Ástríðan, sann­fær­ing­in og löngunin

Ástríðan, sann­fær­ing­in og löngunin

Það er ekki sjálf­gefið að taka ákvörðun um að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem þingmaður. Ástríðan verður að vera fyr­ir hendi. Í stjórn­mál­um verður ár­ang­ur­inn lít­ill án sann­fær­ing­ar og löng­un­ar til að berj­ast fyr­ir framgangi hug­mynda. Ástríðan, sann­fær­ing­in og löng­un­in er enn til staðar – og síst minni en áður. Stefnufesta er nauðsyn­leg en þol­in­mæði ekki síður því drop­inn hol­ar stein­inn. Bar­átt­an fyr­ir frelsi einstaklings­ins og full­veldi lands­ins held­ur áfram. Í þeirri bar­áttu vil ég taka full­an þátt. Og þess vegna sækist ég eftir endurkjöri sem þingmaður Sjálfstæðisflokkksins og þess vegna óska ég eftir stuðningi félaga minna í annað sæti í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi 10-12 júní næstkomandi.

Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum:

Spotify

Apple Podcast

Podbean

Stitcher

Castbox

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :