„Ríkið“ snýst til varnar

„Ríkið“ snýst til varnar

Mörk einka­rekstr­ar og op­in­bers verða stöðugt óskýr­ari. Sam­keppn­is­rekst­ur op­in­berra aðila hef­ur auk­ist og harðnað á mörg­um sviðum. Um leið er grafið und­an rekstri einka­fyr­ir­tækja – lít­illa sér­stak­lega en einnig stærri fyr­ir­tækja sem eiga í vök að verj­ast. Sam­keppn­in er nær alltaf ójöfn og ekki á jafn­ræðis­grunni.

Þegar hið op­in­bera kepp­ir við einka­rekst­ur er mik­il­vægt að tryggja jafn­ræði. Nauðsyn­legt er að fylgt sé skýr­um regl­um og að af­mörk­un liggi fyr­ir um starf­semi op­in­berra aðila og um­fang henn­ar. Sú hætta er alltaf fyr­ir hendi að op­in­ber sam­keppn­is­rekst­ur verði niður­greidd­ur með bein­um eða óbein­um hætti og hafi nei­kvæð áhrif á sam­keppni.

Oft hvíl­ir eng­in laga­leg skylda á stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um að stunda starf­semi sem er í sam­keppni við einkaaðila. Op­in­ber­ir aðilar og þá ekki síst op­in­ber hluta­fé­lög hafa á síðustu árum frem­ur hert sam­keppn­is­rekst­ur sinn.

Um­svif op­in­berra aðila í sam­keppn­is­rekstri eru frem­ur til skaða en gagns. Ég hef ekki hikað við að halda því fram að sam­keppn­is­rekst­ur, ekki síst rík­is­ins, geti unnið gegn mark­miðum sam­keppn­islaga – að efla virka sam­keppni neyt­end­um til heilla. Því miður eru dæmi um að op­in­ber hluta­fé­lög hafi reynst eft­ir­litsaðilum erfið. Rík­is­end­ur­skoðun barðist í mörg við stjórn­end­ur Rík­is­út­varps­ins svo þeir færu að lög­um um fjár­reiður rík­is­ins. Í tvö ár hirti rík­is­fyr­ir­tækið ekki um skýr fyr­ir­mæli laga um stofn­un dótt­ur­fé­lags vegna sam­keppn­is­rekstr­ar. Það var ekki fyrr en Rík­is­end­ur­skoðun benti stjórn­end­um góðfús­lega á að það sé ekki val­kvætt að fara að lög­um, að rík­is­fjöl­miðill­inn tók sig taki.

Alltaf gripið til varna

Það er regla frem­ur en und­an­tekn­ing að op­in­ber­ir aðilar, sem njóta annaðhvort lögþvingaðrar ein­ok­un­ar eða eru með yf­ir­burðastöðu á markaði, bregðist illa við þegar gerðar eru til­raun­ir til að leiðrétta stöðuna, – stíga lít­il skref í frels­isátt til að styrkja stöðu einkafram­taks­ins. Viðbrögð Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins [ÁTVR] við frum­varpi Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra, um að leyfa smærri brugg­hús­um að selja bjór beint af fram­leiðslu­stað, ættu því ekki að koma á óvart. Rík­isein­ok­un­ar­fyr­ir­tækið finn­ur frum­varp­inu flest til foráttu. Hagnaðardrifið rík­isein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki held­ur því fram að höggvið yrði „stórt skarð í rót­gróna einka­sölu ís­lenska rík­is­ins á áfengi með því að heim­ila hér hagnaðardrifna smá­sölu áfengra drykkja“. (Það virðist sér­stak­lega slæmt í aug­um rík­is­rekstr­ar að ein­stak­ling­ar reyni að reka fyr­ir­tæki sín með hagnaði – séu hagnaðardrifn­ir). Í um­sögn held­ur ÁTVR því fram að með frum­varp­inu geti all­ar for­send­ur fyr­ir rekstri ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins brostið, auk þess sé áfeng­issala „beint frá býli afar flókið lög­fræðilegt viðfangs­efni og svig­rúm til þess að heim­ila áfeng­is­fram­leiðend­um smá­sölu áfeng­is á fram­leiðslu­stað að öll­um lík­ind­um mjög þröngt“.

Hefði hug­mynda­fræði rík­isein­ok­un­ar fengið að ráða væri Ísland lík­ara gömlu ráðstjórn­ar­ríki en frjálsu, opnu og dína­mísku sam­fé­lagi. Ríkið sæti eitt að fjar­skipta­markaði, væri með ein­ok­un á öld­um ljósvak­ans, sjálf­stæðir há­skól­ar, fram­halds- og grunn­skól­ar væru ekki til. Biðraðir væru enn á heilsu­gæslu hins op­in­bera og þannig mætti lengi telja.

Múr­ar hafta og of­stjórn­ar

Það hef­ur verið hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins að brjóta niður múra hafta og of­stjórn­ar og lofa vind­um frels­is að leika um þjóðfé­lagið. Verk­inu er langt í frá lokið og á stund­um þarf að fara í vörn – verja þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur. Sjálf­stæðir fjöl­miðlar standa veik­b­urða í ójafnri og ósann­gjarni sam­keppni við rík­is­rekið fyr­ir­tæki for­rétt­inda. Að óbreyttu mun ríkið eitt segja frétt­ir í sjón­varpi af inn­lend­um vett­vangi. Hæfi­leika­ríkt fram­taks­fólk í sjálf­stæðum rekstri heil­brigðisþjón­ust­unn­ar á í vök að verj­ast – ríkið þreng­ir stöðugt að. Rík­is­rekstr­ar­hyggj­an sef­ur aldrei og hef­ur verið glaðvak­andi síðustu ár.

Ég hef aldrei farið leynt með það hvar ég stend í bar­átt­unni fyr­ir auknu at­hafna­frelsi – gegn rík­is­hyggju, lög­verndaðri rík­isein­ok­un eða ósann­gjörn­um sam­keppn­is­rekstri op­in­berra aðila. Hvernig tekst til í þeirri bar­áttu – sem oft er því miður varn­ar­bar­átta – ræður miklu um lífs­kjör al­menn­ings á kom­andi árum og ára­tug­um. Í júní á síðasta ári skrifaði ég meðal ann­ars hér á þess­um stað:

„Hafi ein­hvern tím­ann verið þörf fyr­ir öfl­ugt einkafram­tak, – snjalla frum­kvöðla, út­sjón­ar­sama sjálf­stæða at­vinnu­rek­end­ur, ein­stak­linga sem eru til­bún­ir til að setja allt sitt und­ir í at­vinnu­rekstri til að skapa verðmæti og störf – þá er það núna og á kom­andi árum. Líkt og áður verður það einkafram­takið – viðskipta­hag­kerfið – sem legg­ur þyngstu lóðin á vog­ar­skál­ar verðmæta­sköp­un­ar. Án öfl­ugs einkafram­taks tekst okk­ur ekki að kom­ast út úr erfiðum efna­hagsþreng­ing­um, tryggja öfl­ugt vel­ferðar­kerfi og góð lífs­kjör.“

Angi af frels­is­bar­áttu

Frum­varp dóms­málaráðherra um að heim­ila litl­um brugg­hús­um beina sölu á fram­leiðslu sinni er angi af frels­is­bar­átt­unni. Í sjálfu sér er frum­varpið ekki mikið flókn­ara en það. Með því er reynt að styðja við og styrkja stöðu sjálf­stæðra at­vinnu­rek­enda – fram­taks­fólks um allt land, sem hef­ur lagt líf og sál í að byggja upp lít­il iðnfyr­ir­tæki.

Í um­sögn benda Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar á að brugg­hús geti aðeins boðið „gest­um upp á vör­ur sín­ar í gegn­um veit­inga­leyfi en ekki selt þær í smá­sölu á fram­leiðslu­staðnum“. Þetta hamli „tæki­fær­um til að koma vöru á fram­færi, sér­stak­lega í ljósi þess að sömu fram­leiðend­ur geta átt í erfiðleik­um með að fá vör­ur sín­ar seld­ar í versl­un­um Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins“:

„Flest þess­ara fyr­ir­tækja eru á lands­byggðinni þannig að mik­il­vægi fyr­ir­liggj­andi laga­breyt­ing­ar er enn meira til að styrkja fjöl­breytta at­vinnu­starf­semi um land allt og verja af­komu fjölda frum­kvöðlafyr­ir­tækja og starfs­fólks þeirra.“

Sam­keppnis­eft­ir­litið seg­ir í um­sögn að skapað hafi verið „sam­keppn­is­um­hverfi þar sem hall­ar á smærri brugg­hús, sem eiga um­tals­vert erfiðara með að selja vör­ur sín­ar til neyt­enda en stærri sam­keppn­isaðilar“. Þess vegna er „Sam­keppnis­eft­ir­litið fylgj­andi því að nú­gild­andi fyr­ir­komu­lag við sölu áfeng­is verði end­ur­skoðað, og styður því um­rædda breyt­ing­ar­til­lögu“.

Bæj­ar­ráð Ísa­fjarðarbæj­ar styður, enda hafi það „já­kvæð áhrif á minni brugg­hús til upp­bygg­ing­ar at­vinnu­lífs, sér­stak­lega á lands­byggðinni“. Sveit­ar­stjórn Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepps seg­ir að rekstr­ar­grund­völl­ur minni brugg­húsa styrk­ist og muni „stuðla að upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs á lands­byggðinni“. Byggðarráð Norðurþings dreg­ur fram svipuð rök.

Það verður for­vitni­legt að fylgj­ast með hvort rök­semd­ir Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar og Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins vega þyngra en andstaða rík­isein­ok­un­ar í hug­um þing­manna þegar tek­ist verður á um frum­varp dóms­málaráðherra. Hvort hlustað verður radd­ir sveit­ar­stjórna á lands­byggðinni um að lítið frels­is­skref styðji við upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs­ins í dreifðum byggðum, kem­ur í ljós á vor­mánuðum, vel fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :