Eðlileg framkvæmd hjá dómsmálaráðherra

Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ekki verði annað séð en að  dómsmálaráðherra hafi staðið rétt að málum vegna upplýsinga um umsókna um uppreisn æru. Í grein sem birtist í ViðskiptaMogga í dag segir Eiríkur Elís meðal annars:

„Þegar ráðuneyti stend­ur frammi fyr­ir ósk um af­hend­ingu gagna verður að hafa í huga að í fyrsta lagi veg­ast á sjón­ar­mið um ann­ars veg­ar rétt al­menn­ings til þess að fá upp­lýs­ing­ar og hins veg­ar aðila, í þessu til­viki ein­stak­linga, um að ekki sé upp­lýst um mál­efni sem sann­gjarnt er og eðli­legt að fari leynt. Í öðru lagi eru ein­ka­upp­lýs­ing­ar sem leynt eiga að fara verndaðar af stjórn­ar­skrá ólíkt upp­lýs­inga­rétti. Að þessu virtu er það í sjálfu sér ekki óeðli­legt að ráðuneyti stígi var­lega til jarðar þegar tek­in er ákvörðun í fyrsta sinn um af­hend­ingu til­tek­inna gagna sem varða einka­mál­efni. Í þeim efn­um má hafa í huga að af­hend­ing upp­lýs­inga um einka­mál­efni verður ekki aft­ur tek­in en ávallt má bæta úr skorti á upp­lýs­inga­gjöf. Í þriðja lagi þá er ákvörðun ráðuneyt­is­ins háð beit­ingu á afar mats­kenndu ákvæði laga. Þannig seg­ir í upp­lýs­inga­lög­um að „óheim­ilt“ sé að af­henda al­menn­ingi gögn um einka­mál­efni ein­stak­linga sem „sann­gjarnt er og eðli­legt að leynt fari.“ Matið lýt­ur því að því hvað sé sann­gjarnt og eðli­legt.“

Síðar skrifar Eiríkur Elís:

„Ráðuneytið og ráðherr­ann var því í þeirri stöðu að bæði of mik­ill sem of lít­ill aðgang­ur að gögn­um hefði tal­ist and­stæður lög­um. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli er síður en svo óverj­andi að gæta var­færni við af­hend­ingu gagn­anna. Úrlausn úr­sk­urðar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál, sem er sér­fræðistjórn­valdið á þessu sviði, um hvar mörk­in lægju milli upp­lýs­inga sem veita ætti aðgang að og hinna sem vernda skyldi trúnað um markaði svo for­dæmi við af­greiðslu sam­bæri­legra mála.“

Eiríkur Elís hafnar því að það hafi verið trúnaðarbrot þegar dómsmálaráðherra upplýsti forsætisráðherra sérstaklega um mál:

„For­sæt­is­ráðherra er leiðtogi rík­is­stjórn­ar hverju sinni. Hann fram­kvæm­ir til að mynda vald for­seta við skip­un annarra ráðherra og að veita þeim lausn. Það er í meira lagi lang­sótt að ráðherra í rík­is­stjórn sé ekki að lög­um heim­ilt að upp­lýsa for­sæt­is­ráðherra um hvers kyns mál­efni jafn­vel þó að um mál­efni sé að ræða sem leynt skuli fara gagn­vart al­menn­ingi.“

 

Share