Íslensk stjornvöld hafa lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó forseta þjóðþings Venesúela. Hann vill lýðræðislegar kosningar í landi sem var eitt sinn eitt það auðugasta í heimi en berst nú við fátækt. Við fjöllum um sögu og stöðu landsins og leitum skýringa á því hvernig sósíalisminn hefur leitt upplausnar í landinu.
Efnahagslífið er í rúst. Landsframleiðslan hefur dregist saman um nær helming frá 2013. Verðbólga er yfir milljón prósent, skortur er á flestum nauðsynjum; mat, neysluvatni, lyfjum og rafmagni. Einn af hverjum tíu íbúum landsins hefur flúið til annarra landa. Þrátt fyrir rjúkandi rústirnar ætlar Nicolás Maduro, forseti landsins, að halda áfram og mætir andstöðu af hörku.
Hér má hlusta á þáttinn: Venesúela