Bein innheimta

Bein innheimta

Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarp þar sem lagt er til að útvarpsgjald verði innheimt með beinum hætti líkt og bifreiðagjöld. Aðrir flutningsmenn eru Brynjar Níelsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Jón Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Ásmundur Friðriksson ogVilhjálmur Árnason.

Lagt er til að gjaldið verði innheimt með beinum hætti tvisvar á ári og að meginstefnu rafrænt með greiðsluseðli í heimabanka líkt. Þannig verði horfið frá því að innheimta útvarpsgjaldið samhliða álagningu opinberra gjalda.

Ekki er lagt til að lögþvingun áskrifta að Ríkisútvarpinu í formi útvarpsgjalds verði hætt, þótt sterk rök megi færa fyrir því. Með beinni innheimtu eykst hins vegar eðlilegt og nauðsynlegt aðhald að Ríkisútvarpinu, jafnt rekstrarlega og faglega við dagskrárgerð.

Bein innheimta útvarpsgjalds stuðlar að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :