn­um milli­færsl­um, líkt og góðhjartaðir stjórn­mála­menn vilja telja sjálf­um sér og öðrum trú um.

Seðlabank­inn reikn­ar með að á kom­andi mánuðum verði verðbólga á svipuðum slóðum sem end­ur­spegl­ar meðal ann­ars „kröft­ugri efna­hags­bata inn­an­lands und­ir lok síðasta árs og þrálát­ari verðhækk­an­ir á hús­næðismarkaði,“ líkt og seg­ir í Pen­inga­mál­um en einnig hef­ur „alþjóðleg verðbólga verið meiri en gert var ráð fyr­ir, m.a. vegna hækk­un­ar olíu- og hrávöru­verðs“. Ljóst þykir að lengri tíma taki, en reiknað var með, að vinda ofan af „fram­boðshnökr­um vegna af­leiðinga far­sótt­ar­inn­ar þótt svo virðist sem flutn­ings­kostnaður hafi náð há­marki“.

Við þess­ar aðstæður kom það eng­um á óvart að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans tæki ákvörðun um að hækka meg­in­vexti á fundi sín­um 9. fe­brú­ar. Stýri­vext­ir eru nú 2,75%. Þrátt fyr­ir hækk­un vaxta eru þeir enn nei­kvæðir.

Sterk staða

Öllum má vera það ljóst að auk­in verðbólga og hærri vext­ir rýra kjör heim­ila að öðru óbreyttu. En það eitt og sér get­ur ekki rétt­lætt inn­grip rík­is­sjóðs til að létta róður­inn með milli­færsl­um og niður­greiðslum. Með því er bein­lín­is unnið gegn auknu aðhaldi pen­inga­stefn­unn­ar og dregið úr virkni henn­ar til að hemja verðbólgu til lengri tíma. Eng­um er greiði gerður, allra síst launa­fólki.

Okk­ur Íslend­ing­um hef­ur tek­ist að sigla bet­ur í gegn­um þreng­ing­ar heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar en flest­um öðrum þjóðum. Áætlað er að hag­vöxt­ur á síðasta ári hafi verið 4,9% og að vöxt­ur efna­hags­lífs­ins verði 4,8% á þessu ári. Á fjórða árs­fjórðungi 2020 hækkaði launa­vísi­tal­an um 7,5% milli ára og út­lit er fyr­ir að launa­hækk­an­ir vegna hag­vaxt­ar­auka kjara­samn­inga verði meiri í ár en áður var reiknað með. Á fyrstu þrem­ur árs­fjórðung­um síðasta árs voru ráðstöf­un­ar­tekj­ur á mann 11% hærri en á sama tíma 2019. Að teknu til­liti til verðbólgu jókst kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna á mann um 3%, þrátt fyr­ir heims­far­ald­ur­inn.

Í sögu­legu sam­hengi eru skuld­ir heim­il­anna lág­ar, þótt þær séu lít­il­lega hærri en fyr­ir far­ald­ur­inn. Sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu eru skuld­ir ís­lenskra heim­ila þær lægstu á Norður­lönd­un­um, eða 85% á móti 95% til 115%, eins og sést á meðfylgj­andi línu­riti. Hið sama á við um hlut­fall skulda af ráðstöf­un­ar­tekj­um. Hér eru hlut­fallið um 154% en allt að 215% í Dan­mörku og 206% í Nor­egi.

Vaxta­gjöld vegna íbúðalána hafa farið stöðugt lækk­andi á und­an­förn­um árum í hlut­falli af ráðstöf­un­ar­tekj­um. Þar ræður mestu tvennt; lægri vext­ir og hærri ráðstöf­un­ar­tekj­ur. Árið 2020 var hlut­fallið 4,8% en til sam­an­b­urðar má nefna að árið 2010 var hlut­fallið 7,9%.

Greiðslu­byrði nýrra íbúðalána hef­ur verið að meðaltali um 19% af ráðstöf­un­ar­tekj­um í far­aldr­in­um. Í upp­hafi árs 2020 var greiðslu­byrðin um 22%. Sem sagt: Greiðslu­byrðin er tölu­vert und­ir þeim viðmiðun­ar­regl­um sem Seðlabank­inn setti á liðnu ári en sam­kvæmt þeim skal al­mennt há­mark greiðslu­byrði vera 35% en allt að 40% hjá þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Óhjá­kvæmi­legt er að hækk­un vaxta sam­fara verðbólgu leiði til þess að greiðslu­byrðin þyng­ist og verði að lík­ind­um næstu mánuði a.m.k. svipuð og fyr­ir far­ald­ur­inn. En langt und­ir regl­um Seðlabank­ans.

65% hækk­un eig­in fjár

Í ít­ar­legri út­tekt Páls Kol­beins á niður­stöðum álagn­ing­ar ein­stak­linga 2021 (vegna árs­ins 2020) kem­ur fram að heild­ar­eign­ir lands­manna voru metn­ar á nær 8.104 millj­arða króna í árs­lok 2020 og juk­ust um 275 millj­arða á milli ára. Páll bend­ir á að á ár­un­um 2015-2020 juk­ust fram­tald­ar eign­ir lands­manna um 2.598 millj­arða eða 47,2%, sem jafn­gild­ir átta pró­senta ár­legri ávöxt­un. Á sama hækkuðu skuld­irn­ar liðlega 371 millj­arð eða um 17,7%. Eigið fé jókst því um 2.227 millj­arða. Hækk­un­in er hvorki meiri né minni en liðlega 65%. (Í þessu sam­bandi er vert að hafa í huga að raun­v­irði (markaðsverðmæti) eigna er yf­ir­leitt hærra en verðmat í skatt­fram­tali og á það við um fast­eign­ir og ýms­ar aðrar eign­ir, s.s. hluta­bréf).

Skuld­setn­ing heim­il­anna hef­ur hríðlækkað á und­an­förn­um árum, þótt það hafi hækkað lít­il­lega á milli ár­anna 2019 og 2020. Í út­tekt Páls, sem birt­ist í Tí­und – tíma­riti Skatts­ins – kem­ur fram að um 30,5% eigna lands­manna var í skuld í lok árs 2020, sem er hálfu pró­sentu­stigi meira en ári áður. Í botni fjár­málakrepp­unn­ar var skulda­hlut­fallið 55,2% árið 2010. Á hverju ein­asta ári eft­ir það hef­ur hlut­fallið lækkað (fyr­ir utan 0,5%-stiga hækk­un 2020) og hef­ur ekki verið lægra síðan í árs­lok 1994 en þá voru skuld­ir 22,4% af eign­um.

Staða heim­il­anna er því sterk á flesta mæli­kv­arða. Eigið fé er hátt, ráðstöf­un­ar­tekj­ur hafa hækkað og kaup­mátt­ur ekki verið meiri. Van­skil hafa ekki auk­ist og ef und­an eru skil­in lán í fryst­ingu var hlut­fall lána heim­il­anna sem er í van­skil­um lægra í sept­em­ber síðastliðnum en fyr­ir veiru­fjand­ann. Dregið hef­ur veru­lega úr at­vinnu­leysi og er orðið svipað og fyr­ir far­ald­ur­inn. Sam­kvæmt starfa­skrán­ingu Hag­stof­unn­ar má áætla að 5.400 störf hafi verið laus á fjórða árs­fjórðungi síðasta árs. Að mati Seðlabank­ans er því slak­inn sem myndaðist af völd­um far­ald­urs­ins horf­inn.

All­ar þess­ar töl­ur breyta því ekki að bú­ast má við tölu­verðum búsifj­um ein­hverra heim­ila vegna verðbólgu og vaxta­hækk­ana. Lík­legt er að ekki verði línu­legt sam­hengi á milli tekna og hugs­an­legra greiðslu­erfiðleika. Það er hluti af hefðbund­inni starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja og líf­eyr­is­sjóða að vinna með lán­tök­um að end­ur­skipu­lagn­ingu í sam­ræmi við breytt­ar for­send­ur.

Það vit­laus­asta er hins veg­ar að ríkið grípi til um­fangs­mik­illa aðgerða til að greiða niður vexti eða fari í flókn­ar milli­færsl­ur. Hætt­an er sú að þá sé aðeins pissað í skó­inn. Und­ir­liggj­andi vandi á hús­næðismarkaði stend­ur óleyst­ur – fram­boð hef­ur ekki mætt eft­ir­spurn. Um lausn þess vanda verður ör­ugg­lega tek­ist á í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga í maí.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :