Að gleðjast aldrei

Sirrý Hallgrímsdóttir heldur því fram að móralistarnir séu vaxandi vandamál í allri þjóðfélagsumræðu hér á landi. Í Bakþönkum Fréttablaðsins skrifar Sirrý:

„Þessi hópur er duglegur að skrifa, blogga og tjá sig um málefni líðandi stundar. Einkenni hans er að það er aldrei hægt að gleðjast yfir nokkrum hlut vegna þess að alltaf er hægt að finna eitthvað sem er ekki í lagi.

Við þekkjum þessa týpu úr umræðunni, glasið alltaf hálftómt, alltaf eitthvað til að hneykslast á og finna að.“

 

Sirrý segir að ekki megi ruglast á móralistum og þeim sem setja fram rökstudda gagnrýni. En þótt Sirrý vorkenni móralistum ekki þá telur hún þá eiga bágt. Lífið hafi verið þeim mótdrægt:

„Ísland er ömurlegt nema það komi ný stjórnarskrá, það er allt stopp nema kvótakerfið verði aflagt, Sjálfstæðisflokkurinn verður að hætta að bjóða fram, ef flugvöllurinn fer eða fer ekki þá er ekki hægt að búa hérna og allir eru gerspilltir.

Og þeir sem ekki eru sammála móralistunum eru heimskir eða ógeðslegir hagsmunaseggir sem ætti að loka inni.“

Share