Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs velti því fyrir sér hversu marga tekjustofna hið opinbera – ríki og sveitarfélög þurfi. Í pistli sem birtist í ViðskiptaMogga síðastliðinn miðvikudag birti hún langan lista, sem ég fékk að láni og birti af gefnu tilefni. (Ásta tekur fram að sennilega sé listinn ekki tæmandi).
Ríkissjóður:
- Tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla.
- Tekjuskattur lögaðila.
- Almennt tryggingagjald.
- Fjármagnstekjuskattur.
- Atvinnutryggingagjald.
- Áfengisgjald.
- Þjónusta.
- Olíugjald.
- Gjald í fæðingarorlofssjóð.
- Gjald á bankastarfsemi.
- Bifreiðagjald.
- Sérstakt vörugjald af blýlausu bensíni.
- Vörugjald af ökutækjum.
- Veiðigjald fyrir veiðiheimildir.
- Kolefnisgjald.
- Ýmsar tekjur.
- Tóbaksgjald.
- Vörusala.
- Stimpilgjald.
- Gjald til jöfnunar og lækkunar á örorkubyrði lífeyrissjóða.
- Erfðafjárskattur.
- Gjald vegna Ríkisútvarpsins ohf.
- Almennt vörugjald af bensíni.
- Dráttarvextir af sköttum á tekjur og hagnað.
- Sérstakur fjársýsluskattur.
- Skilagjald og umsýsluþóknun á einnota umbúðir.
- Almennur fjársýsluskattur.
- Tollar og önnur aðflutningsgjöld.
- Ofanflóðasjóðsgjald.
- Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra.
- Gjaldtaka á ferðamenn.
- Eftirlitsgjald Fjármálaeftirlitsins.
- Úrvinnslugjald.
- Innritunargjöld í háskóla og framhaldsskóla.
- Kílómetragjald af ökutækjum.
- Gistináttaskattur.
- Urðunarskattur.
- Skráningargjöld fyrirtækja.
- Jöfnunargjald vegna dreifingar raforku.
- Sala á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda.
- Markaðsgjald.
- Ábyrgðargjald vegna launa.
- Dómsmálagjöld og gjöld fyrir embættisverk sýslumanna.
- Fasteignamatsgjald.
- Gjöld fyrir aðgang að skrám.
- Vörugjöld af rafmagni og heitu vatni.
- Byggingaröryggisgjald.
- Skipulagsgjald.
- Flutningsjöfnunargjald á olíuvörur.
- Gjald á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
- Þinglýsingar.
- Gjald á lánastofnanir til umboðsmanns skuldara.
- Brunabótamatsgjald.
- Leyfis- og árgjöld Póst- og fjarskiptastofnunar.
- Umferðaröryggisgjald.
- Slysatryggingagjald vegna sjómanna.
- Gjaldtaka vegna fiskeldis.
- Ríkisábyrgðargjald og áhættugjald vegna ríkisábyrgða.
- Lyfjaeftirlitsgjald.
- Gjald í stofnverndarsjóð.
- Skoðunargjöld Vinnueftirlits ríkisins.
- Heilbrigðiseftirlitsgjald með sláturafurðum.
- Markaðsleyfi sér-, samhliða- og náttúrulyfja.
- Eftirlit dýralækna.
- Gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki og hönnunarvernd.
- Göngudeildargjöld.
- Tollafgreiðslugjald.
- Árgjöld vegna framhaldsvottunar og eftirlits.
- Gjald vegna skráningarmerkja ökutækja.
- Afgreiðslugjöld skipa.
- Brunavarnagjald.
- Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum á markaði.
- Gjald vegna yfireftirlits og úrtaksskoðana á rafveitum.
- Lendingargjöld og flugvallaskattar.
- Gjald fyrir úthlutuð símanúmer til fjarskiptafélaga.
- Jöfnunargjald vegna alþjónustu fjarskipta.
- Gjald vegna útgáfu lofthæfisskírteina.
- Skráningargjald vegna vinnuvéla.
- Vitagjald.
- Leyfisgjald leigubifreiða.
- Árgjald vegna tilkynningaskyldu skipa.
- Skráningargjald nýrra fasteigna í fasteignaskrá.
Sveitarfélög:
- Útsvar.
- Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði.
- Fasteignaskattar á opinberar stofnanir.
- Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði.
- Lóðarleiga.
- Sorphirðugjöld.
- Gjald vegna endurvinnslustöðva.
- Holræsagjald.
- Vatnsgjald.
- Leikskólagjöld.
- Bílastæðagjöld.
- Stöðusektir.
- Gatnagerðargjöld.
- Byggingaréttargjöld.
- Skoðunargjöld vegna yfirlesturs eignaskiptayfirlýsingar.
- Skoðunargjöld vegna yfirferðar raflagnauppdrátta.
- Tengigjöld.
- Byggingarleyfisgjöld.
- Gjöld vegna útgáfu vottorða.
- Gjöld vegna yfirferða og samþykktar séruppdrátta.
- Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld.
- Afgreiðslugjöld skipulagsfulltrúa.
- Gjöld vegna framkvæmdaleyfa.
- Skráningargjald hunda.
- Handsömunargjald hunda.
- Eftirlitsgjald hunda.
- Teikningagjöld.
- Gjöld vegna meindýravarna.
- Mælingagjöld.
- Handsömunargjald hesta.
- Gjald fyrir áfangaúttekt.
- Gjald fyrir stöðuúttekt.
- Gjald fyrir lokaúttekt.
- Úrtaksskoðunargjald fyrir áfangaúttekt.
- Úttektargjald byggingarstjóraskipta.
- Íbúðarskoðunargjald.