Valfrelsi í skólakerfinu

Fátt skipt­ir for­eldra meira máli en að börn­um þeirra standi til boða góð mennt­un. Fyr­ir börn­in er mennt­un lyk­ill­inn að framtíðinni. Grunn­ur­inn er lagður í grunn­skól­um og leik­skól­um. Allt það sem á eft­ir kem­ur bygg­ist á þess­um grunni, sem sveit­ar­fé­lög­in hafa tekið að sér að bera ábyrgð á.

Það er miður hve fá­tæk­leg op­in­ber umræða um mennta­mál er í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna næst­kom­andi laug­ar­dag. Um það verður ekki ef­ast að all­ir fram­bjóðend­ur til sveit­ar­stjórna vilja standa vel að mál­um leik- og grunn­skóla. Marg­ir lofa enn hærri út­gjöld­um og taka und­ir kröfu um að fjölga sér­fræðing­um í grunn­skól­um og lýsa því yfir að nauðsyn­legt sé að hækka laun kenn­ara. En verður vand­inn sem við er glímt leyst­ur með þess­um ein­falda hætti? Munu gæði mennt­un­ar aukast? Ég leyfi mér að ef­ast.

Í skýrslu Sam­taka iðnaðar­ins – Ísland í fremstu röð efl­um sam­keppn­is­hæfn­ina – er bent á að eng­in þjóð inn­an OECD verji hærri fjár­mun­um til grunn­skól­ans en Íslend­ing­ar. Þrátt fyr­ir þetta bend­ir alþjóðleg­ur sam­an­b­urður til þess að ís­lensk­ir nem­end­ur standi lak­ar að vígi en nem­end­ur þeirra landa sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við. Á mæli­kv­arða PISA var Ísland í 27. sæti af 35 í lesskiln­ingi og 24. sæti í stærðfræði.

Grunn­skóla­nem­end­um á hvern kenn­ara hef­ur fækkað á und­an­förn­um ára­tug­um. Stöðugild­um kenn­ara fjölgaði um 868 frá alda­móta­ár­inu til árs­ins 2016. Nem­end­um á stöðugildi fækkaði úr 12,7 í 10,3. Öðru starfs­fólki grunn­skól­anna hef­ur einnig fjölgað. Frá 2000 til 2016 fjölgaði stöðugild­um við ís­lenska grunn­skóla um 1.549 sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar.

Heild­ar­út­gjöld sveit­ar­fé­lag­anna vegna grunn­skól­ans námu alls 79,5 millj­örðum króna árið 2016 sem er um 24,5 millj­örðum hærri fjár­hæð á föstu verðlagi en árið 2000. Sam­kvæmt gögn­um Hag­stof­unn­ar lækkuðu út­gjöld­in tölu­vert að raun­v­irði í kjöl­far falls bank­anna en hafa hækkað aft­ur á síðustu árum. Svipaða sögu er að segja af leik­skól­um en út­gjöld vegna rekst­urs þeirra voru yfir sjö millj­örðum hærri 2016 en alda­móta­árið á föstu verðlagi. Á síðasta ári var kostnaður á hvern nem­anda liðlega 230 þúsund krón­um hærri að raun­v­irði en 2006. Hver nem­andi kost­ar um 810 þúsund krón­ur á ári.

Í áður­nefndri skýrslu Sam­taka iðnaðar­ins kem­ur fram að kennslu­stund­ir séu til­tölu­lega fáar á Íslandi ár­lega í sam­an­b­urði við lönd OECD. Þrátt fyr­ir hærri fjár­fram­lög hér og þrátt fyr­ir að nem­end­um hafi fækkað á hvern kenn­ara er ár­ang­ur­inn lak­ari en í þeim lönd­um sem við vilj­um standa jafn­fæt­is eða bet­ur þegar kem­ur að sam­keppn­is­hæfni mennta­kerf­is­ins og at­vinnu­lífs­ins.

Metnaður kyn­slóðanna

Hver kyn­slóð hef­ur metnað. For­eldr­ar mín­ir lögðu mikið á sig svo lífs­kjör mín yrðu betri en þeirra eig­in og ég hefði fleiri tæki­færi til að láta drauma mína ræt­ast. Hið sama var að segja um for­eldra þeirra. Með sama hætti hef­ur það verið kapps­mál kyn­slóðanna að byggja upp mennta­kerfi þannig að þeir sem á eft­ir koma fái notið betri mennt­un­ar en áður var í boði.

Sú hætta virðist raun­veru­leg að kyn­slóðin sem nú vex úr grasi fái ekki notið betri mennt­un­ar en við sem erum eldri feng­um. Það yrði í fyrsta skipti í sögu okk­ar sem gæðum mennt­un­ar hrakaði á milli kyn­slóða. Auk­in út­gjöld til mennta­mála virðast ekki koma í veg fyr­ir lak­ari getu í lestri og stærðfræði – und­ir­stöðu alls sem á eft­ir kem­ur.

Rök­in fyr­ir skóla­skyldu eru aug­ljós og óum­deild. Fáir ef nokkr­ir gera ágrein­ing um skyn­semi þess og rétt­læti að hið op­in­bera – ríki og sveit­ar­fé­lög – fjár­magni mennta­kerfi að stór­um hluta og þá ekki síst grunn- og leik­skóla.

Skort­ur á sam­keppni og val­frelsi

Ágrein­ing­ur­inn snýr frem­ur að því hvort og þá með hvaða hætti rétt sé að skilja að fjár­mögn­un og rekst­ur í mennta­kerf­inu. Ef ekki er greint á milli þess hver greiðir og hver veit­ir þjón­ust­una, er um leið verið að taka ákvörðun um að tak­marka val­frelsi nem­enda og for­eldra, fækka at­vinnu­mögu­leik­um kenn­ara, koma í veg fyr­ir heil­brigða sam­keppni og draga úr fjöl­breytni.

Íslend­ing­ar hafa í gegn­um ára­tugi byggt upp mennta­kerfi þar sem op­in­ber­ir aðilar sjá um stærsta hluta rekstr­ar ekki síst grunn­skól­ans. Með ör­fá­um und­an­tekn­ing­um ann­ast sveit­ar­fé­lög­in sjálf rekst­ur grunn- og leik­skóla. Val­frelsi nem­enda er í besta falli tak­markað og sam­keppni um vinnukrafta kenn­ara er í raun eng­in.

Sömu lög­mál gilda um mennt­un og alla aðra þjón­ustu. Sam­keppni kall­ar fram það besta fyr­ir neyt­end­ur. Það er því nauðsyn­legt að brjóta upp kerfið og inn­leiða sam­keppni á fyrstu skóla­stig­um – láta fé fylgja nem­anda. Skól­ar eiga að keppa um nem­end­urna en ekki taka þeim sem sjálf­gefn­um hlut sem þeir þurfa að sinna vegna þess að for­eldr­ar hafa ákveðið að búa í viðkom­andi skóla­hverfi. Skól­ar eiga ekki að vera með nem­end­ur í sjálf­krafa áskrift. Í þessu geta sveit­ar­fé­lög sótt í smiðju Garðabæj­ar sem hef­ur inn­leitt heil­brigða sam­keppni milli skóla óháð rekstr­ar­formi þeirra.

Fyr­ir kenn­ara ætti fjöl­breytni í rekstr­ar­formi grunn­skóla að vera keppikefli. Samn­ings­staða þeirra gagn­vart mennta­stofn­un­um er allt önn­ur og betri ef sam­keppni er um starfs­krafta þeirra. Dug­mikl­ir kenn­ar­ar sem skila ár­angri fá umb­un í formi hærri launa í stað þess að þurfa að sætta sig við laun sem eru óháð frammistöðu.

Og hvað fáum við að laun­um ef við sker­um upp kerfið og lof­um vind­um val­frels­is að blása um skóla­kerfið? Betri skóla og meiri gæði mennt­un­ar. Ný­sköp­un, hag­kvæm­ari og arðbær­ari nýt­ingu fjár­muna.

Share