Baráttan framundan getur orðið hörð

Baráttan framundan getur orðið hörð

„Ef til vill hefði einhver hikað í sporum okkar Sjálfstæðismanna. Við vorum hins vegar sammála um, að því ískyggilegra sem ástandið væri, þess hærra sem holskeflan risi, því ótvíræðari og þyngri væri skylda þess flokks, sem teldi sjálfan sig stærstan og ábyrgastan íslenzkra stjórnmálaflokka, að renna ekki af hólmi, hika hvergi né hopa, heldur ráðast af öllu afli framan að voðanum.

Sú barátta um heill, heiður og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar, sem framundan er, getur orðið hörð. Án efa verður reynt að sverta þau úrræði, sem stjórnin ber fram. Reynt verður að ala á öfund og telja almenningi trú um, að verið sé að féfletta hann, en hlífa þeim ríku. Og þetta munu einmitt þeir menn gera, sem sjálfir lofuðu að sækja þarfir ríkisins í fjárhirzlur þeirra ríku. Lyklana þóttust þeir hafa. En auðæfin fundu þeir hvergi og lögðu þess vegna 1200 milljónir króna á þann sama almenning, sem þeir nú munu þykjast vilja vernda!”

Ólafur Thors í áramótaávarpi í Morgunblaðinu 31. desember 1959

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :