Lesið í úrslit kosninga

Lesið í úrslit kosninga

Hægt er að lesa margt út úr niður­stöðum kosn­ing­anna síðastliðinn laug­ar­dag og fer sjálfsagt tölu­vert eft­ir þeim gler­aug­um sem viðkom­andi er með. En sumt blas­ir við og þarf eng­in gler­augu.

Síðasti laug­ar­dag­ur var ekki dag­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar. Ekki einn ein­asti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur náði að kom­ast yfir 10% fylgi og gam­aldags hug­mynda­fræði sósí­al­ista var hafnað. Eft­ir stend­ur stjórn­ar­andstaða sem sund­ur­laust safn smá­flokka.

Flokk­ur í mol­um

Sam­fylk­ing­in er í mol­um og draum­ur­inn um að verða leiðandi afl í ís­lensk­um stjórn­mál­um er aðeins göm­ul minn­ing, litlu yngri en draum­ur­inn um að flokk­ur­inn yrði sam­ein­ing­arafl vinstri­flokk­anna.

Úrslit­in staðfesta að Sam­fylk­ing­in er smá­flokk­ur, tölu­vert minni en Alþýðuflokk­ur­inn var á sín­um tíma. Á ár­un­um 1963 til 1995 (síðasta árið sem Alþýðuflokk­ur­inn bauð fram áður en hann rann inn í Sam­fylk­ing­una) var flokk­ur­inn að meðaltali með um 14,3% at­kvæða. Fékk mest 22% árið 1978 í glæsi­leg­um kosn­inga­sigri en minnst 9% árið 1974.

Í síðustu fimm alþing­is­kosn­ing­um hef­ur Sam­fylk­ing­in aldrei náð meðal­fylgi Alþýðuflokks­ins fyr­ir utan vorið 2009, nokkr­um mánuðum eft­ir fall bank­anna. Það sama ár fengu Vinstri-græn­ir sína bestu kosn­ingu eða 22%.

Aug­ljóst er að Sam­fylk­ing­in hef­ur ekki aðeins glatað stór­um hluta fylg­is­manna gamla Alþýðuflokks­ins held­ur einnig þess hluta Alþýðubanda­lags­ins sem skipaði sér und­ir fána Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í upp­hafi. Dóm­ur­inn yfir Sam­fylk­ing­unni er óvenju­h­arður, ekki síst þegar haft er í huga að flokk­ur­inn hef­ur verið í stjórn­ar­and­stöðu í átta ár. Flest bend­ir til að eyðimerk­ur­gang­an haldi áfram í fjög­ur ár hið minnsta.

„Stjórn­ar­andstaðan skíttapaði“

Í umræðum á sam­fé­lags­miðlum er Össur Skarp­héðins­son, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skýr: „Stjórn­ar­andstaðan skíttapaði ein­fald­lega kosn­inga­bar­átt­unni. Sam­fylk­ing­in var af­velta eft­ir vet­ur inn­an­flokksátaka þar sem vænsta fólki var rutt úr sæt­um og ger­sam­lega til­efn­is­laus vara­for­mannsslag­ur saxaði á lim­ina hans Björns míns.“

Eft­ir átta ár í stjórn­ar­and­stöðu ríða Pírat­ar ekki feit­um hesti frá kosn­ing­un­um. Kannski ekki við öðru að bú­ast þegar helstu bar­áttu­mál­in eru „ný stjórn­ar­skrá“, borg­ara­laun sem skulu fjár­mögnuð með lán­tök­um og veðsetn­ingu kom­andi kyn­slóða, og stór­kost­leg út­gjaldalof­orð með skatta­hækk­un­um sem voru vit­laust reiknaðar og svo leiðrétt­ar með því að „hóta“ enn frek­ari hækk­un skatta.

Viðreisn er líkt og Sam­fylk­ing­in að fest­ast sem smá­flokk­ur og þrátt fyr­ir að hafa bætt lít­il­lega við sig er fylgið tölu­vert frá því sem það var þegar flokk­ur­inn bauð fyrst fram. Bar­áttu­mál flokks­ins eiga lítið upp á pall­borðið hjá kjós­end­um, hvorki teng­ing við evru eða aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Sig­ur­veg­ari

Vinstri-græn­ir geta verið þokka­lega sátt­ir við sinn hlut – eru lít­il­lega und­ir meðal­fylgi frá upp­hafi eft­ir að hafa veitt rík­is­stjórn for­ystu í fjög­ur ár. Rík­is­stjórn sem reyndi veru­lega á þolrif flokks­manna með sama hætti og hún reyndi á marg­an sjálf­stæðismann­inn. Raun­ar er út­kom­an enn betri en virðist við fyrstu sýn, því í upp­hafi síðasta kjör­tíma­bils sögðu tveir þing­menn VG skilið við flokk­inn – fyrst óform­lega með því að styðja ekki rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur og síðar form­lega með því að ganga til liðs við aðra flokka – Pírata og Sam­fylk­ing­una. Hvor­ug­ur flokk­ur­inn naut þess í kosn­ing­um – þvert á móti.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn styrkti stöðu sína veru­lega í kosn­ing­un­um og hef­ur verið krýnd­ur sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna. Fyr­ir fjór­um árum fékk flokk­ur­inn sína verstu út­reið í yfir 100 ára sögu eða 10,7% at­kvæða. Þá var glímt við fyrr­ver­andi formann flokks­ins sem horfði hins veg­ar upp á hreint hrun síðasta laug­ar­dag. Eft­ir fjög­ur ár í stjórn­ar­and­stöðu missti Miðflokk­ur­inn helm­ing at­kvæða sinna.

Á marg­an hátt rak Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn for­vitni­lega og góða kosn­inga­bar­áttu sem skilaði ár­angri. Þar var eng­in hug­mynda­fræði. Póli­tísk stefnu­mál voru í auka­hlut­verki en frem­ur höfðað til fólks sem hef­ur ekk­ert á móti Fram­sókn án þess að hafa mikla sann­fær­ingu. Með sama hætti var kosn­inga­bar­átta Flokks fólks­ins ár­ang­urs­rík og oft á tíðum snjöll. Óháð því hvaða flokk­ar standa að baki nýrri rík­is­stjórn er aug­ljóst að þeir kom­ast illa hjá því að horfa til þess ár­ang­urs sem Inga Sæ­land og sam­starfs­fólk henn­ar náðu.

Því er ekki að neita að sá er þetta skrif­ar gerði sér von­ir um að Sjálf­stæðis­flokkn­um tæk­ist að styrkja stöðu sína í kosn­ing­un­um. Það kann að vera að slík­ar von­ir hafi verið óraun­sæj­ar eft­ir átta ár í rík­is­stjórn. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er leiðandi afl í stjórn­mál­um hér eft­ir sem hingað til og án hans verður aðeins fjöl­flokka glundroðastjórn mynduð.

Skýrt umboð

Með hliðsjón af úr­slit­um kosn­ing­anna væri frá­leitt annað en að for­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna létu reyna á það hvort ekki séu for­send­ur til að halda sam­starf­inu áfram. En það verður langt í frá ein­falt. Þrátt fyr­ir allt er hug­mynda­fræðileg­ur ágrein­ing­ur veru­leg­ur, allt frá skipu­lagi heil­brigðis­kerf­is­ins til ork­u­nýt­ing­ar og orku­öfl­un­ar, frá skött­um til rík­is­rekstr­ar, frá þjóðgörðum til skipu­lags­mála, frá refs­ing­um og þving­un­um í lofts­lags­mál­um til já­kvæðra hvata og nýt­ing­ar tæki­færa í orku­skipt­um. For­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna þurfa að leiða ágrein­ing í þess­um mál­um og fleir­um „í jörð“ ef ákveðið verður að end­ur­nýja sam­starfið. Niður­stöður kosn­ing­anna verða illa túlkaðar með öðrum hætti en þeim að til þess hafi for­menn stjórn­ar­flokk­anna skýrt umboð meiri­hluta kjós­enda.

Hvorki Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn né Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn geta hins veg­ar horft fram hjá þeirri staðreynd að sam­eig­in­lega eiga þeir kost á að mynda þriggja flokka stjórn með fleir­um en Vinstri-græn­um; annaðhvort með Flokki fólks­ins eða Viðreisn. Og raun­ar einnig með Miðflokki en slík stjórn yrði með minnsta mögu­lega meiri­hluta. Sé litið til mál­efna er það ein­fald­ara fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sókn­ar­flokk að mynda rík­is­stjórn með Viðreisn eða Miðflokki en að halda góðu sam­starfi við Vinstri-græna áfram. En svo get­ur Fram­sókn alltaf snúið sér til vinstri og tekið hönd­um sam­an við flokka sem eru „af­velta“ eft­ir kosn­ing­arn­ar.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :