Nýsköpunarlandið Ísland

Nýsköpunarlandið Ísland

Hafi ein­hver haft efa­semd­ir um efna­hags­lega skyn­semi þess að styðja við og efla ný­sköp­un get­ur sá hinn sami pakkað þeim efa­semd­um ofan í skúffu og glaðst yfir hvernig ís­lensk­ur hug­verkaiðnaður er að springa út. Á síðasta ári námu út­flutn­ings­tekj­ur hug­verkaiðnaðar um 158 millj­örðum króna – 103% meira en árið 2013. Hlut­deild hug­verkaiðnaðar í út­flutn­ings­tekj­um fór úr 7,4% í nær 16%. Fjórða stoðin í ís­lensku at­vinnu­lífi – í verðmæta­sköp­un lands­manna – hef­ur því sprungið út á erfiðum tím­um.

Virkj­un hug­vits­ins – ný­sköp­un­in – bygg­ist á fram­taks­semi, sköp­un­ar­gleði og færni ein­stak­linga. Hug­vitið verður ekki virkjað inni á rík­is­kon­tór­um eða á skrif­borðum emb­ætt­is­manna. Frum­kvöðull­inn – hug­vitsmaður­inn – fær því aðeins notið sín að hann fái til þess frelsi og frjó­an jarðveg. Hlut­verk emb­ætt­is­manns­ins er að þjóna hug­vits­mann­in­um, liðka til inn­an kerf­is­ins. Því miður eru dæmi um hvernig kerf­is­læg­ar hindr­an­ir og allt að því þrá­hyggja koma í veg fyr­ir að fersk­ir vind­ar ný­sköp­un­ar fái að leika um sam­fé­lagið, með betri lausn­um og hag­kvæm­ari nýt­ingu fjár­magns.

Stjórn­mála­maður­inn ber ábyrgð á því að ryðja úr vegi hindr­un­um, smíða hag­kvæmt reglu­verk og tryggja um­hverfi hvatn­ing­ar og umb­un­ar fyr­ir sköp­un­ar­gleði og fram­taks­semi. Eng­inn stjórn­mála­flokk­ur skil­ur þetta bet­ur en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sem hef­ur rutt braut inn í nýja tíma, þar sem hug­vitið verður svo sann­ar­lega í ask­ana látið. Að standa þétt við bakið á ný­sköp­un­ar- og sprota­fyr­ir­tækj­um er samofið grunn­stefi í hug­mynda­fræði okk­ar sjálf­stæðismanna um at­hafna­frelsi ein­stak­lings­ins.

Land frum­kvöðla og ný­sköp­un­ar

Und­ir for­ystu og að frum­kvæði Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra og Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ný­sköp­un­ar­ráðherra hafa verið byggðar traust­ar und­ir­stöður und­ir hug­verkaiðnaðinn og alla ný­sköp­un með upp­stokk­un á skatta- og fjár­mögn­un­ar­um­hverfi ný­sköp­un­ar og þró­un­ar. Ný­sköp­un­ar­stefna stjórn­valda hef­ur og er að skila ár­angri. Hér verður gengið svo langt og full­yrt að við Íslend­ing­ar séum í dauðafæri til að byggja und­ir enn frek­ari vöxt hug­verkaiðnaðar á kom­andi árum. Við get­um gert Ísland að landi frum­kvöðla og ný­sköp­un­ar – landi tæki­fær­anna. Fátt hef­ur skipt ný­sköp­un meira máli en hækk­un á end­ur­greiðslu á rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostnaði sem var hækkuð í 1.100 millj­ón­ir króna og hlut­fall end­ur­greiðslu úr 20% í 35% hjá meðal­stór­um og minni fyr­ir­tækj­um en í 25% hjá stærstu fyr­ir­tækj­un­um. Það er for­gangs­verk­efni Sjálf­stæðis­flokks­ins, fái hann til þess þingstyrk, að tryggja að end­ur­greiðslan verði ótíma­bund­in – verði til fram­búðar og hækki.

Skref­in inn í framtíðina hafa verið fleiri.

Skatta­afslátt­ur til ein­stak­linga vegna fjár­fest­inga í litl­um fé­lög­um – ekki síst sprota­fyr­ir­tækj­um í þró­un­ar­starf­semi – var hækkaður úr 50% í 75%. Um leið voru fjár­hæðarmörk hækkuð úr 10 millj­ón­um króna í 15 millj­ón­ir. Til að virkja enn frek­ar fjár­magn ein­stak­linga í ný­sköp­un á að hækka hlut­fallið í 100% strax á kom­andi ári og tvö­falda fjár­hæðarmörk­in í það minnsta.

Fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ir líf­eyr­is­sjóðanna voru aukn­ar tíma­bundið þannig að nú geta sjóðirn­ir átt allt að 35% í stað 20% af hlut­deild­ar­skír­tein­um eða hlut­um í sjóðum um sam­eig­in­lega fjár­fest­ingu sem ein­göngu fjár­festa í litl­um eða meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um. Þessa heim­ild verða líf­eyr­is­sjóðirn­ir að fá var­an­lega.

Stofn­un Kríu – sprota- og ný­sköp­un­ar­sjóðs mark­ar tíma­mót í fjár­fest­ing­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja, ekki síst á sviði hug­verkaiðnaðar. Hlut­verk Kríu er að fjár­festa í sér­hæfðum fjár­fest­ing­ar­sjóðum, svo­kölluðum vísi­sjóðum (e. vent­ure capital funds) sem fjár­festa beint í skap­andi sprota­fyr­ir­tækj­um. Þá eru ónefnd stór­auk­in fram­lög til rann­sókna og þró­un­ar, m.a. til tækniþró­un­ar­sjóðs. Mat­væla­sjóður, sem varð til með sam­ein­ingu fram­leiðni­sjóðs land­búnaðar­ins og AVS-rann­sókna­sjóðs í sjáv­ar­út­vegi, styður við ný­sköp­un, sjálf­bærni og verðmæta­sköp­un ís­lenskr­ar mat­væla­fram­leiðslu.

Sköp­un­ar­gáf­an njóti sín

Með mark­viss­um og skil­virk­um hætti hef­ur verið unnið að því að móta og tryggja heil­brigt um­hverfi fyr­ir áhættu­fjár­magn til fjár­fest­ing­ar í sprota- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um sam­hliða því sem ýtt hef­ur verið und­ir rann­sókn­ir og þróun.

All­ar þess­ar breyt­ing­ar miða að því að gera Ísland sam­keppn­is­hæft á sviði ný­sköp­un­ar – leggja grunn að því að Ísland sé og verði ný­sköp­un­ar­land. Markaðssetn­ing Íslands snýst ekki leng­ur aðeins um ferðamanna­landið Ísland held­ur ekki síður um ný­sköp­un­ar­landið í norður­höf­um, sem er aðlaðandi fyr­ir er­lenda fjár­festa, frum­kvöðla og sér­fræðinga frá öll­um heims­horn­um. Þannig tök­um við þátt í harðri alþjóðlegri sam­keppni um hug­vit, þar sem við stönd­um ágæt­lega en get­um styrkt stöðuna enn bet­ur.

Öllum má vera ljóst, þegar horft er á þróun hug­verkaiðnaðar­ins síðustu ár, að ný­sköp­un er ekki illskilj­an­legt tísku­orð ein­hverra sér­vitr­inga í tæknifyr­ir­tækj­um held­ur traust stoð und­ir ís­lensku efna­hags­lífi. (Hug­verkaiðnaður­inn er fjöl­breytt­ur; tölvu­leikja­fyr­ir­tæki, gagna­ver og hug­búnaðarfyr­ir­tæki, lyfja- og líf­tæknifyr­ir­tæki, heil­brigðis­tækni, fram­leiðsla stoðtækja og tækja fyr­ir mat­vælaiðnað og kvik­mynda­gerð.) Í ein­fald­leika sín­um er ný­sköp­un ekki annað en að leyfa sköp­un­ar­gáfu ein­stak­lings­ins að njóta sín.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ný­sköp­un­ar­flokk­ur­inn sem með stefnu sinni og verk­um hef­ur gjör­breytt um­hverfi ný­sköp­un­ar og þró­un­ar, skotið styrk­um stoðum und­ir sprota­fyr­ir­tæki. Árang­ur­inn er áþreif­an­leg­ur en við verðum að halda áfram – tæki­fær­in eru svo sann­ar­lega fyr­ir hendi.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :