Orð og ummæli eldast misvel

Orð og ummæli eldast misvel

Yf­ir­leitt fenn­ir fljótt yfir um­mæli stjórn­mála­manna og álits­gjafa – þau stand­ast illa tím­ans tönn. Orðin eru aðeins til stund­ar­brúks til að vekja at­hygli á viðkom­andi í þeirri von að kom­ast í nokkr­ar sek­únd­ur í kvöld­frétt­ir ljósvakamiðla eða fá fyr­ir­sögn og mynd í prent- og net­miðlum. Dag­inn eft­ir er allt gleymt og flest­um sama hvað sagt var. Stór­yrðin ristu ekki djúpt. Dæg­urþras þjóðmá­laum­ræðunn­ar skipt­ir litlu um dag­legt líf al­menn­ings, af­komu og lífs­kjör.

Í löng­un til að öðlast 15 mín­út­urn­ar hans An­dys War­hols er gripið til inni­halds­lausra frasa enda hent­ar fátt bet­ur þeim sem forðast hug­mynda­fræðileg átök. Formal­ismi og tekn­ó­krat­ismi taka völd­in þar sem öllu er hrært vel sam­an í einn graut með upp­hróp­un­um og gíf­ur­yrðum. Fjöl­miðlar spila und­ir. Hug­mynda­fræði verður und­ir, orð missa merk­ingu eða snú­ast upp í and­hverfu sína. Frjáls­lyndi er eitt dæmi.

Ekki eru mörg ár síðan trú­in á ein­stak­ling­inn og sann­fær­ing­in um að okk­ur öll­um vegni best þegar við erum frjáls til orðs og at­hafna, án þess að valda öðrum skaða, var kennd við frjáls­lyndi. Hug­mynda­fræðin var hvort tveggja skýr og ein­föld: Ríkið er tæki borg­ar­anna en ekki verk­færi fá­menn­ar valda­stétt­ar. En nú kenna flest­ir sig við frjáls­lyndi í viðleitni til að skreyta sig fal­leg­um og já­kvæðum orðum. Stjórn­mála­menn, álits­gjaf­ar og fræðimenn sem eru sann­færðir um að ríkið sé upp­haf og end­ir lausna allra vanda­mála kenna sig við frjáls­lyndi. Við sem berj­umst fyr­ir tak­mörkuðum rík­is­af­skipt­um og vilj­um standa vörð um at­hafna­frelsi ein­stak­lings­ins (jafn­vel í heims­far­aldri) erum í besta falli sögð full­trú­ar íhalds­semi og gam­alla tíma. Und­ir regn­hlíf (ný)-frjáls­lynd­is sam­tím­ans hafa safn­ast sam­an tals­menn op­in­berra af­skipta – rík­is­rekstr­arsinn­ar, formal­ist­ar og sann­trúaðir „verk­fræðing­ar“ sem telja sam­fé­lagi best stjórnað með reiknilíkön­um og töflu­reikn­um.

Ódýr orð og óþægi­legt suð

Ég hef haldið því fram á þess­um stað að átök milli stjórn­mála­manna og -flokka séu ekki aðeins eðli­leg held­ur nauðsyn­leg. Skoðana­skipti – jafn­vel hörð – og hug­mynda­fræðileg átök eru óaðskilj­an­leg­ur hluti af lýðræðinu.

Í and­rúms­lofti þar sem frægðin í 15 mín­út­ur veg­ur þyngra en inni­haldið verða orðin ódýr – líkt og óþægi­legt suð í eyr­um kjós­enda. Orðræðan mynd­ar ekki far­veg fyr­ir traust á stjórn­mál­um eða helstu stofn­un­um sam­fé­lags­ins. Þar leika fjöl­miðlung­ar og álits­gjaf­ar stórt hlut­verk en mestu ábyrgðina ber­um við stjórn­mála­menn­irn­ir, sem eig­um þó meira und­ir en flest­ir aðrir að njóta trausts fólks­ins í land­inu, lík og Davíð Odds­son for­sæt­is­ráðherra benti á í ára­mótaræðu 2002: „En hinu er ekki að neita að sumt af því sem fyr­ir augu ber af vett­vangi stjórn­mál­anna er tæp­lega til þess fallið að vekja mönn­um traust. Furðu marg­ir segja hálfsatt eða ósatt og virðast ekki leiða hug­ann eina ör­skots­stund að heiðri sín­um og orðstír og það sem lak­ara er, eng­inn herm­ir fram­kom­una upp á viðkom­andi og ótrú­lega mörg­um virðist sama. Menn yppta öxl­um og láta kyrrt liggja. Slíkt kann að stand­ast um skamma hríð, en verður að þjóðarböli, þegar til lengd­ar læt­ur.“

Þessi ádrepa er jafn þörf í dag og fyr­ir tæp­um ára­tug.

Goðsagna­kennd helgi­mynd

Um­mæli eld­ast mis­jafn­lega. Sum halda gildi sínu í gegn­um tím­ann en önn­ur hefðu mátt vera ósögð.

„Íslenska þjóðríkið er þannig vaxið að það er ekki hollt fyr­ir það að vera í hönd­un­um á mjög fáum aðilum,“ sagði Davíð Odds­son í viðtali við frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins í ág­úst 1999. Rúm­um sex árum síðar lýsti Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti því yfir í viðtali við Daily Tel­egraph að ís­lenska „inn­rás­in í bresk fyr­ir­tæki“ myndi halda áfram. Nokkr­um mánuðum síðar sagði for­set­inn í fyr­ir­lestri að út­rás­in væri staðfest­ing á ein­stæðum ár­angri Íslend­inga og „byggð á hæfni og getu, þjálf­un og þroska sem ein­stak­ling­ar hafa hlotið og sam­taka­mætti sem löng­um hef­ur verið styrk­ur okk­ar Íslend­inga“.

Í orðræðunni breyt­ist merk­ing orða – þau eru her­tek­in með svipuðum hætti og frjáls­lyndi. Sum orð fá „nán­ast á sig goðsagna­kennda helgi­mynd, eins og orðið út­rás sem eng­inn þorir að vera á móti svo hann verði ekki sakaður um að vera úr takti, hafi ekki framtíðar­sýn eins og það heit­ir nú, og þekki ekki sinn vitj­un­ar­tíma“. Á morg­un­verðar­fundi Viðskiptaráðs í nóv­em­ber taldi Davíð Odds­son, þá seðlabanka­stjóri, nauðsyn­legt að setja út­rás ís­lenskra fyr­ir­tækja skyn­sam­leg mörk: „Sá óhófs­andi sem að nokkru hef­ur heltekið okk­ur má ekki ráða ferðinni til framtíðar.“

Gæfa hinna talandi stétta

All­ir sem taka til máls í ræðu eða riti verða að vera und­ir það bún­ir að tím­inn er harður dóm­ari. Það gild­ir jafnt um þann sem hér skrif­ar og aðra. Í hita leiks­ins er ým­is­legt sagt og mörgu lofað, líkt og for­sæt­is­ráðherra sem lýsti því yfir á Alþingi í fe­brú­ar 2009 að fjar­stæða væri að halda því fram að rík­is­stjórn­in ætlaði að hækka skatta. Flest­ir vita hvernig sú yf­ir­lýs­ing stóðst. Kannski hafa þau sem sátu við rík­is­stjórn­ar­borðið bara yppt öxl­um, látið sér fátt um orð for­sæt­is­ráðherr­ans finn­ast um leið og skatt­ar voru hækkaðir.

Og óneit­an­lega stand­ast orð um að „við ætl­um ekki að borga er­lend­ar skuld­ir óreiðumanna“ bet­ur dóm tím­ans en há­vær­ar upp­hróp­an­ir fræðimanna um að Ísland yrði Kúba norðurs­ins og myndi enda líkt og Norður-Kórea ef al­menn­ing­ur axlaði ekki Ices­a­ve-skuld­irn­ar. Sag­an hef­ur farið bet­ur með þá þing­menn sem börðust gegn Ices­a­ve-samn­ing­un­um en aðstoðarmann fjár­málaráðherra sem sakaði þá um „lít­ils­verðan sparðatín­ing“.

Kannski er það gæfa hinna talandi stétta – stjórn­mála­manna, fjöl­miðlunga, álits­gjafa og þeirra sem klæðast bún­ingi fræðimanna – að oft­ast fenn­ir yfir orð sem notuð eru til stund­ar­brúks. Að lokn­um kvöld­frétt­um hafa all­ir gleymt því sem sagt hef­ur verið.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :