Skattasniðganga hins opinbera

„Það er al­kunna að álög­ur ís­lenska rík­is­ins á olíu og bens­ín eru gríðarleg­ar. Það eru hins veg­ar fáir í aðstöðu til þess að „skjót­ast“ til annarra landa til að losna und­an þess­um álög­um eins og Land­helg­is­gæsl­an stund­ar. Þessi inn­kaup eru þeim mun sér­stæðari að Gæsl­an er önn­ur meg­in­lög­gæslu­stofn­un ís­lenska lýðveld­is­ins ásamt lög­regl­unni. Að hún leyfi sér, að því er virðist með bless­un ráðherra, að stunda það sem á tækni­máli yrði vænt­an­lega nefnt „skipu­leg skattasniðganga“ er ein­hvern veg­inn hand­an við mörk þess mögu­lega.”

Þannig skrifar Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður og stjórnarmaður í N1, í Morgunblaðið þriðjudaginn 11. september. Hann vitnar til fréttar Morgunblaðsins nokkrum dögum undir und­ir fyr­ir­sögn­inni „Þór skrapp til Fær­eyja“. Þar var sagt frá því  að varðskipið Þór hefði verið við gæslu­störf á Aust­fjarðamiðum en notað tækifærið til að fara til Færeyja til að taka 600 þúsund lítra af olíu. Land­helg­is­gæsl­an þarf ekki að greiða gjöld og skatta af ol­í­unni og því sé hún tals­vert ódýr­ari en hér á landi.

„Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt áherslu á tvennt sem þessu máli teng­ist með vand­ræðal­eg­um hætti. Hið fyrra er átak gegn skattund­an­skot­um og fyr­ir bættu skattasiðferði. Hið síðara eru mark­tæk­ar aðgerðir í lofts­lags­mál­um til að sporna gegn hlýn­un jarðar,” skrifar Þórarinn Viðar sem bendir í framhaldinu á að sigl­ing­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar til Fær­eyja, – til þess að kom­ast und­an skatt­lagn­ingu ís­lenska rík­is­ins á olíu, m.a. kol­efn­is­gjald­inu – séu í hróp­andi mót­sögn við bæði þessi mark­mið.

„Land­helg­is­gæsl­an hlýt­ur að geta upp­lýst hvað skip Gæsl­unn­ar hafa brennt mik­illi olíu í inn­kaupa­ferðum sín­um til Fær­eyja; hún hlýt­ur líka að geta upp­lýst hversu lengi skip­in hafa verið utan lög­sög­unn­ar í þess­um er­inda­gerðum, hvað klukku­stund­in kost­ar í út­haldi varðskip­anna og þá hver heild­ar­kostnaður hef­ur verið af þess­um sigl­ing­um. Loks hlýt­ur Gæsl­an að geta upp­lýst a.m.k. ráðherr­ann um það, hvað henni hef­ur tek­ist að hafa mikið fé af rík­is­sjóði í formi skatta og gjalda af ol­í­unni sem keypt var.

Það er auðvitað margt fleira en olía sem kost­ar minna í frí­höfn­um er­lend­is en út úr búð hér á landi. Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa þó verið birt­ar um það hvort Gæsl­an komi sér und­an skött­um og gjöld­um af fleiri vöru­teg­und­um í inn­kaupa­ferðum sín­um er­lend­is.

Það fram­ferði rík­is­valds­ins í líki Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem hér er lýst ger­ir allt tal stjórn­valda um stór­bætt siðferði í stjórn­mál­um og viðskipt­um, að ekki sé nú nefnt átak til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, í senn inn­an­tómt og hjákát­legt. Gott siðferði verður trú­lega seint stofn­ana­vætt eða reglu­bundið. Það mun vera iðkan þess sem virk­ar best.”

Share