Slæm meðferð fjármuna skattgreiðenda

Slæm meðferð fjármuna skattgreiðenda

Fáir fjölmiðlamenn búa yfir betri þekkingu og skilningi á íslensku efnahagslífi en Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins – fylgirits Fréttablaðsins. Hann skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag um íslenskan fjármálamarkað sem er vert að vekja athygli á.

Hörður segir meðal annars:

„Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum
bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum
í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, minnst fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum.”

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :