Skýrir kostir á laugardaginn

Lof­orð – stór og smá – eru fylgi­fisk­ar kosn­inga. Kjós­end­ur vega þau og meta, en á stund­um er erfitt að átta sig á því hvernig efna á það sem lofað er.

Við af­greiðslu fjár­mála­áætl­un­ar 2018 til 2022 lögðu Vinstri græn­ir til að út­gjöld yrðu hækkuð enn meira en lagt var til eða alls um 295 millj­arða króna. Hækka átti skatt­tekj­ur nokkuð meira eða um 334 millj­arða. Vinstri græn­ir höfðu bet­ur í sam­keppn­inni við Sam­fylk­ing­una. Kjós­end­ur hafa tak­markaðar upp­lýs­ing­ar um það hvernig vinstri­flokk­arn­ir ætla sér að auka tekj­ur rík­is­sjóðs um 50 til 75 millj­arða króna á ári. Þegar gengið er eft­ir svör­um, er aðeins sagt að gera eigi skatt­kerfið rétt­lát­ara, ekki verði lagðir aukn­ir skatt­ar á al­menn­ing og að „hliðrað“ verði til. Jú, það verða lagðir á eign­ar­skatt­ar und­ir for­merki auðlegðarskatts og sér­stak­ur há­tekju­skatt­ur verður inn­leidd­ur, að ógleymd­um auðlinda­gjöld­um ekki síst á sjáv­ar­út­veg.

Formaður Vinstri grænna hef­ur lýst því yfir að há­tekju­skatt­ur verði lagður á tekj­ur yfir tveim­ur millj­ón­um króna á mánuði eða 25 millj­ón­um á ári. Í ít­ar­legri frétta­skýr­ingu Markaðar­ins, fylgi­riti Frétta­blaðsins, í síðustu viku kom fram að aðeins 946 ein­stak­ling­ar eru með slík­ar tekj­ur. Rík­is­sjóður mun því ekki fitna mikið á því að hækka tekju­skatt á þenn­an hóp.

Nú geta menn deilt um það hvort 46,24% skatt­ur sem leggst á tekj­ur yfir 835 þúsund krón­um sé hár eða ekki. Í huga þess sem hér skrif­ar er gengið of langt af hálfu hins op­in­bera að taka í sinn hlut nær aðra hverja krónu sem launamaður vinn­ur sér inn. Skatt­heimtus­inn­ar eru á öðru máli.

Há­tekju­skatt­ur skil­ar litlu

Hug­mynd­ir um há­tekju­skatt hljóta að fela í sér tölu­verða hækk­un skatt­pró­sent­unn­ar, en eng­inn veit hversu mikla. Í áður­nefndri út­tekt Markaðar­ins er bent á að 76% skatt­ur á tekj­ur yfir tvær millj­ón­ir skili 2,7 millj­örðum á ári, að því gefnu að skatt­byrðin hafi eng­in áhrif á hegðun skatt­greiðand­ans. All­ir sjá að slík­ur skatt­ur er gal­inn og skil­ar aldrei reiknuðum tekj­um. Marg­ir tækju til fót­anna, kæmu sér úr landi eða hættu ein­fald­lega að leggja jafn mikið á sig og áður.

En er hugs­an­legt að hægt sé að ná allt að 10 millj­örðum í auk­inn tekju­skatt af ein­stak­ling­um. Að því gefnu að skatt­pró­sent­an hefði eng­in áhrif á hegðun launa­fólks (sem hún ger­ir), þá þyrfti að leggja 60% tekju­skatt á all­ar tekj­ur yfir 883 þúsund krón­um á mánuði. Í dag er efra þrep tekju­skatts (46,24%) af tekj­um um­fram 835 þúsund krón­ur, eins og áður seg­ir.

En hvað um 20 millj­arða tekju­auka rík­is­ins? Aft­ur skal gengið út frá að skatt­pró­sent­an hafi ekki áhrif á hegðun og vilja fólks til að afla tekna. Þá yrði 60% skatt­ur að leggj­ast á all­ar tekj­ur yfir 708 þúsund krón­ur.

Öllum má því vera ljóst að ef það er ætl­un vinstri­flokk­anna að sækja aukn­ar tekj­ur í rík­is­sjóð af tekju­skatti ein­stak­linga verður það ekki gert nema með því að leggja þung­ar byrðar á millistétt­ina. Ástæðan er ein­föld: Það er mik­ill tekju­jöfnuður hér á landi, ólíkt því sem haldið er fram í umræðum.

End­ur­vekja skal tíma­bundna skatt­inn

Vinstri­flokk­arn­ir virðast hug­fangn­ir af að inn­leiða eigna­skatta að nýju. Á stund­um er skatt­ur­inn kallaður auðlegðarskatt­ur en einnig stór­eigna­skatt­ur. Sam­fylk­ing og Vinstri græn­ir inn­leiddu eigna­skatt­inn í rík­is­stjórn 2009 til 2013, en hétu því að skatt­ur­inn væri tíma­bund­inn enda lagður á við erfiðar aðstæður í þjóðarbú­inu. Skatt­ur­inn lagðist þungt á eldra fólk í skuld­laus­um eign­um sem margt hafði lág­ar tekj­ur, en einnig á sjálf­stæða at­vinnu­rek­end­ur sem höfðu í mörg ár byggt upp sín fyr­ir­tæki.

En tíma­bundni skatt­ur­inn – eigna­skatt­ur, auðlegðarskatt­ur, stór­eigna­skatt­ur, eða hvað vinstri­menn vilja kalla skatt­heimt­una – skal end­ur­vak­inn. Í áður­nefndri frétta­skýr­ingu Markaðar­ins kom fram að 1-2% skatt­ur á eign­ir yfir 150 millj­ón­ir króna gæti gefið rík­is­sjóði 5,1 til 10,2 millj­arða króna. Hér skal látið liggja á milli hluta hvort álagn­ing eigna­skatts stand­ist stjórn­ar­skrár­var­in rétt­indi ein­stak­linga. En til lengri tíma er lík­legt að af­leiðing skatt­lagn­ing­ar af þessu tagi muni draga úr hvata til sparnaðar og eigna­mynd­un­ar og um leið neyða marga til skuld­setn­ing­ar til að standa und­ir skatt­heimtu af eign­um. Þannig nag­ast hægt og bít­andi af skatt­stofn­in­um sjálf­um.

Lát­um þá sjáv­ar­út­veg­inn borga

Nú ligg­ur fyr­ir að veiðigjöld á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári munu nær tvö­fald­ast og verða yfir 10 millj­arðar króna. Engu að síður vilja skatt­heimtu­flokk­arn­ir ganga enn lengra og auka álög­ur á sjáv­ar­út­veg. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur á und­an­förn­um árum greitt næst­um jafn mikið í veiðigjöld og í tekju­skatt. Til að rétt­læta aukn­ar álög­ur er oft bent á mikl­ar arðgreiðslur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Engu skipt­ir þótt hlut­falls­lega greiði fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi lægri arð en fyr­ir­tæki í öðrum starfs­grein­um. Á þetta hef­ur Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, bent á en í grein sem birt­ist í Viðskipta­blaðinu sagði hún meðal ann­ars:

„Sú vísa er oft kveðin í aðdrag­anda kosn­inga að arðgreiðslur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja séu háar. Und­an­tekn­ing­ar­laust skort­ir hins veg­ar all­an rök­stuðning þess­ar­ar staðhæf­ing­ar. Þegar bet­ur er að gáð er staðhæf­ing­in nefni­lega röng. Sam­kvæmt op­in­ber­um upp­lýs­ing­um frá Hag­stofu Íslands ligg­ur fyr­ir að arðgreiðslur sem hlut­fall af hagnaði á ár­un­um 2010- 2015 voru 21% í sjáv­ar­út­vegi en 31% að jafnaði í at­vinnu­líf­inu.“

En það er talið til vin­sælda fallið að lofa kjós­end­um að sækja aukn­ar tekj­ur til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og enda virðist litlu skipta þótt það liggi fyr­ir að mörg þeirra munu ekki standa und­ir þyngri byrðum, allra síst minni og meðal­stór fyr­ir­tæki.

Skatta­hækk­un lend­ir á al­menn­ingi

Það er al­veg sama hvernig dæmið er reiknað. Fyr­ir­heit skatt­heimtu­flokk­anna um 50-70 millj­arða auk­in út­gjöld rík­is­sjóðs, ofan á það sem fyr­ir­hugað hef­ur verið, verða ekki fjár­mögnuð með öðrum hætti en fara dýpra í vasa al­menn­ings. Tekju­skatt­ur tugþúsunda verður að hækka, eldri borg­ar­ar verða að taka á sig eigna­skatta að nýju, bens­ín- og ol­íu­gjöld stór­hækka, og varla verður hjá því kom­ist að hækka virðis­auka­skatt. Ekki er hægt að reikna með að trygg­inga­gjald lækki – þvert á móti. Þannig má lengi telja.

Kost­irn­ir á laug­ar­dag­inn eru því skýr­ir. Valið stend­ur ann­ars veg­ar um aukna skatt­heimtu á al­menn­ing – þótt öðru sé lofað – og hins veg­ar um að nýta góða stöðu rík­is­sjóðs til að slaka á skattaklónni, lækka tekju­skatt ein­stak­linga og trygg­inga­gjald líkt og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur lofað. En um leið styrkja innviði sam­fé­lags­ins með því að nýta hluta af upp­söfnuðum hagnaði bank­anna, sem eru í eigu okk­ar allra.

Share