
„Í fyrsta lagi viljum við taka undir að við höfum áhyggjur af langvarandi fjárhagsvanda Landspítalans. Það er stöðugt verið að bæta við verkefnum á sjúkrahúsið sem væri skynsamlegra að væru í höndum annarra sem gætu veitt þjónustuna á hagkvæmari hátt og væru ekki að taka mannafla frá kjarnastarfsemi spítalans.“
Þetta sagði Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands í samtali við mbl.is 19. október síðastliðinn. Hann telur að fjögurra milljarða framúrkeyrslu megi flokka sem stjórnunarmistök. Augljóst er að formaður Læknafélagsins telur yfirvöld heilbrigðismála séu á rangri leið í skipulagningu og að kraftar einkaaðila séu ekki nýttir eins og nauðsynlegt og skynsamlegt er.
Líkt og margir aðrir er Reynir á því að mikilvægt sé að stjórn sé sett yfir Landspítalann eins og tíðkast í öðrum atvinnurekstri:
„Þar sem forstjóri og framkvæmdastjórn lúti eðlilegu aðhaldi stjórnar og stuðnings við ákvarðanir sem þarf að taka við reksturinn.“
You must be logged in to post a comment.