Land tækifæra og velmegunar

Í amstri dags­ins þar sem við sitj­um þar að auki und­ir stöðugum frétt­um af því sem miður fer í heim­in­um, vill að gleym­ast hve gott það er að búa á Íslandi – hversu mik­il gæfa það er að fæðast hér eða eiga hér heima. Þrátt fyr­ir ým­is­legt megi færa til […]

Share

„Lifandi” lögskýringar og veikt löggjafarvald

Löggjafinn – Alþingi – er fremur veikbyggður gagnvart framkvæmdavaldinu og sumir halda því fram að þingið sé lítið annað en afgreiðslustofnun, þar sem frumvörp ráðherra eru afgreidd á færibandi. Það er ekki aðeins framkvæmdavaldið sem hefur sótt að löggjafanum. Dómstólar hafa gert það með ákveðnum hætti. Hugmyndin um að dómstólar […]

Share

Mikilvægi flugsins vanmetið

Fáar þjóðir eiga meira undir flugi en við Íslendingar. Efnahagslegt mikilvægi flugrekstrar er gríðarlegt – meira en flestir gera sér grein fyrir. Við eigum hins vegar mörg verkefni ókláruð til að tryggja undirstöður flugsins og þar með ferðaþjónustunnar. Þetta er ekki bara spurning um efnahagslegt mikilvægi heldur ekki síður öryggi. […]

Share

Vilji meirihluta kjósenda nær loksins fram

Undir lok júní 2016 skrifaði ég eftirfarandi í Morgunblaðsgrein: „Vonir um að embættismenn og Evrópu-elítan bæru gæfu til að draga réttan lærdóm af skilaboðum meirihluta breskra kjósenda virðast því miður ekki ætla að rætast. Valdastéttin í Evrópu er ekki fær um að hlusta. Þegar almenningur segir hingað og ekki lengra; […]

Share

Blæðandi hjarta íhaldsmanns

Jack Kemp var maður drenglyndis í stjórnmálum. Hann taldi sig eiga pólitíska andstæðinga en enga pólitíska óvini. Í hverjum andstæðingi sá hann mögulega bandamenn og var óhræddur við að hrósa demókrötum og eiga við þá samvinnu til að vinna að hagsmunum almennings. Ronald Reagan og Jack Kemp sannfærðu samherja sína […]

Share

Í sjálfheldu fábreytileika og aukinna útgjalda

Krafan um stöðugt aukin ríkisútgjöld er sterk. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á síðustu árum vantar fjármuni í alla málaflokka, sé tekið mið af fréttum, ákalli hagsmunaaðila og kröfum stjórnmálamanna að því er virðist úr öllum flokkum. Það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið, í almannatryggingar, í menntakerfið, í samgöngur og löggæslu. Umhverfismál […]

Share

Elítan, umræðustjórnar og almenningur

Líklegast eru „umræðustjórar“ til í flestum frjálsum samfélögum – fólk sem er sannfært um að það sé best til þess fallið að ákveðna um hvað skuli fjallað, hvað skuli krufið til mergjar í fjölmiðlum og hvert kastljósið skuli beinast hverju sinni. Umræðustjórarnir eru ófeimnir við að fella dóma yfir mönnum […]

Share

Samvinna og áskoranir kynslóðanna

Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar er áskorun sem kynslóðirnar verða að mæta í sameiningu. Góðu fréttirnar eru að við stöndum sterka að vígi efnahagslega, lífeyriskerfið með því öflugasta sem þekkist í heiminum, lífaldur er að hækka og lífsgæðin að aukast. Vondu fréttirnar eru þær að hlutfallslega verða æ færri á vinnumarkaði.  Við […]

Share