Förum varlega, við erum á toppnum

Flest­ir hag­vís­ar benda til að við Íslend­ing­ar séum á toppi hagsveifl­unn­ar og að á næstu miss­er­um og árum dragi veru­lega úr vexti efna­hags­lífs­ins. En framtíðin er óneit­an­lega björt ef haldið er rétt á spil­un­um. Aðrar þjóðir horfa til Íslands með nokk­urri öf­und.

Síðustu ár hafa verið ís­lensku þjóðarbúi hag­stæð. Á síðasta ári var hag­vöxt­ur 7,4% og það þrátt fyr­ir góðan vöxt árið á und­an. Vöxt­ur­inn hef­ur haldið áfram á þessu ári sem er sjö­unda árið í röð sem lands­fram­leiðslan eykst. Þjóðhags­spá Hag­stof­unn­ar ger­ir ráð fyr­ir að nokkuð dragi úr á næsta ári og hag­vöxt­ur verði 3,1% og 2,5-2,6% á ári fram til árs­ins 2023. Gangi spá­in eft­ir mun­um við Íslend­ing­ar þá hafa notið 13 ára hag­vaxt­ar­skeiðs.

En það er langt í frá sjálf­gefið að þjóðhags­spá ræt­ist. Óvissuþætt­ir eru fjöl­marg­ir eins og Hag­stof­an bend­ir á:

  • Niður­stöður kjara­samn­inga
  • Breyt­ing­ar á rík­is­fjár­mála­stefnu vegna stjórn­ar­skipta
  • Geng­is- og verðlagsþróun
  • Áhrif sterks raun­geng­is á ut­an­rík­is­viðskipti
  • Þróun fast­eigna­verðs og íbúðamarkaðar
  • Alþjóðleg efna­hagsþróun

Óhag­stæðari sam­setn­ing

Vand­inn sem við þurf­um að horf­ast í augu við er að sam­setn­ing hag­vaxt­ar á þessu ári er allt önn­ur og óhag­stæðari en síðustu ár. Drif­kraft­ur­inn er einka­neysla og að hluta fjár­fest­ing, en þar er einnig viðvör­un­ar­ljós. Á þriðja árs­fjórðungi jókst at­vinnu­vega­fjár­fest­ing aðeins um 1,4% frá sama tíma­bili á síðasta ári. Fyrstu níu mánuði árs­ins jókst fjár­fest­ing at­vinnu­veg­anna um 4,9%. Með öðrum orðum: Sam­setn­ing hag­vaxt­ar­ins er óhag­stæðari en áður og grein­ing­ar­deild Íslands­banka bend­ir á að áhrif af háu raun­gengi séu far­in að segja til sín „en hátt raun­gengi hvet­ur til meiri einka­neyslu vegna mik­ils kaup­mátt­ar gagn­vart út­lönd­um, á sama tíma og það dreg­ur úr sam­keppn­is­hæfni þjóðarbús­ins á alþjóðavísu“.

Í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans er bent á að út­flutn­ing­ur hafi ekki lagt neitt til hag­vaxt­ar á þriðja árs­fjórðungi, ólíkt því sem áður hef­ur verið. „Í fyrsta sinn síðan á fjórða árs­fjórðungi 2014 dróst út­flutn­ing­ur sam­an milli ára. Þó að það hafi komið á óvart að vöru­út­flutn­ing­ur hafi dreg­ist sam­an um 2,7% milli ára voru það ekki stærstu frétt­irn­ar held­ur þær að þjón­ustu­út­flutn­ing­ur dróst sam­an um 0,1%. Það er í fyrsta skiptið síðan á fjórða árs­fjórðungi 2012 eða í tæp fimm ár að sam­drátt­ur mæl­ist í þjón­ustu­út­flutn­ingi.“

Grein­ing­ar­deild Íslands­banka vek­ur einnig at­hygli á þeirri staðreynd að þjón­ustu­út­flutn­ing­ur hafi ekki auk­ist „þrátt fyr­ir met­sum­ar hvað varðar fjölda ferðamanna. Virðist sem hápunkt­in­um sé náð varðandi fram­lag vaxt­ar ferðaþjón­ust­unn­ar til hag­vaxt­ar, en æv­in­týra­leg­ur vöxt­ur í þeim geira hef­ur verið einn helsti drif­kraft­ur hag­vaxt­ar und­an­far­in miss­eri.“

Í þjóðhags­spá Hag­stof­unn­ar í nóv­em­ber seg­ir að lík­legt sé að það hægi á fjölg­un ferðamanna á þessu ári og vís­bend­ing­ar séu um að eyðsla á mann drag­ist sam­an, meðal ann­ars vegna geng­is krón­unn­ar. Því er reiknað með að sterkt raun­gengi dragi „frek­ar úr vexti ferðaþjón­ustu og annarra út­flutn­ings­greina næstu ár en árið 2018 er spáð 4,3% aukn­ingu út­flutn­ings og 3,3% aukn­ingu árið 2019“.

Ferðarþjón­ust­an mun því ekki standa und­ir vexti efna­hags­lífs­ins á kom­andi árum með sama hætti og hún hef­ur gert, a.m.k. ekki að óbreyttu. Staða annarra út­flutn­ings­greina s.s. sjáv­ar­út­vegs er lak­ari en ella vegna geng­is krón­unn­ar. Sam­keppn­is­staða ís­lenskra fyr­ir­tækja er áhyggju­efni. Mikl­ar launa­hækk­an­ir, hátt raun­gengi, háir vext­ir og þung­ar op­in­ber­ar álög­ur hafa veikt fyr­ir­tæk­in í sam­keppni jafnt á er­lend­um mörkuðum sem hér inn­an­lands.

Höf­um notið upp­sveifl­unn­ar

Íslend­ing­ar hafa notið góðær­is­ins und­an­far­in ár. Skuld­ir fyr­ir­tækja hafa lækkað og rík­is­sjóður hef­ur greitt skuld­ir hressi­lega niður. Sömu sögu er að segja af fjöl­skyld­um. Eig­in­fjárstaða heim­il­anna hef­ur ekki verið betri frá ár­inu 2007 eða um 137% af vergri lands­fram­leiðslu sam­kvæmt Hag­stof­unni. Hlut­fall skulda af ráðstöf­un­ar­tekj­um heim­il­anna hef­ur lækkað stöðugt frá ár­inu 2010. Eign­ir um­fram skuld­ir hafa auk­ist um 68% frá ár­inu 2012 sam­kvæmt skatt­fram­töl­um eða um 1.090 millj­ón­ir króna. Þeim fjölg­ar sem eru með já­kvæða eig­in­fjár­stöðu sam­kvæmt fram­töl­um og um leið fækk­ar þeim veru­lega sem eru með skuld­ir um­fram eign­ir. (Vert er að hafa í huga að hluti eigna er met­inn tölu­vert und­ir raun­v­irði þegar talið er fram til skatts, s.s. hluta­bréf.)

Bætt staða heim­il­anna end­ur­spegl­ar hag­stæða þróun launa. Á síðasta ári juk­ust ráðstöf­un­ar­tekj­ur á mann um 8,7% og kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna um 6,9%. Þetta var þriðja árið í röð sem kaup­mátt­ur­inn jókst. Þró­un­in hef­ur haldið áfram á þessu ári. Síðustu tólf mánuði fram í októ­ber síðastliðinn hækkaði vísi­tala kaup­mátt­ar launa um 5,2% á sama tíma og verðlag hækkaði aðeins um 1,9%. Kaup­mátt­ur launa var 26,6% hærri í októ­ber síðastliðnum en í sama mánuði fyr­ir fjór­um árum.

Auk­in fjár­fest­ing – lægri skatt­ar

Frammi fyr­ir minni spennu í efna­hags­líf­inu og aukn­um slaka á vinnu­markaði er það ekki sér­stak­lega skyn­sam­legt að auka rekstr­ar­út­gjöld hins op­in­bera. Það er líkt og pissa í skó­inn; maður nýt­ur þess í fyrstu en svo sæk­ir kuld­inn að og kals­ár mynd­ast. En það eru góð rök fyr­ir því að ráðast í arðbær­ar fjár­fest­ing­ar í innviðum – nýta slak­ann á vinnu­markaði. Í þjóðhags­spá er bent á að mjög sterk­ar vís­bend­ing­ar séu um minni fjölg­un starfa og aukið at­vinnu­leysi. Reiknað er með að at­vinnu­leysi verði um 2,7% á þessu ári og 3% á því næsta en auk­ist eft­ir það þegar hæg­ir á vexti hag­kerf­is­ins.

Þegar hæg­ir á efna­hags­líf­inu er einnig skyn­sam­legt að huga að því að ríki og sveit­ar­fé­lög slaki á klónni – lækki skatta og ýti þannig und­ir efna­hags­lega starf­semi. Svig­rúmið ætti að vera fyr­ir hendi þegar litið er til þess að á síðasta ári voru tekj­ur hins op­in­bera (án stöðug­leikafram­laga til rík­is­ins) um 32% hærri að raun­v­irði á hvern Íslend­ing en alda­móta­árið 2000. Útgjöld voru 46% hærri eða um 4,2 millj­ón­ir á hverja fjöl­skyldu.

Tekj­ur rík­is og sveit­ar­fé­laga (án stöðug­leikafram­laga) námu tæpri 3,1 millj­ón á mann á liðnu ári eða um 12,4 millj­ón­um á hverja fjöl­skyldu. Þetta er 1,7 millj­ón­um króna hærri fjár­hæð á föstu verðlagi á fjöl­skyldu en fyr­ir fimm árum.

Einn af óvissuþátt­um í þjóðhags­spá Hag­stof­unn­ar er rík­is­fjár­mála­stefna nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri-grænna. Á morg­un, fimmtu­dag, kem­ur Alþingi sam­an í fyrsta skipti frá kosn­ing­um og þá verður fjár­laga­frum­varp 2018 lagt fram. Í fram­hald­inu verður fjár­mála­stefna næstu fimm ára kynnt.

Skoðanakann­an­ir benda til þess að rík­is­stjórn­in njóti stuðnings mik­ils meiri­hluta lands­manna. Mikl­ar von­ir eru bundn­ar við að hún verði far­sæl – vænt­ing­arn­ar eru mikl­ar enda hafa for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar gefið stór fyr­ir­heit. Útgjöld verða auk­in og það hressi­lega í suma mála­flokka. Til þess geta staðið rök en á móti er nauðsyn­legt að auka aðhald á öðrum sviðum rík­is­rekstr­ar og um leið gera aukn­ar og skýr­ari kröf­ur um meðferð op­in­bers fjár – efla eft­ir­lit með að fjár­mun­ir séu nýtt­ir með hag­kvæm­asta hætti sem kost­ur er.

Sú hraða aukn­ing út­gjalda sem verið hef­ur á síðustu árum verður ekki sjálf­bær þegar dreg­ur úr vexti efna­hags­lífs­ins. Það get­ur molnað fljótt und­an ótrú­lega góðri stöðu þjóðarbús­ins.

Við erum á toppn­um og verðum að fara var­lega.

Share