Hugmyndafræði öfundar og átaka

Hugmyndafræði öfundar og átaka

Bar­átt­an um hylli kjós­enda er marg­breyti­leg en ekki sí­breyti­leg – aðeins aðferðirn­ar breyt­ast í takt við tækn­ina. Hvernig og með hvaða hætti stjórn­mála­menn og -flokk­ar nálg­ast kjós­end­ur gef­ur oft betri skiln­ing á þeirri hug­mynda­fræði sem byggt er á (sé hún á annað borð til staðar), en klass­ísk­ar skil­grein­ing­ar um vinstri og hægri, sósí­al­isma og frjáls­hyggju, rót­tækni og íhalds­semi, þjóðern­is­hyggju og alþjóðahyggju, lýðræði og alræði, markaðshyggju og áætl­un­ar­bú­skap.

All­ir sem sækj­ast eft­ir stuðningi kjós­enda gefa ákveðin lof­orð. Á meðan einn heit­ir því að beita sér fyr­ir aukn­um fjár­veit­ing­um til heil­brigðismála, er ann­ar sem legg­ur áherslu á skipu­lag heil­brigðis­kerf­is­ins og nauðsyn þess að sam­hengi sé á milli út­gjalda og þjón­ustu. Svo er það fram­bjóðand­inn sem tel­ur nauðsyn­legt að ein­falda reglu­verk og gera fram­taks­mönn­um auðveld­ara að láta hend­ur standa fram úr erm­um. Á móti hon­um stend­ur sá sem seg­ir það al­manna­hags­muni að byggja upp sterkt eft­ir­lits- og ley­fis­kerfi, enda sé at­vinnu­rek­end­um ekki treyst­andi. Í hug­um margra er þetta allt í sam­ræmi við hefðbundn­ar skil­grein­ing­ar á vinstri og hægri.

Árang­ur tor­tryggður

Átakalín­ur stjórn­mál­anna eru ekki alltaf svona hrein­ar, enda hent­ar það ekki öll­um. Tæki­færissinn­inn hef­ur ekki sér­stak­an áhuga á því að skil­greina hlut­verk rík­is­ins eða marka stefnu í skatta­mál­um eða at­vinnu­mál­um. Hann sting­ur aðeins putt­an­um uppi í sig, tek­ur hann út og set­ur út í loftið til að átta sig á því hvaðan vind­ar blása. Bróðir hans, lukk­uridd­ar­inn, skynj­ar tæki­fær­in og nýt­ir sér þau. Og þá eru þau vopn notuð sem hent­ar hverju sinni. Lukk­uridd­ar­inn ger­ir sér góðar von­ir um að geta gert út á rík­is­sjóð, enda búið að rík­i­s­væða stjórn­mála­flokk­ana að stór­um hluta. (Rík­i­s­væðing stjórn­mála­flokka mynd­ar efna­hags­leg­an hvata fyr­ir póli­tíska æv­in­týra­menn). Tæki­færissinn­inn og lukk­uridd­ar­inn leggja meira upp úr orðskrúði og umbúðum en inni­haldi. Í til­raun­um til að afla sér lýðhyll­is nota þeir þau vopn sem henta hverju sinni. Og svo er auðvitað stjórn­mála­maður­inn sem nálg­ast flest verk­efni líkt og verk­fræðing­ur. Hann mun aldrei ryðja nýj­ar braut­ir.

Marg­ir stjórn­mála­menn eru sann­færðir um að hægt sé að ná veru­leg­um ár­angri með því að ýta und­ir öf­und og tor­tryggni meðal al­menn­ings. Raun­ar bygg­ir hug­mynda­fræði sumra þeirra hrein­lega á öf­und, sund­urþykkju og átök­um þar sem ná­grönn­um er att sam­an, stétt gegn stétt, lands­byggð gegn höfuðborg. Þetta er hug­mynda­fræði sem rek­ur fleyg milli þeirra sem yngri eru og þeirra eldri, milli launa­fólks og at­vinnu­rek­enda.

Í stað þess að sam­fagna þegar ein­hverj­um geng­ur vel, er ár­ang­ur­inn gerður tor­tryggi­leg­ur og alið á öf­und í garð fram­taks­manns­ins. Með þeim hætti er stöðugt reynt að reka rýt­ing í þjóðarsál­ina, sem hef­ur sótt styrk í frelsi ein­stak­lings­ins og sam­vinnu fólks.

Gaml­ar skot­graf­ir

Kannski er það ekki til­vilj­un að Sam­fylk­ing­in spili æ meira á öf­und­ar­genin enda kom­in í harða sam­keppni við Sósí­al­ista­flokk­inn. Hvort sem Sósí­al­ista­flokk­ur­inn hef­ur er­indi sem erfiði í kom­andi kosn­ing­um, er ljóst að fá­menn­um en há­vær­um hópi fólks hef­ur tek­ist að toga marg­an vinstri mann­inn niður í gam­aldags skot­graf­ir stétta­bar­áttu og þjóðfé­lags­átaka.

Að þessu leyti hef­ur Sósí­al­ista­flokk­ur­inn þegar náð tölu­verðum ár­angri. Vinstri menn hafa fært sig lengra til vinstri, nær auk­inni rík­is­hyggju. Þannig mun þjóðfé­lag frjálsra ein­stak­linga sem eru fjár­hags­lega sjálf­stæðir eiga í vök að verj­ast. Og stjórn­mála­bar­átt­an fer að snú­ast í æ meira mæli um hvernig eigi að skipta þjóðar­kök­unni en ekki um leiðir til að stækka kök­una. Hlut­falls­leg stærð kökusneiðar­inn­ar skipt­ir meira máli en stærð kök­unn­ar og um­svif rík­is­ins verða mæli­kv­arði á vel­ferð og rétt­læti. Auk­in um­svif rík­is eru ekki aðeins æski­leg held­ur mark­mið í sjálfu sér.

Bar­átta um jöfn tæki­færi safn­ar ryki í skúff­um vinstri manna. Nú skal koma bönd­um á fram­taks­mann­inn – frum­kvöðul­inn sem hef­ur verið drif­kraft­ur fram­fara og bættra lífs­kjara. Að gefa ein­stak­ling­um tæki­færi til að njóta eig­in dugnaðar og út­sjón­ar­semi geng­ur gegn lífsviðhorf­um sósí­al­ista um jöfnuð. Í draumarík­inu rík­ir jöfnuður, jafnt í biðröðum sem ann­ars staðar. Og fram­taks­semi ein­stak­linga lam­ast og far­veg­ur fyr­ir nýja hugs­un og nýj­ar aðgerðir hverf­ur. Jöfnuður­inn verður því alltaf niður á við, en ekki upp. Í kapp­hlaupi við Sósí­al­ista­flokk­inn um lýðhylli freist­ast æ fleiri vinstri menn og Sam­fylk­ing­ar sér­stak­lega að til­einka sér þá lífs­speki að sæl sé sam­eig­in­leg eymd.

Er nema furða að rót­grón­ir krat­ar hafi áhyggj­ur af þró­un­inni. Í fe­brú­ar síðastliðnum taldi Finn­ur Torfi Stef­áns­son, fyrr­ver­andi þingmaður Alþýðuflokks­ins (sem gekk inn í Sam­fylk­ing­una), nauðsyn­legt að birta ádrepu í Kjarn­an­um og sagði meðal ann­ars:

„Þótt jafnaðar­menn leggi megin­á­herslu á hlut­verk rík­is­ins í því að skapa mann­sæm­andi lífs­kjör fyr­ir fólk eru þeir jafn­framt bar­áttu­menn fyr­ir frjáls­um markaði og að einkafram­tak geti blómstrað hjá þeim sem það vilja. Nú á dög­um hef­ur slíkt verið gert nán­ast ómögu­legt með boðum og bönn­um, leyf­um, gjöld­um og alls kyns farg­ani sem drep­ur fram­tak manna í dróma. Báknið burt segja jafnaðar­menn.“

Sjón­ar­mið krata eiga erfitt upp­drátt­ar meðal ís­lenskra vinstri manna og áhyggj­ur Finns Torfa eru skilj­an­leg­ar. Kapp­hlaupið milli Sam­fylk­ing­ar og Sósí­al­ista­flokks­ins hef­ur gert krata land­lausa í ís­lensk­um stjórn­mál­um.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :