Áskoranir í ríkisfjármálum

Í kom­andi viku þurfa alþing­is­menn að bretta upp erm­ar. Þeirra bíður það verk­efni að af­greiða fjár­lög fyr­ir kom­andi ár og til þess hafa þeir ekki marga daga. All­ir stjórn­mála­flokk­ar gáfu fyr­ir­heit í aðdrag­anda kosn­inga. Fjár­festa í innviðum; heil­brigðis-, mennta- og sam­göngu­kerf­inu. Setja aukna fjár­muni í al­manna­trygg­ing­ar, heil­brigðisþjón­ustu, rann­sókn­ir og þróun og í mennta­kerfið. Lof­orðalist­inn yfir hærri út­gjöld er lengri.

Þrátt fyr­ir þá staðreynd að skatt­ar á Íslandi séu með því hæsta sem ger­ist meðal aðild­ar­ríkja OECD boðuðu marg­ir hækk­un skatta fyr­ir kosn­ing­ar. Aðrir vildu tryggja óbreytt ástand en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn talaði með skýr­um hætti fyr­ir lækk­un skatta. Umræða um sam­spil skatt­byrði og sam­keppn­is­hæfni lands­ins var hins veg­ar ekki fyr­ir­ferðar­mik­il í kosn­inga­bar­átt­unni.

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur fær ekki langa hveiti­brauðsdaga. Ég þekki eng­in dæmi um að rík­is­stjórn hafi haft jafn fáa daga til að und­ir­búa og ganga frá fjár­laga­frum­varpi og rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri-grænna hef­ur. Ekki er hægt að ætl­ast til að stefnu­mót­un í rík­is­fjár­mál­um til lengri tíma birt­ist full­mótuð í frum­varp­inu. Sam­eig­in­leg framtíðar­sýn stjórn­ar­flokk­anna í ein­stök­um mála­flokk­um verður mörkuð í fjár­mála­áætl­un sem lögð verður fram á nýju ári.

Mikl­ar vænt­ing­ar

En vænt­ing­arn­ar eru mikl­ar og rík­is­stjórn­in hef­ur gefið ákveðin fyr­ir­heit í stjórn­arsátt­mála.

Efla á mennt­un, tryggja að all­ir lands­menn fái notið góðrar heil­brigðisþjón­ustu, óháð efna­hag og bú­setu, draga á úr greiðsluþátt­töku sjúk­linga og hrinda geðheil­brigðis­stefnu í fram­kvæmd og tryggja fjár­mögn­un henn­ar. Full­vinna á heil­brigðis­stefnu fyr­ir Ísland. Ráðist verður í „stór­sókn í upp­bygg­ingu“ hjúkr­un­ar­heim­ila og rekst­ur þeirra styrkt­ur. Fram­kvæmd­ir við nýj­an meðferðar­kjarna Land­spít­ala hefjast næsta sum­ar.

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að lækka þrösk­uld ungs fólks og tekju­lágra inn á hús­næðismarkaðinn. Frí­tekju­mark at­vinnu­tekna eldri borg­ara verður hækkað í hundrað þúsund krón­ur strax um næstu ára­mót og unnið verður að breyt­ing­um á trygg­inga­kerfi ör­yrkja í sam­vinnu við hags­muna­sam­tök með það að mark­miði að „ein­falda kerfið, tryggja fram­færslu ör­orku­líf­eyr­isþega og efla þá til sam­fé­lagsþátt­töku“.

Rík­is­stjórn­in mun beita sér fyr­ir stofn­un þjóðgarðs á miðhá­lend­inu og vill skoða mögu­leika á þjóðgörðum á öðrum svæðum. Þá lof­ar rík­is­stjórn­in að auka fram­lög til þró­un­ar­sam­vinnu á kom­andi árum.

Í stjórn­arsátt­mál­an­um er bent á að brýn verk­efni blasi við í innviðaupp­bygg­ingu um allt land, m.a. í sam­göng­um, fjar­skipt­um, veitu­kerf­um og ann­arri mann­virkja­gerð. „Svig­rúm er á næstu árum til að nýta eigna­tekj­ur rík­is­ins í slík verk­efni.“ Rík­is­stjórn­in ætl­ar að end­ur­skoða gjald­töku í sam­göng­um, „svo­kölluðum græn­um skött­um og skattaí­viln­un­um, þannig að skatt­heimt­an þjóni lofts­lags­mark­miðum“. Breyta á skatt­lagn­ingu á tónlist, ís­lenskt rit­mál og fjöl­miðla og verður fyrsta skref að af­nema virðis­auka­skatt á bók­um.

Rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á lækk­un tekju­skatts í neðra skattþrepi og greiða með því fyr­ir far­sælli niður­stöðu í kom­andi kjara­samn­ing­um. „Þá er það einnig for­gangs­mál á kjör­tíma­bil­inu að lækka trygg­inga­gjald,“ seg­ir í stjórn­arsátt­mál­an­um. Stefnt er að því að af­nema þak á end­ur­greiðslum kostnaðar vegna þró­un­ar og kostnaðar og styðja „mynd­ar­lega við sam­keppn­is­sjóði í sam­ræmi við stefnu Vís­inda- og tækni­ráðs“. Þannig á að bæta alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni Íslands.

Traust­ar und­ir­stöður

Efna­hags­leg­ur styrk­ur er for­senda þess að hægt verði að efna öll lof­orðin sem gef­in eru í stjórn­arsátt­mál­an­um. Rík­is­stjórn­in ætl­ar að treysta „til framtíðar sam­fé­lags­leg­an stöðug­leika, vel­sæld og lífs­gæði“ og „leggja áherslu á traust­ar und­ir­stöður í rík­is­fjár­mál­um sem gefa tæki­færi til að byggja upp og búa í hag­inn fyr­ir kom­andi kyn­slóðir“.

Stjórn­arsátt­mál­inn fel­ur í sér að út­gjöld rík­is­ins verða auk­in veru­lega á kom­andi ári og því held­ur þróun síðustu ára áfram. Búið er að vinna upp „niður­skurð“ ár­anna eft­ir hrun fjár­mála­kerf­is­ins og gott bet­ur. Útgjöld rík­is­ins verða sam­kvæmt fjár­lög­um um 125 millj­örðum hærri að raun­v­irði á þessu ári en árið 2012 og nær 38 millj­örðum hærri en 2008. Á sama tíma hafa tekj­ur rík­is­sjóðs auk­ist gríðarlega. Skatt­tekj­ur á þessu ári verða nær 205 millj­örðum hærri en 2009, þegar þær voru lægst­ar, og um 101 millj­arði hærri en 2008.

Upp­safnaður halli rík­is­sjóðs 2008-2013 nam alls um 360 millj­örðum og var fjár­magnaður með skuld­setn­ingu. Dæmið hef­ur snú­ist við og af­gang­ur verið á rekstri rík­is­sjóðs síðustu ár og skuld­ir greidd­ar hratt niður.

Ætla má að skuld­ir rík­is­sjóðs í lok þess árs nemi um 895 millj­örðum króna. Um­skipt­in á síðustu árum eru því mik­il en hæst fóru skuld­ir í 1.500 millj­arða í árs­lok 2012. Í fjár­laga­frum­varpi sem síðasta rík­is­stjórn lagði fram, en var ekki af­greitt, var reiknað með að skuld­ir lækkuðu um 234 millj­arða á þessu ári, mun meira en fjár­lög árs­ins gera ráð fyr­ir. Á fjór­um árum (2013-2016) lækkuðu skuld­ir um rúma 370 millj­arða króna. Í óaf­greiddu frum­varpi er bent á að skuld­ir haldi áfram að lækka á kom­andi ári og að hlut­fall brúttóskulda verði 31,2% af vergri lands­fram­leiðslu í lok þess árs en hæst var þetta hlut­fall 86% árið 2011. Lækk­andi skulda­hlut­fall skýrist fyrst og fremst af vexti lands­fram­leiðslunn­ar og lækk­un skulda vegna bættr­ar af­komu rík­is­sjóðs og óreglu­legra tekna (stöðug­leikafram­lög).

720 millj­arðar í vexti

Vaxta­kostnaður rík­is­ins á níu árum frá 2008 nem­ur tæp­um 720 millj­örðum króna á verðlagi yf­ir­stand­andi árs. Þetta er rúm­lega 22 millj­örðum króna hærri fjár­hæð en sam­an­lagðar skatt­tekj­ur í fjár­lög­um 2017. Árleg­ur meðal­vaxta­kostnaður rík­is­ins frá 2008 til 2016 er svipuð fjár­hæð og sam­an­lögð fram­lög til Land­spít­al­ans, Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri og allra heil­brigðis­stofn­ana á land­inu á síðasta ári, sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi.

Það má því öll­um vera ljóst hve gríðarlegt hags­muna­mál það er fyr­ir alla að skuld­ir rík­is­ins lækki á kom­andi árum og þar með lækki vaxta­kostnaður, jafnt vegna lægri skulda en einnig vegna betri vaxta­kjara sem end­ur­spegla æ hag­stæðara láns­hæf­is­mat.

Þegar þing­menn glíma við að koma sam­an fjár­lög­um fyr­ir kom­andi ár hljóta þeir að hafa í huga hversu nauðsyn­legt það er að halda áfram að lækka skuld­ir rík­is­ins og „búa í hag­inn fyr­ir kom­andi kyn­slóðir“. Og um leið og þeir samþykkja auk­in út­gjöld til sam­eig­in­legra verk­efna er eðli­legt að þeir fylgi þeirri ákvörðun eft­ir með því að krefjast betri ár­ang­urs á öll­um sviðum. Að farið verði bet­ur með fé skatt­greiðenda.

Share