Að afsala sér tekjum annarra

Að afsala sér tekjum annarra

Lái mér hver sem vill. Ég hef áhyggj­ur af því hvernig marg­ir nálg­ast umræðu um skatt­heimtu rík­is­ins. Hug­mynda­fræðin sem ligg­ur þar að baki er mér ekki aðeins óskilj­an­leg held­ur geng­ur hún gegn öll­um hug­mynd­um mín­um um frelsi ein­stak­linga til orðs og at­hafna, eign­ar­rétt og til­gang rík­is­valds­ins.

Alþingi af­greiddi fjár­lög fyr­ir árið sem nú er gengið í garð síðastliðinn föstu­dag. Aldrei hafa tekj­ur rík­is­ins verið áætlaðar hærri og hið sama á við um út­gjöld­in. Heild­ar­gjöld rík­is­ins sam­kvæmt fjár­lög­um verða rúm­lega 807 millj­arðar króna en út­gjöld­in hækkuðu um liðlega tvo millj­arða í meðför­um þings­ins. Heild­ar­tekj­ur verða 840 millj­arðar gangi frum­varpið eft­ir – um 64 millj­örðum krón­um hærri en fjár­lög síðasta árs en rúm­lega 25 millj­örðum hærri en end­ur­met­in tekju­áætlun rík­is­sjóðs. Á þessu ári gera fjár­lög ráð fyr­ir að skatt­tekj­ur og trygg­inga­gjald verði yfir 35 millj­örðum hærri en end­ur­skoðuð áætl­un fyr­ir síðasta ár ger­ir ráð fyr­ir. Á móti lækka arðgreiðslur til rík­is­sjóðs veru­lega. Á þessu ári er gert ráð fyr­ir að arðgreiðslur til rík­is­sjóðs verði um 18,7 millj­arðar en á síðasta ári námu arðgreiðslur um 39,8 millj­örðum, langt um­fram það sem reiknað var með. Munaði þar mest um háar arðgreiðslur frá bönk­un­um.

Rík­is­sjóður hef­ur fitnað ágæt­lega á síðustu árum – hann hef­ur fengið að njóta hag­vaxt­ar líkt og flest­ir lands­menn. Þrátt fyr­ir að slakað hafi verið á skattaklónni und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins – al­menn vöru­gjöld af­num­in, toll­ar felld­ir niður af flest­um vör­um, tekju­skatt­ur ein­stak­linga lækkaður, milliþrep af­numið og trygg­inga­gjald lækkað – verða skatt­tekj­ur og trygg­inga­gjald rúm­lega 187 millj­örðum krón­um hærri á þessu ári að nafn­verði en árið 2013. Á föstu verðlagi er hækk­un­in um 150 millj­arðar króna eða yfir 27%.

„Getu­leysi“ við tekju­öfl­un

Þessi gríðarlega tekju­aukn­ing er ekki nægj­an­leg í huga þeirra sem kalla á aukna skatt­heimtu. Í umræðum um fjár­lög var rík­is­stjórn­in sökuð um „getu­leysi“ til að afla tekna. „Millj­arðar tekna eru gefn­ir eft­ir í frum­varp­inu,“ sagði formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í þing­ræðu. Fé­lagi hans og full­trúi í fjár­laga­nefnd var sama sinn­is: „Tekju­leiðirn­ar eru svo sann­ar­lega fyr­ir hendi. Þær eru bara ekki nýtt­ar.“

Af mál­flutn­ingi flestra þing­manna stjórn­ar­and­stöðunn­ar um fjár­lög var ekki hægt að draga aðra álykt­un en að rík­is­stjórn­in væri að boða um­fangs­mikla lækk­un skatta. Fátt var fjær sann­leik­an­um (því miður). Kol­efn­is­gjöld voru hækkuð um 50% og fjár­magn­s­tekju­skatt­ur hækkaður úr 20% í 22% (en á móti var frí­tekju­mark vaxta­tekna hækkað). Flest gjöld voru hækkuð til sam­ræm­is við spá um þróun verðlags.

Það var helst Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, sem gerði at­huga­semd­ir við fyr­ir­hugaðar hækk­an­ir. Logi Ein­ars­son botnaði ekk­ert í þeim at­huga­semd­um: „Ég skildi ekki al­veg hvað hann [Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son] var að tala um vegna þess að nettó­eft­ir­gjöf tekna í fjár­lög­un­um frá fjár­lög­um Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar er um 15 millj­arðar og það á að gefa frek­ar eft­ir.“

„Eft­ir­gjöf­in“ sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar kallaði svo var meðal ann­ars fólg­in í því að hækka ekki kol­efn­is­gjöld um 100% held­ur „aðeins“ um 50%. Í frum­varpi sem Bene­dikt Jó­hann­es­son, þáver­andi fjár­málaráðherra, lagði fram í sept­em­ber síðastliðnum var til­laga um tvö­föld­un kol­efn­is­gjalds­ins. Rétt er að taka fram að í umræðum um frum­varpið, sem aldrei náði fram að ganga þar sem rík­is­stjórn­in sprakk, lýsti ég yfir and­stöðu við slíka hækk­un og var ekki einn meðal stjórn­arþing­manna í and­stöðunni.

Eitt­hvað er öf­ug­snúið

En 50% hækk­un skatta er engu að síður „eft­ir­gjöf“ á tekj­um í huga skattaglaðra stjórna­mála­manna. Þegar Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, full­trúi Sam­fylk­ing­ar í fjár­laga­nefnd, gerði grein fyr­ir nefndaráliti sagði hann meðal ann­ars:

„Við erum núna í dag eða vor­um að greiða at­kvæði um í morg­un að ekki ætti að hækka kol­efn­is­gjaldið eins og til stóð. Það eru tveir millj­arðar sem rík­is­stjórn Vinstri-grænna er að af­sala sér.“

Í andsvör­um við Will­um Þór Þórs­son, formann fjár­laga­nefnd­ar, sagði Ágúst Ólaf­ur að með því að ýta á „einn takka“ hefðu tveir millj­arðar farið frá rík­inu:

„Hið sama má segja um fjár­magn­s­tekju­skatt­inn. Við ýtt­um á einn takka og ákváðum að fjár­magn­s­tekju­skatt­ur­inn yrði 22%. Af hverju ekki 25%? Auðlegðarskatt­ur­inn er ekki flókið fram­lag. Við vor­um með auðlegðarskatt sem gaf 5-10 millj­arða, allt eft­ir því hvernig áraði. Þetta er ekk­ert svo flókið, það sem skort­ir er póli­tísk­ur vilji þess­ara blessuðu stjórn­ar­flokka.“

Það er eitt­hvað öf­ug­snúið við þá rök­semda­færslu að rík­is­sjóður sé að „af­sala“ sér tekj­um með því að hækka ekki skatta og álög­ur meira en lagt er til. Að þing­menn setj­ist niður og reikni hve „nettó­eft­ir­gjöf tekna“ er mik­il vegna þess að skatt­heimta á fyr­ir­tæki og ein­stak­linga er ekki eins þung og þeir vilja er áhyggju­efni – ekki aðeins fyr­ir mig sem hægrimann held­ur fyr­ir allt launa­fólk. Virðing­in fyr­ir sjálfsafla­fé og eign­um ein­stak­linga er lít­il. Engu er lík­ara en hinir skattaglöðu stjórn­mála­menn líti svo á að ríkið eigi rétt á öllu því sem ein­stak­ling­ur­inn afl­ar og að ríkið „af­sali sér“ því sem hann fær að halda eft­ir þegar búið er að greiða skatta – veiti „nettó­eft­ir­gjöf“ í góðsemi sinni.

Share
Share

Written by:

View All Posts
Follow Me :