Hækkun frítekjumarks er réttlætismál

„Eft­ir því sem ég hef kynnst al­manna­trygg­ing­um bet­ur hef ég hins veg­ar sann­færst um að það sé ekki aðeins rétt­læt­is­mál held­ur einnig skyn­sam­legt að inn­leiða eitt frí­tekju­mark elli­líf­eyr­is. Þannig er inn­byggður hvati fyr­ir fólk til að bæta sinn hag án þess að vera refsað fyr­ir það. Slíkt kerfi er í anda stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins og því er nauðsyn­legt að þing­menn flokks­ins leggi fram breyt­inga­til­lögu þar sem frí­tekju­mark er lög­fest sam­hliða öðrum breyt­ing­um. Um leið er sleg­inn tónn – gefið ófrá­víkj­andi for­dæmi við end­ur­skoðun laga al­manna­trygg­inga er varðar ör­yrkja og upp­töku starfs­getumats.“

Þannig skrifaði und­ir­ritaður hér á síður Morg­un­blaðsins 7. sept­em­ber 2013 en nokkr­um dög­um áður hafði fé­lags­málaráðherra lagt fram frum­varp til breyt­inga á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar. Frum­varpið snéri aðeins að eldri borg­ur­um en ráðherra boðaði í grein­ar­gerð að „sér­stakt frum­varp sem lýt­ur að breyt­ing­um á ör­orku­líf­eyri, starfs­getumati og starf­send­ur­hæf­ingu,“ yrði lagt fram síðar. Í frum­varp­inu var ekki gert ráð fyr­ir frí­tekju­marki og þess vegna taldi ég nauðsyn­legt að skrifa of­an­greint und­ir fyr­ir­sögn­inni: „Frí­tekju­mark er rétt­læt­is­mál“. Rök­in þar að baki voru ein­föld og öll­um skilj­an­leg:

„Með inn­leiðingu frí­tekju­marks verður eldri borg­ur­um gert kleift að bæta sinn hag veru­lega. Þetta ættu þing­menn að hafa í huga þegar þeir ganga til þess verks að af­greiða frum­varp fé­lags­málaráðherra.“

Frum­varp­inu var breytt í meðför­um þings­ins, ekki síst fyr­ir at­beina Bjarna Bene­dikts­son­ar sem þá var fjár­málaráðherra. Meiri­hluti vel­ferðar­nefnd­ar lagði til breyt­ingu þannig að inn­leitt var 25 þúsund króna al­mennt frí­tekju­mark óháð upp­runa tekna. Í nefndaráliti meiri­hlut­ans er bent á að mik­il umræða hafi „orðið um mik­il­vægi þess að hafa frí­tekju­mark, vegna at­vinnu­tekna en einnig tekna al­mennt, óháð upp­runa þeirra“. Und­ir þessi sjón­ar­mið var tekið í nefndarálit­inu en einnig ít­rekað að nauðsyn­legt væri að líta „til þeirra mark­miða til ein­föld­un­ar á elli­líf­eyri­s­kerfi al­manna­trygg­inga sem að er stefnt í frum­varp­inu og jafn­framt að slíkt frí­tekju­mark gæti nýst fleiri elli­líf­eyr­isþegum en ein­göngu þeim sem hafa at­vinnu­tekj­ur“.

Ein mesta kjara­bót­in

Breyt­ing­ar á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar eldri borg­ara voru samþykkt­ar 13. októ­ber á síðasta ári en rúm­lega hálf­um mánuði síðar var gengið til alþing­is­kosn­inga. Frum­varp að laga­breyt­ing­un­um byggðist að mestu á vinnu nefnd­ar sem fé­lags­málaráðherra skipaði í nóv­em­ber 2013 og var lengst af und­ir for­ustu Pét­urs heit­ins Blön­dals. Verk­efni nefnd­ar­inn­ar var fyrst og fremst að ein­falda al­manna­trygg­inga­kerfið, gera það gagn­særra, skilj­an­legra og rétt­lát­ara. Nefnd­in var skipuð full­trú­um helstu hags­muna­sam­taka eldri borg­ara og ör­yrkja, aðila vinnu­markaðar­ins, sveit­ar­fé­laga og allra þing­flokka. Rétt er að geta þess að ég tók þátt í starfi nefnd­ar­inn­ar sem full­trúi fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Með laga­breyt­ing­un­um sem tóku gildi 1. janú­ar síðastliðinn var eldri borg­ur­um tryggð ein mesta kjara­bót síðustu ára­tuga. Kerfið var ekki aðeins ein­faldað og hag­ur þeirra sem lak­ast stóðu bætt­ur meira en annarra held­ur var eitt mesta órétt­lætið – króna á móti krónu skerðing – af­numið og fram­færslu­upp­bót­in felld inn í sam­einaðan elli­líf­eyri. Fram­færslu­upp­bót­in var liðlega 44 þúsund krón­ur á mánuði og var skert um leið og viðkom­andi hafði ein­hverj­ar tekj­ur – þar var ekk­ert frí­tekju­mark.

En kerfið var ekki aðeins ein­faldað, held­ur frelsi eldri borg­ara aukið og val­kost­um varðandi starfs­lok fjölgað. Ann­ars veg­ar með því að ein­stak­ling­ar geta hafið töku líf­eyr­is hvenær sem er á 15 ára tíma­bili, það er frá 65 til 80 ára ald­urs og hins veg­ar með því að ein­stak­ling­ar geta frá byrj­un kom­andi árs tekið hálf­an líf­eyri og unnið hálfa vinnu.

Sam­bæri­leg­ar breyt­ing­ar á trygg­inga­kerfi ör­yrkja hafa því miður ekki náð fram að ganga. Eitt mik­il­væg­asta rétt­læt­is­mál sem þing­menn þurfa að tryggja að nái fram að ganga, eft­ir kosn­ing­ar, eru ný lög um al­manna­trygg­ing­ar ör­yrkja, með inn­leiðingu starfs­getumats, hluta­bóta­kerf­is og af­námi krónu á móti krónu skerðing­ar sem ör­yrkj­ar þurfa enn að búa við.

Staðið við fyr­ir­heit

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar vorið 2013 gaf Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eldri borg­ur­um fyr­ir­heit um að vinna að bætt­um hag þeirra fengi flokk­ur­inn umboð til að leiða rík­is­stjórn að lokn­um kosn­ing­um. Und­ir lok maí sama árs tók sam­steypu­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks við völd­um und­ir for­sæti þess fyrr­nefnda.

Eitt fyrsta verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar var að af­nema skerðing­ar „nor­rænu vel­ferðar­stjórn­ar­inn­ar“ á rétt­ind­um frá júlí 2009 um að líf­eyr­is­sjóðstekj­ur skerði grunn­líf­eyri elli- og ör­orku­líf­eyr­isþega. Þá var skerðing á frí­tekju­marki vegna at­vinnu­tekna elli­líf­eyr­isþega frá júlí 2009 tek­in aft­ur. Frí­tekju­markið var hækkað úr 40 þúsund krón­um á mánuði í tæp­ar 110 þúsund.

Í fram­hald­inu var Pét­urs-nefnd­in svo­kallaða skipuð og á grund­velli til­lagna henn­ar voru gerðar áður­nefnd­ar breyt­ing­ar á lög­um, sem voru langþráðar. Helgi Hjörv­ar, fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sat í nefnd­inni. Það urðu okk­ur báðum og fleir­um von­brigði að ekki tæk­ist að ná sam­stöðu um til­lög­ur um breyt­ing­ar á trygg­inga­kerfi ör­yrkja, en í bók­un fagnaði Helgi breyt­ing­um er vörðuðu eldri borg­ara:

„Í til­lög­um meiri­hlut­ans eru ýmis atriði sem bæði leiða til ein­föld­un­ar, meiri sann­girni og bættra kjara hjá þeim sem hafa nokkr­ar tekj­ur úr líf­eyr­is­sjóði. Mik­il­væg­ast er að fallið er frá svo­kallaðri „krónu á móti krónu skerðingu“.“

Frá 2013 hafa unn­ist mik­il­væg­ir áfanga­sigr­ar við að bæta kjör eldri borg­ara. Nýtt ein­fald­ara, sveigj­an­legra og rétt­lát­ara kerfi hef­ur tekið gildi. Upp­söfnuð hækk­un líf­eyr­is al­manna­trygg­inga frá árs­byrj­un 2014 nem­ur liðlega 25% og hækk­ar enn meira 1. janú­ar næst­kom­andi. En verk­inu er ekki lokið – lagt í frá.

Það var því eng­in til­vilj­un að Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafi verið af­drátt­ar­laus á fjöl­menn­um bar­áttufundi síðastliðinn laug­ar­dag. Hann ætl­ar að beita sér fyr­ir því að frí­tekju­mörk at­vinnu­tekna verði hækkuð í 100 þúsund krón­ur á mánuði. Og það á ekki að bíða í nokk­ur ár held­ur hækka mörk­in þegar í byrj­un kom­andi árs. Yf­ir­lýs­ing Bjarna er í takt við grunn­stef í stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins, að refsa ekki fólki stöðugt fyr­ir það eitt að vilja bæta sinn hag.

Hækk­un frí­tekju­marks at­vinnu­tekna er skref í rétta átt en það er nauðsyn­legt að á kom­andi árum nái það einnig til annarra tekna. Það er í anda þeirra breyt­inga sem gerðar hafa verið og með því er komið í veg fyr­ir að eldri borg­ur­um sé mis­munað.

Share