„Við höfum ákveðið að sameina kraftana“

Góðar lík­ur eru á að ný rík­is­stjórn taki til starfa á næstu dög­um. Þegar þetta er skrifað er ekk­ert frá­gengið en unnið er að mynd­un sam­steypu­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri-grænna.

Tak­ist for­mönn­um flokk­anna þriggja ætl­un­ar­verk sitt get­ur ný rík­is­stjórn markað þátta­skil í stjórn­mála­sögu lands­ins. Það er rétt sem Hjört­ur J. Guðmunds­son blaðamaður seg­ir á mbl.is að um sögu­leg­an at­b­urð sé að ræða „enda hafa Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og flokk­ur­inn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað sam­an í rík­is­stjórn síðan í ný­sköp­un­ar­stjórn­inni svo­nefndri sem var við völd á ár­un­um 1944-1947“.

Ekki voru all­ir á eitt sátt­ir um Ný­sköp­un­ar­stjórn­ina og nokkr­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins studdu stjórn­ina ekki þrátt fyr­ir að hún væri und­ir for­sæti Ólafs Thors. Þá eins og stund­um áður og síðar varð að velja óþægi­leg­an kost fram yfir óþolandi. Í stjórn­mál­um geta menn neyðst til að leika varn­ar­leiki gegn verri kost­um, líkt og Ed­mund Burke benti á.

„Eins og menn sjá hef­ur stjórn­in sett sér þau tvö höfuðmark­mið að tryggja sjálf­stæði og ör­yggi Íslands út á við og að hefja stór­virka ný­sköp­un í at­vinnu­lífi þjóðar­inn­ar,“ sagði Ólaf­ur Thors í þing­ræðu þegar hann kynnti mál­efna­samn­ing Sjálf­stæðis­flokks, Sósí­al­ista­flokks og Alþýðuflokks.

Ólaf­ur gerði sér fylli­lega ljóst að sam­starf við Sósí­al­ista­flokk­inn væri um­deilt:

„Menn eru mis­jafn­lega trúaðir á, að þetta sam­starf bless­ist. Ég skil það vel. Rík­is­stjórn­in hef­ur sjálf sín­ar efa­semd­ir. Einnig og ekki síst vegna þess, að margt mun verða á okk­ar vegi, sem við nú eig­um á enga von, og mundi þó ær­inn vandi við það að ráða, sem við þykj­umst sjá, að í vænd­um er.“

Flokk­arn­ir þrír sem stóðu að Ný­sköp­un­ar­stjórn­inni höfðu „í grund­vall­ar­atriðum sund­ur­leit­ar skoðanir á, hvaða þjóðskipu­lag henti Íslend­ing­um best. Þeir hafa nú komið sér sam­an um að láta ekki þann ágrein­ing aftra sér frá að taka hönd­um sam­an um þá ný­sköp­un at­vinnu­lífs þjóðar­inn­ar, sem ég hef lýst og er kjarni mál­efna­samn­ings­ins og byggð á því þjóðskipu­lagi, sem Íslend­ing­ar nú búa við“.

„Við slíðrum flokks­sverðin“

Und­ir lok ræðunn­ar sagði Ólaf­ur um sam­starf hinna ólíku flokka:

„Við slíðrum flokks­sverðin. Við semj­um vopna­hlé um hríð. Við höf­um ákveðið að sam­eina kraft­ana, í því skyni að freista þess að tryggja, að hinn óvænti gróði reyn­ist eigi aðeins stund­ar víma, held­ur grund­völl­ur nýrra at­hafna, nýrra af­komu­skil­yrða, nýs menn­ing­ar­lífs, breyttr­ar og bættr­ar af­komu fyr­ir þá þjóð, sem lengst af hef­ur búið ófrjáls og efna­lega snauð í landi sínu, en nú hef­ur öðlast frelsi og sæmi­leg skil­yrði til góðrar efna­hagsaf­komu.“

Sagn­fræðing­ar og hagspek­ing­ar geta deilt um ár­ang­ur Ný­sköp­un­ar­stjórn­ar­inn­ar en varla er hægt að gera ágrein­ing um að mik­il­væg skref voru stig­in í at­vinnu­mál­um og þannig lagður grunn­ur að bætt­um lífs­kjör­um. En um leið og átak var gert í at­vinnu­mál­um urðu þátta­skil í upp­bygg­ingu vel­ferðar­kerf­is­ins með lög­um um al­manna­trygg­ing­ar sem leystu af hólmi lög um alþýðutrygg­ing­ar frá 1936. Sér­stak­ur stuðning­ur við barn­marg­ar fjöl­skyld­ur var tek­inn upp, sjúkra­dag­pen­ing­ar, öll­um launþegum voru tryggðar slysa­bæt­ur, ekkju­bæt­ur voru inn­leidd­ar sem og barna­líf­eyr­ir. Greiðsla elli- og ör­orku­bóta var flutt frá sveit­ar­fé­lög­un­um til Trygg­inga­stofn­un­ar.

Upp­bygg­ing al­manna­trygg­inga var í sam­ræmi við fyr­ir­heit sem gef­in voru en í áður­nefndri ræðu sagði Ólaf­ur Thors:

„Rík­is­stjórn­in hef­ur með samþykki þeirra þing­manna, er að henni standa, ákveðið, að komið verði á á næsta ári svo full­komnu kerfi al­manna­trygg­inga, sem nái til allr­ar þjóðar­inn­ar, án til­lits til stétta eða efna­hags, að Ísland verði á þessu sviði í fremstu röð ná­grannaþjóðanna.“

Ný­sköp­un­ar­stjórn­in missti meiri­hluta þegar sósí­al­ist­ar sögðu skilið við stjórn­ina vegna Kefla­vík­ur­samn­ings­ins 1946. Kalda stríðið var að hefjast og lönd og stjórn­mála­flokk­ar skipuðu sér í fylk­ing­ar. Ólaf­ur Thors var sann­spár 1944 um „að margt mun verða á okk­ar vegi, sem við nú eig­um á enga von“. Það er göm­ul saga og ný, að það er frem­ur hið ófyr­ir­séða sem fell­ir rík­is­stjórn­ir en stefna og marg­orða yf­ir­lýs­ing­ar í upp­hafi kjör­tíma­bils.

Eðli sam­steypu­stjórna

Mála­miðlun er for­senda þess að hægt sé að mynda rík­is­stjórn tveggja eða fleiri flokka. All­ir þurfa að gefa eitt­hvað eft­ir – sætta sig við að geta ekki upp­fyllt öll lof­orð sem gef­in hafa verið. Þeir flokk­ar sem taka hönd­um sam­an í rík­is­stjórn þurfa að setja sitt mark á stefn­una og standa um leið vörð um grunn­stef hug­sjóna sinna, þrátt fyr­ir mála­miðlan­ir. Með sama hætti og niðurstaða kosn­inga end­ur­spegl­ast við rík­is­stjórn­ar­borðið hlýt­ur stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar að mót­ast með hliðsjón af þingstyrk stjórn­ar­flokk­anna.

Sann­gjarn­ar mála­miðlan­ir eru for­senda þess að ólík­ir stjórn­mála­flokk­ar og póli­tísk­ir and­stæðing­ar taki hönd­um sam­an, en það er til lít­ils að hefja sam­starf ef trúnaður og traust er ekki fyr­ir hendi. Þegar og ef full­trú­ar and­stæðra póla í ís­lensk­um stjórn­mál­um ákveða að ger­ast sam­verka­menn eru þeir að gefa fyr­ir­heit um að tak­ast sam­eig­in­lega á við það ófyr­ir­séða – leysa verk­efni og vanda­mál sem alltaf koma upp og all­ar rík­is­stjórn­ir þurfa að glíma við, með mis­jöfn­um ár­angri. Flokks­sverðin eru slíðruð og vopna­hlé samið um hríð.

Share