Háskattalandið Ísland

Háskattalandið Ísland

Skattbyrðin á Íslandi er sú önnur þyngsta í Evrópu sé miðað við hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu. Aðeins í Svíþjóð er skattbyrðin þyngri. Þetta kemur í grein sem Ásdís Kristjánsdóttir, aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, skrifar í ViðskiptaMogga í dag.

Í greininni bendir Ásdís á að einfaldur samanburður milli landa á heildarskatttekjum hins opinbera er ekki aðeins blekkjandi heldur rangur. Íslenska lífeyrissjóðskerfið er í grunninn sjóðsöfnunarkerfi og fjármagnað með iðgjöldum. Flest önnur ríki eru með gegnumstreymiskerfi og fjármagna lífeyrisgreiðslur með sköttum, sambærilegum við íslenska tryggingagjaldið. Til að bera saman skattbyrði er því nauðsynlegt að taka tillit til þessa.

Samanburður á skattbyrði milli landa, að tryggingagjaldi frátöldu, sýnir glögglega að skattbyrði á Íslandi er ein sú hæsta í heiminum. Sem sagt:

Ísland er háskattaríki í alþjóðlegum samanburði.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :