„Auðræði almennings“

„Auðræði almennings“

Eignamyndun millistéttarinnar og þeirra sem hafa lægri laun stendur á tveimur meginstoðum. Annars vegar á lífeyrisréttindum og hins vegar á verðmæti eigin húsnæðis.  Ég hef látið mig dreyma um að skjóta þriðju stoðinni undir eignamyndunina. Með því að virkja launafólk og gera því kleift að fjárfesta í atvinnulífinu, getur draumur Eykons – Eyjólfs Konráðs Jónssonar – fengið að rætast. Hann barðist fyrir því að til yrðu öflug almenningshlutafélög. Hann kallaði drauminn „auðræði almennings“.

Auðvitað hafa ekki allir áhuga á því að stuðla að eignamyndun almennings. Í hugum þeirra er slíkt merki um smáborgarahátt. Ég næ aldrei að sannfæra þá um nauðsyn þess að skjóta þriðju stoðinni undir eignamyndun launafólks. Þeir munu reyna að leggja steina í götur allra þeirra breytinga sem gera almenningi kleift að taka með beinum hætti þátt í atvinnulífinu. Aðrir ættu að gerast samherjar okkar sjálfstæðismanna sem höfum lagt frumvarp um að innleiða sérstakan skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa.

Hér má lesa grein sem birtist í Viðskiptablaðinu um þriðju stoðina.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :