Hugmyndafræði skattheimtuflokkanna er skýr

Kjós­end­ur þurfa ekki að velkj­ast í nein­um vafa um fyr­ir­ætl­an vinstri flokk­anna, kom­ist þeir í rík­is­stjórn að lokn­um kosn­ing­um: Skatt­ar og álög­ur á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki munu hækka. Fyr­ir­heit­in (hót­an­irn­ar) liggja fyr­ir. VG lof­ar nær 334 millj­örðum í aukn­ar álög­ur á fimm árum en Sam­fylk­ing­in „aðeins“ 236 millj­örðum.

Þrátt fyr­ir að tekju­áætlun fjár­mála­áætl­un­ar geri ráð fyr­ir að skatt­tekj­ur rík­is­sjóðs verði 185 millj­örðum króna hærri árið 2022 en í fjár­lög­um yf­ir­stand­andi árs, eru vinstri menn sann­færðir um að auka þurfi tekj­ur enn meira – fara verði dýpra í vasa ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Um 83 millj­arða raun­hækk­un út­gjalda – fyr­ir utan stofn­kostnað – er ekki nægj­an­leg og því haldið fram að um „blóðugan niður­skurð“ sé að ræða.

 

Þessi fyr­ir­heit eða hót­an­ir, eins og marg­ir kalla skatta­stefnu vinstri flokk­anna, komu fram með skýr­um hætti á liðnu vori í nefndarálit­um full­trúa flokk­anna um fjár­mála­áætl­un 2018-2022. Í breyt­inga­til­lögu full­trúa Vinstri grænna voru skatta­

hækk­an­irn­ar sett­ar und­ir einn hatt – ýms­ar skatta- og eigna­til­lög­ur. Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lagði hins veg­ar fram nokkuð sund­urliðaðar til­lög­ur. Í andsvör­um á þingi upp­lýsti full­trúi Vinstri grænna fé­laga sinn í Sam­fylk­ing­unni um eft­ir­far­andi: „Ég get þó upp­lýst hátt­virt­an þing­mann um að það ligg­ur fyr­ir að við höf­um rætt um tekju­skatt, þ.e. þrepa­skipt tekju­skatt­s­kerfi. Við höf­um talað um auðlegðarskatt, auðlinda­gjöld, fjár­magn­s­tekju­skatt, kol­efn­is­gjald, gjöld á ferðaþjón­ustu, bætta skatt­heimtu, syk­ur­skatt o.s.frv. Þetta er ekk­ert nýtt í mál­flutn­ingi Vinstri grænna og það hef­ur í sjálfu sér ekk­ert breyst frá því við vor­um sam­an í rík­is­stjórn hvar við vilj­um helst taka tekj­urn­ar og setja þær niður.“

Sam­keppni um hækk­un skatta

Í sam­keppn­inni um aukn­ar álög­ur hef­ur VG ótví­rætt vinn­ing­inn. Fái Vinstri græn­ir umboð kjós­enda mega þeir reikna með þyngri byrðum – ígildi um 987 þúsund kr. á hvert manns­barn eða 3,9 millj­óna á hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu á fimm árum. Í sam­an­b­urði eru hug­mynd­ir Sam­fylk­ing­ar næst­um hóg­vær­ar. Til­lög­ur þeirra jafn­gilda um 698 þúsund krón­um á hvern Íslend­ing eða tæp­lega 2,8 millj­ón­um á fjöl­skyldu.

Vinstri menn voru ekki í hópi þeirra sem fögnuðu þegar Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­málaráðherra, til­kynnti haustið 2015 um fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að lækka tekju­skatt ein­stak­linga. Neðsta þrepið lækkaði sem og milliþrepið sem var síðan fellt niður um síðustu ára­mót. Fækk­un skattþrepa og þar með ein­föld­un skatt­kerf­is­ins er eit­ur í bein­um þeirra sem líta á lækk­un skatta sem „af­sal“ rík­is­ins á tekj­um.

Þegar ákveðið var að lækka efra þrep virðis­auka­skatts úr 25,5% í 24% fannst skattaglöðum vinstri mönn­um frem­ur að verið væri að veikja skatta­stofna en að stuðla að lækk­un vöru­verðs og þar með bætt­um hag neyt­enda. Af­nám al­mennra vöru­gjalda og niður­fell­ing tolla, sem hef­ur stuðlað að auk­inni sam­keppni og lægra vöru­verði, enda töldu er­lend versl­un­ar­fyr­ir­tæki hægt að hasla sér völl hér á landi (Costco og H&M;), var lítt til að gleðja tals­menn skatt­heimtu. Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar held­ur því fram að með lækk­un virðis­auka­skatts sé ríkið „að missa marga millj­arða“ og tel­ur þá er vilja lægri álög­ur vera illa haldna af „ ein­hverju skatta­lækk­un­ar-fet­ish“.

 

„Þær breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið und­an­far­in ár [á skött­um] fólu í flest­um til­fell­um í sér af­sal á tekj­um í rík­is­sjóð en eru látn­ar heita ein­fald­an­ir, en ekki skatta­lækk­an­ir eins og rétt væri,“ sagði full­trúi Vinstri grænna í umræðum um fjár­mála­áætl­un­ina í maí síðastliðnum.

Í hug­ar­heimi vinstri manna er það vís­bend­ing um skatt­stofn­ar séu „vannýtt­ir“ og að rík­is­sjóður hafi „af­salað“ sér tekj­um ef eitt­hvað hreyf­ist.

Stoðir vel­ferðar

Hug­mynda­fræði skatta­flokk­anna sem boða stór­auk­in út­gjöld sam­hliða aukn­um álög­um og þyngri skött­um, ligg­ur fyr­ir enda eru þeir sann­færðir um að vel hafi tek­ist til í skatta­mál­um 2009 til 2013. Vinstri græn­ir líta svo á að nær 200 breyt­ing­ar á skatta­lög­um hafi verið stærsti hug­mynda­fræðilegi sig­ur þeirra. Og það er ein­beitt­ur vilji þeirra að end­ur­taka leik­inn.

Það er gegn þess­ari hug­mynda­fræði sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur einn og get­ur haft burði til að koma í veg fyr­ir að skattagleðin taki aft­ur völd­in og skatt­mann leiki laus­um hala. Það hef­ur verið og verður alltaf meg­in­stef í stefnu Sjálf­stæðismanna að halda skött­um í lág­marki og að fólk haldi sem mestu af því sem það afl­ar. Það er í anda þess­ar­ar grunn­stefnu sem ég hef starfað og mun starfa.

 

Þor­björn Þórðar­son grein­ir kosn­ing­arn­ar með ágæt­um hætti í leiðara Frétta­blaðsins síðastliðinn mánu­dag. Í niður­lagi skrifaði Þor­björn:

„Óháð stuðningi við ein­staka flokka er mik­il­vægt að kjós­end­ur geri sér grein fyr­ir að at­kvæði með aukn­um rík­is­út­gjöld­um mun til lengri tíma ýta und­ir óstöðug­leika í hag­kerf­inu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hef­ur verið í á und­an­förn­um árum til að styrkja um­gjörð pen­inga­stefn­unn­ar. Án ábyrgr­ar stefnu í rík­is­fjár­mál­um verður aldrei hægt að treysta stoðir vel­ferðar­kerf­is­ins til lang­frama.“

Kosn­ing­arn­ar snú­ast um þetta – um festu, stöðug­leika og vel­ferð eða aft­ur­hvarf til skattagleðinn­ar 2009 til 2013.

Share