Það liggur ekki lífið á

Það liggur ekki lífið á

For­menn þeirra þriggja flokka sem hafa starfað sam­an í rík­is­stjórn síðustu fjög­ur ár eru að sinna skyldu sinni með því að ræða sam­an og kom­ast að sam­eig­in­legri niður­stöðu um hvort raun­hæft og hyggi­legt sé að halda sam­starf­inu áfram. Allt í takt við það sem sagt var fyr­ir kosn­ing­ar og í sam­ræmi við niður­stöður kosn­ing­anna.

Þegar þetta er skrifað ligg­ur ekki fyr­ir hvort viðræðurn­ar skila ár­angri eða ekki. Katrín Jak­obs­dótt­ir nálgaðist verk­efnið með rétt­um hætti í sam­tali við frétta­stofu rík­is­ins síðasta mánu­dag. Ef sam­starf þess­ara þriggja ólíku flokka „á að vera far­sælt eins og það hef­ur verið þá skipt­ir öllu máli að vanda til verka og gefa sér tíma þegar lagt er af stað, þannig að við ger­um ráð fyr­ir ein­hverj­um vik­um í þetta ferli allt sam­an“.

Sem sagt: Það ligg­ur ekki lífið á.

Á meðan for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna gefa sér nauðsyn­leg­an tíma til að fara yfir mál­in eykst van­líðan vinstri smá­flokk­anna, sem eft­ir út­reið í kosn­ing­un­um horfa fram á eyðimerk­ur­göngu næstu árin. Pírat­ar bjóða stuðning við minni­hluta­stjórn og Sam­fylk­ing­in spil­ar und­ir.

Brú­ar­smíði

Fáum get­ur dulist að í mörg­um mál­um er langt á milli stjórn­ar­flokk­anna. Brú­ar­smíðin verður flók­in og krefst út­sjón­ar­semi og lagni smiðsins. Sá trúnaður og traust sem ríkt hef­ur á milli for­ystu­manna stjórn­ar­flokk­anna hjálp­ar.

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna var ég eins skýr og mér var unnt. Und­ir lok júní hélt ég því fram að ein for­senda þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tæki þátt í rík­is­stjórn væri að mál­efna­samn­ing­ur og verk­efni nýrr­ar rík­is­stjórn­ar „end­ur­spegli skiln­ing á sam­hengi skatta, rík­is­út­gjalda, hag­vaxt­ar og vel­sæld­ar. Að sam­keppn­is­hæfni þjóðar ráðist ekki síst af öfl­ug­um innviðum, hóf­semd í op­in­ber­um álög­um, greiðu aðgengi að er­lend­um mörkuðum, skil­virkni í stjórn­kerf­inu og hag­kvæm­um rík­is­rekstri“.

Ég tók einnig fram hið aug­ljósa: Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn geti ekki „tekið þátt í rík­is­stjórn sem held­ur áfram að rík­i­s­væða heil­brigðis­kerfið, kem­ur í veg fyr­ir samþætt­ingu og sam­vinnu sjálf­stætt starf­andi þjón­ustuaðila og hins op­in­bera – tek­ur hags­muni kerf­is­ins fram yfir hags­muni sjúkra­tryggðra (okk­ar allra) og und­ir­býr þannig jarðveg fyr­ir tvö­falt heil­brigðis­kerfi, sem er eit­ur í bein­um hvers sjálf­stæðismanns“.

Stór­kost­leg tæki­færi

Sé það ein­læg­ur ásetn­ing­ur stjórn­ar­flokk­anna að ná ár­angri í lofts­lags­mál­um og leggja grunn að orku­skipt­um verður að marka skýra stefnu um ork­u­nýt­ingu og orku­öfl­un – tryggja skyn­sam­lega, arðbæra og sjálf­bæra nýt­ingu orku­auðlinda. Í stjórn­arsátt­mála verður að koma fram staðfast­ur vilji rík­is­stjórn­ar að Ísland nýti þau stór­kost­legu tæki­færi sem geta verið í orku­mál­um.

Rík­is­stjórn sem ætl­ar að tjalda leng­ur en til einn­ar næt­ur verður að hafa skýra sýn á rík­is­fjár­mál­in og leggja fram trú­verðuga stefnu í því hvernig sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs verður best tryggð á kom­andi árum. Þar skipt­ir reglu­verkið miklu og sú staðreynd að skatt­byrði á Íslandi, sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu, er ein sú þyngsta í Evr­ópu að teknu til­liti til líf­eyr­is- og al­manna­trygg­inga. Sú stefna ræður mestu um hvort hægt verður að tryggja enn betri lífs­kjör hér á landi á kom­andi árum.

Þegar ekki er djúp­stæður ágrein­ing­ur um mál­efni milli flokka sem ætla að mynda sam­steypu­stjórn er yf­ir­leitt ekki ástæða til mik­illa mála­leng­inga í stefnu­yf­ir­lýs­ingu. Annað gild­ir um sam­starf þriggja ólíkra flokka. Áður en lagt er af stað í nýtt fjög­urra ára ferðalag er nauðsyn­legt að út­kljá flest ágrein­ings­mál­in því „margt mun verða á okk­ar vegi, sem við nú eig­um á enga von, og mundi þó ær­inn vandi við það að ráða, sem við þykj­umst sjá, að í vænd­um er“, svo vitnað sé til orða Ólafs Thors þegar hann kynnti mál­efna­samn­ing Ný­sköp­un­ar­stjórn­ar­inn­ar; sam­steypu­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Alþýðuflokks og Sósí­al­ista­flokks­ins, sem er sem fjar­skyld­ur forfaðir Vinstri-grænna.

Að end­ur­spegla þingstyrk

Hér verður ekki gert lítið úr því að jafn­vægi sé við fund­ar­borð rík­is­stjórn­ar sem end­ur­spegl­ar fylgi og þingstyrk flokk­anna. Upp­stokk­un stjórn­ar­ráðsins get­ur verið skyn­sam­leg, ekki síst með hliðsjón af áhersl­um í stjórn­arsátt­mála. Og það er oft hægt að hafa nokkra skemmt­un af sam­kvæm­is­leik fjöl­miðla um fjölda ráðherra­stóla og hverj­ir séu lík­leg­ir til að setj­ast við rík­is­stjórn­ar­borðið og þá í hvaða stól. Sam­kvæm­is­leik­ur af þessu tagi verður hins veg­ar inni­halds­laus tak­ist for­ystu­mönn­um flokk­anna ekki að ná sam­an um mál­efn­in.

Sam­steypu­stjórn ólíkra flokka bygg­ist á mála­miðlun­um. En eðli máls sam­kvæmt verður stjórn­arsátt­máli sam­steypu­stjórn­ar að taka mið af niður­stöðu kosn­inga og þingstyrk þeirra flokka sem taka hönd­um sam­an í rík­is­stjórn.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :