Handa­hófs­kennd­ar ákvarðana­tök­ur

„Í fyrsta lagi vilj­um við taka und­ir að við höf­um áhyggj­ur af langvar­andi fjár­hags­vanda Land­spít­al­ans. Það er stöðugt verið að bæta við verk­efn­um á sjúkra­húsið sem væri skyn­sam­legra að væru í hönd­um annarra sem gætu veitt þjón­ust­una á hag­kvæm­ari hátt og væru ekki að taka mannafla frá kjarn­a­starf­semi spít­al­ans.“

Þetta sagði Reyn­ir Arn­gríms­son formaður Lækna­fé­lags Íslands í samtali við mbl.is 19. október síðastliðinn. Hann telur að fjög­urra millj­arða framúrkeyrslu megi flokka sem stjórn­un­ar­mis­tök. Augljóst er að formaður Læknafélagsins telur yfirvöld heilbrigðismála séu á rangri leið í skipulagningu og að kraftar einkaaðila séu ekki nýttir eins og nauðsynlegt og skynsamlegt er.

Líkt og margir aðrir er Reynir á því að mikilvægt sé að stjórn sé sett yfir Landspít­al­ann eins og tíðkast í öðrum at­vinnu­rekstri:

„Þar sem for­stjóri og fram­kvæmda­stjórn lúti eðli­legu aðhaldi stjórn­ar og stuðnings við ákv­arðanir sem þarf að taka við rekst­ur­inn.“

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :