Ritlingur þessi inniheldur greinar um pólitískan rétttrúnað, merkingu orða og hvernig stjórnlyndi klæðist fallegum búningi. Greinarnar skrifaði ég í Morgunblaðið frá 2013 til 2017 og eru birtar í tímaröð, þær elstu fyrst. Hægt er að nálgast pdf-skrá hér: Rétttrúnaður og öfugsnúið frjálslyndi.
Ég hef alla tíð lagt á það áherslu að leikreglur samfélagsins séu skýrar, einfaldar og gagnsæjar og umfram allt að allir standi jafnir fyrir lögum og reglum. Stjórnlyndir – sem oftar en ekki vilja kenna sig við frjálslyndi – eru hins vegar sannfærðir um ágæti þess að setja lög og reglur um flest ef ekki allt er viðkemur mannlegri hegðun. Þar skiptir jafnræði einstaklinganna minnstu – mikilvægast er að ná fram ákveðnum pólitískum markmiðum.
Stjórnlyndi og pólitísk rétthugsun ganga þvert á grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins til orðs og æðis. Birgir Kjaran var einn merkasti þing- og hugsjónamaður Sjálfstæðisflokksins. Í erindi sem hann flutti árið 1959 sagði hann meðal annars:
„Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og að frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“
Efnisyfirlit
- Net pólitískrar rétthugsunar
- Vinstrifléttur og frjálst val til hægri
- „Ónýtt“ land með „fávitum“ og „vælandi aulum“
- Frjálslyndir, umburðarlyndir, víðsýnir og svo við hin
- Það er eitthvað öfugsnúið
- Látum barnfóstruna redda þessu
- Í upplausn og umróti samtímans
- Almenningur vs. elítan
- Þjóðkirkja í pólitík
- Værukærir hægrimenn og vopnfimir vinstri menn
- Vökult auga stjórnlyndrar elítu
- Umræðustjórar umburðarlyndis og neikvæðni
- Teikniborð samfélagsverkfræðinga og teknókrata
- Síbreytilegar leikreglur
You must be logged in to post a comment.