Við þurfum að stíga á bremsuna

Við þurfum að stíga á bremsuna

Áður en gert var hlé á þing­störf­um var fjár­mála­áætl­un til árs­ins 2024 samþykkt. Gangi hún eft­ir verða heild­ar­út­gjöld rík­is­sjóðs til mál­efna­sviða um 97 millj­örðum hærri á loka­ár­inu en á yf­ir­stand­andi ári. Hækk­un­in er 12,5% að raun­v­irði. Sé litið aft­ur til 2015 verða út­gjöld­in um 216 millj­örðum hærri á föstu verðlagi árið 2024 – hækk­un um þriðjung. Hækk­un­in er litlu minni en heild­ar­fram­lög til heil­brigðismála á þessu árs sam­kvæmt fjár­lög­um!

Vöxt­ur út­gjalda rík­is­sjóðs til mál­efna­sviða, svo­kölluð ramma­sett út­gjöld (utan ramm­ans eru vaxta­gjöld, rík­is­ábyrgðir, af­skrift­ir skatt­krafna, líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar, At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður og fram­lög til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga), hef­ur verið for­dæma­laus á und­an­förn­um árum. Sumt á sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar. Eft­ir erfið ár í kjöl­far falls bank­anna var t.d. ljóst að auka yrði fram­lög til heil­brigðismála og bæta hag aldraðra og ör­yrkja. Nú er svo komið að nær 6 krón­ur af hverj­um tíu fara til vel­ferðar­mála; í heil­brigðisþjón­ustu, í mál­efni aldaðra og ör­yrkja, til fjöl­skyldu­mála, í hús­næðisstuðning og at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar. Þetta hlut­fall hef­ur hækkað á síðustu árum, þ.e. sí­fellt stærri hluti ramma­settra út­gjalda rík­is­ins fer til vel­ferðar­mála. Fjár­mála­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að út­gjöld til vel­ferðar­mála verði nær 143 millj­örðum hærri 2024 en 2015. Hækk­un­in er 40% að raun­v­irði og jafn­gild­ir liðlega tveggja ára fram­lagi til ör­yrkja og fatlaðra sam­kvæmt fjár­lög­um þessa árs. Mest er hækk­un­in til mál­efna aldraðra eða 72%. Raun­ar geta út­gjöld til ein­stakra mála­sviða orðið enn hærri þar sem yfir 37 millj­arðar eru sett­ir til hliðar árið 2024 í vara­sjóð og til síðari ráðstaf­ana.

Aukn­ing án kollsteypu

Gríðarleg aukn­ing út­gjalda hef­ur verið mögu­leg vegna þess að okk­ur hef­ur vegnað vel og bet­ur en flest­um öðrum þjóðum. Aukn­ing­in hef­ur ekki valdið kollsteypu í efna­hags­líf­inu – þvert á móti hef­ur tek­ist að tryggja meiri stöðug­leika en áður og kaup­mátt­ur launa hef­ur auk­ist um 25% frá árs­lok­um 2015. Rík­is­sjóður hef­ur verið rek­inn með af­gangi og greitt niður skuld­ir. Er­lend staða þjóðarbús­ins hef­ur aldrei verið betri.

Hér skal það ít­rekað sem ég hef haldið fram við umræður um fjár­lög og fjár­mála­áætl­un: Sú út­gjalda­aukn­ing sem átt hef­ur sér stað und­an­far­in ár get­ur ekki haldið áfram. Fyrr eða síðar mun­um við rek­ast harka­lega á vegg. Þess vegna verður að breyta skip­an rík­is­fjár­mála – inn­leiða nýja hugs­un þegar kem­ur að ákvörðun um út­gjöld og með hvaða hætti rík­is­rekst­ur­inn er skipu­lagður. Það dug­ar þing­mönn­um ekki leng­ur að vísa aðeins til þess að þeir ætli að tryggja „nægi­lega“ fjár­muni til að reka sam­eig­in­legt vel­ferðar- og mennta­kerfi og standa und­ir öðrum verk­efn­um. Þeir verða að ganga úr skugga um að fjár­mun­irn­ir séu nýtt­ir með skyn­sam­leg­um hætti og stand­ast þær freist­ing­ar að reyna að leysa all­an vanda með aukn­um út­gjöld­um.

Póli­tískt erfitt en nauðsyn­legt

Það er tíma­bært að kjörn­ir full­trú­ar og skatt­greiðend­ur – al­menn­ing­ur – taki hönd­um sam­an og geri sam­eig­in­lega aukn­ar kröf­ur til rík­is­stofn­ana og rík­is­fyr­ir­tækja um hag­kvæm­an rekst­ur, skil­virka og góða þjón­ustu. Kraf­an er að farið sé vel með sam­eig­in­lega fjár­muni og sam­eig­in­leg­ar eign­ir. Mark­miðið er ekki að draga úr þjón­ust­unni. Mark­miðið er auka gæði henn­ar. Við verðum að losna úr þeim fjötr­um að geta ekki gert grein­ar­mun á því hver greiðir og hver veit­ir þjón­ust­una.

Ég geri mér grein fyr­ir því að það er póli­tískt erfitt að fara ofan í rík­is­rekst­ur­inn og reyna að tryggja að hann sé straum­línu­lagaður og eins hag­kvæm­ur og kost­ur er. Auðvelda leiðin er að lofa enn aukn­um út­gjöld­um og að leggja til 115 millj­arða skatta­hækk­un á næstu fimm árum líkt og Sam­fylk­ing­in lagði til í breyt­inga­til­lög­um við fjár­laga­áætl­un. (Hér skal það látið liggja á milli hluta hversu óskyn­sam­legt það er að hækka skatta þegar efna­hags­lífið er í tíma­bund­inni niður­sveiflu. Hækk­un skatta virk­ar líkt og sand­ur í tann­hjól at­vinnu­lífs­ins. Lækk­un skatta er hins veg­ar nauðsyn­leg smurn­ing).

Það skal viður­kennt að mér líður stund­um eins og það sé sér­stakt mark­mið meiri­hluta þing­manna að auka rík­is­út­gjöld – út­gjöld séu mæli­kv­arðinn á ár­ang­ur þeirra á þingi.

Áskor­un

Áskor­an­ir á kom­andi ára­tug­um gera það enn brýnna en ella að gjör­breyta vinnu­brögðum við skipu­lag rík­is­fjár­mála og ákvörðun út­gjalda.

Íslend­ing­ar standa frammi fyr­ir breyttri lýðfræðilegri sam­setn­ingu. Hlut­fall fólks sem er 67 ára og eldra hækk­ar úr 12% í 19% árið 2040. Þá verða eldri borg­ar­ar orðnir 76 þúsund. Tutt­ugu árum síðar verður hlut­fallið 22% og fjöldi eldri borg­ara 97 þúsund. Eldri borg­ar­ar verða um 114 þúsund árið 2066.

Frá og með ár­inu 2053 verða eldri borg­ar­ar sem eru utan vinnu­markaðar fleiri en þeir sem eru und­ir tví­tugu. Hlut­falls­lega verða æ fleiri utan vinnu­markaðar. Við þurf­um sem þjóð að mæta þeirri áskor­un.

Við verðum að hafa kjark til þess að viður­kenna að við erum að tapa glím­unni við ný­gengi ör­orku. Vel­ferðar­kerfið hef­ur ekki náð að rétta fólki hjálp­ar­hönd – styðja þá ein­stak­linga sem glíma við geðræn vanda­mál eða stoðkerf­is­vanda­mál og geta ekki tekið þátt í vinnu­markaðnum. Kerfið hef­ur brugðist. Á tím­um ótrú­legr­ar út­gjalda­aukn­ing­ar höf­um við orðið sinnu­laus þegar kem­ur að fjár­fest­ingu í for­virk­um aðgerðum. Ný­gengi ör­orku held­ur áfram að aukast.

Ef þróun ör­orku verður með sama hætti í framtíðinni og á síðustu ára­tug­um, fæðing­artíðni held­ur áfram að lækka og þjóðin að eld­ast, verða fleiri utan vinnu­markaðar árið 2060 en taka þátt í hon­um. Það verður því stöðugt erfiðara að fjár­magna vel­ferðar­kerfið og önn­ur þau verk­efni sem við vilj­um að hið op­in­bera sinni. Eft­ir því sem við lát­um leng­ur reka á reiðanum því erfiðara verður að mæta áskor­un­um framtíðar­inn­ar. Af­leiðing­in verður verri lífs­kjör en ella.

Boðber­ar auk­inna út­gjalda – sölu­menn auðveldra lausna þar sem auk­in út­gjöld leysa allra vanda – láta sér áskor­an­ir framtíðar í léttu rúmi liggja. Það er bæði póli­tískt erfitt og leiðin­legt að ger­ast boðberi aðhalds og hag­kvæmi í rík­is­rekstri. Miklu skemmti­legra að reka áróður fyr­ir miklu meira fyr­ir flesta en senda 115 millj­arða reikn­ing til skatt­greiðenda. Sá reikn­ing­ur mun stöðugt hækka.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :