Hingað og ekki lengra

Þegar ég steig í ræðustól Alþing­is síðastliðinn fimmtu­dag, til að ræða um fjár­laga­frum­varp kom­andi árs, grunaði mig ekki að nokkr­um klukku­stund­um síðar félli rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar. Öllum var þó ljóst að rík­is­stjórn­in stæði veik­um fót­um. Ekki aðeins vegna minnsta mögu­lega meiri­hluta á þingi, held­ur ekki síður vegna þess að stjórn­ar­flokk­arn­ir gengu ekki í takt í veiga­mikl­um mál­um. Þetta átti ekki síst við um fjár­laga­frum­varpið og hug­mynd­ir fjár­málaráðherra um hækk­un skatta og gjalda.

Síðasta miðviku­dag ág­úst­mánaðar benti ég, hér á síðum Morg­un­blaðsins, á nokkr­ar tölu­leg­ar staðreynd­ir: Skatt­tekj­ur rík­is­ins voru 229 millj­örðum krón­um hærri að raun­v­irði á síðasta ári en árið 2000, þar af var tekju­skatt­ur 58 millj­örðum hærri og virðis­auka­skatt­ur 48 millj­örðum. Útgjöld­in hækkuðu um 220 millj­arða á sama tíma. Í umræðum um fjár­laga­frum­varpið (sem nú verður lagt til hliðar) vakti ég at­hygli á því að gert væri ráð fyr­ir að tekju­skatt­ur ein­stak­linga skilaði rík­is­sjóði rúm­lega 178 millj­örðum króna á næsta ári sem er nær 17 millj­arða hækk­un frá síðasta ári. Virðis­auka­skatt­ur hækk­ar um 21 millj­arð. Í heild verða skatt­ar á vör­ur og þjón­ustu um 38,5 millj­örðum hærri á kom­andi ári, gangi áætlan­ir frum­varps­ins eft­ir, en var á liðnu ári.

76 millj­arða hækk­un

Í heild er gengið út frá því í fjár­laga­frum­varp­inu að skatt­tekj­ur og trygg­inga­gjöld verði um 76,2 millj­örðum hærri á kom­andi ári en á síðasta ári. Þetta jafn­gild­ir um það bil 900 þúsund krón­um á hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu. Í ræðu minni á fimmtu­dag bað ég þing­menn að hafa að minnsta kosti eina staðreynd í huga, þegar þeir taka ákvörðun um út­gjöld og hversu mikl­ar byrðar þeir ætla að leggja á lands­menn: Skatt­tekj­ur rík­is­ins á hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu verða, að teknu til­liti til mann­fjölda­breyt­inga, um 5,9 millj­ón­um króna hærri að raun­v­irði á kom­andi ári en þær voru árið 2000. Þetta eru tæp­lega 500 þúsund krón­ur á mánuði.

„Við hljót­um að spyrja: Hafa lands­menn fengið betri þjón­ustu fyr­ir alla þessa fjár­muni? Fyr­ir þess­ar tæpu 500 þúsund krón­ur á mánuði? Al­veg ör­ugg­lega, víða. En ekki alls staðar. Og það er al­veg ljóst í mín­um huga að tölu­verðum hluta þess­ara fjár­muna er sóað. Þá spyr ég: Ætla menn virki­lega að þyngja byrðarn­ar?“

Ég hef ít­rekað haldið því fram, í ræðu og riti, að vandi rík­is­sjóðs sé ekki tekju­vandi, þvert á móti. Þess vegna á það ekki að koma nein­um á óvart að ég segi: Hingað og ekki lengra: „Það á ekki að koma ráðherr­um þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar á óvart, ekki sam­starfs­mönn­um mín­um í rík­is­stjórn á óvart og það á ekki að koma ágæt­um fé­lög­um mín­um í stjórn­ar­and­stöðunni á óvart held­ur. Allt sem ég hef sagt, allt sem ég hef skrifað, allt sem ég hef staðið fyr­ir und­an­farna ára­tugi get­ur ekki leitt til ann­ars en að ég segi: Hingað og ekki lengra.

Gríðarleg aukn­ing tekna á síðustu árum er vís­bend­ing um að ríkið eigi frem­ur að slaka á klónni, slaka á skattaklónni. Mik­il raun­aukn­ing út­gjalda, þung vaxta­byrði ásamt sam­setn­ingu eigna og skulda, renn­ir stoðum und­ir þá full­yrðingu að rekst­ur rík­is­ins er óhag­kvæm­ari í dag en hann var fyr­ir nokkr­um árum, tíu, fimmtán árum. Við erum sem sagt ekki að nýta sam­eig­in­lega fjár­muni okk­ar með þeim hætti sem gera verður kröfu til. Og við erum held­ur ekki að nýta sam­eig­in­leg­ar eign­ir okk­ar lands­manna með sem hag­kvæm­ust­um hætti og lands­menn eiga kröfu til að gert sé.“

Gengið of nærri al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um

Í andsvör­um und­ir­strikaði ég að ef gengið væri of nærri al­menn­ingi og fyr­ir­tækj­um með þung­um álög­um veikt­ust skatt­stofn­ar en styrkt­ust ekki eins og marg­ir vinstri­menn eru sann­færðir um. Ef hins veg­ar er gætt hóf­semd­ar í álög­um á fyr­ir­tæki og ein­stak­linga styrk­ist þrótt­ur þeirra og ýtt er und­ir at­hafna- og fram­taks­semi. Rík­is­sjóður fær aukn­ar tekj­ur til að sinna þeim nauðsyn­legu verk­um sem all­ir eru sam­mála um að ríkið eigi og þurfi að sinna.

Í ræðu minni sagði ég einnig:

„Lausn­in get­ur því ekki fal­ist í að auka út­gjöld enn frek­ar eða hækka skatta, leggja þyngri byrðar á launa­fólk og fyr­ir­tæki. Auðvitað þurf­um við að standa með mynd­ar­leg­um hætti að heil­brigðis­kerf­inu, byggja það enn frek­ar upp og tryggja að all­ir fái bestu mögu­legu þjón­ustu óháð efna­hag. Við eig­um líka ýmis verk­efni óunn­in þegar kem­ur að al­manna­trygg­inga­kerf­inu eins og ég hef áður vikið að í þess­um ræðustól. Það er hluti eldri borg­ara, sem lagði grunn­inn að þeirri vel­ferð sem ég hef fengið að njóta og við hér öll, sem býr við kröpp kjör. Við þurf­um að huga sér­stak­lega að þeim. Ég hef ít­rekað sagt að mér svíður að okk­ur skyldi ekki hafa tek­ist að gera breyt­ing­ar á lög­um um trygg­inga­kerfi ör­yrkja; að inn­leiða hluta­bóta­kerfi, að taka upp starfs­getumat og styrkja fjár­hags­lega stöðu ör­yrkja. Þar hef ég sér­stak­ar áhyggj­ur af ung­um ör­yrkj­um sem eiga lít­il og jafn­vel eng­in rétt­indi í al­mennu líf­eyri­s­kerfi.

Þetta verk­efni blas­ir við. Við þurf­um að setja aukna fjár­muni í það. En þeir fjár­mun­ir eru lík­leg­ast til staðar í rík­is­sjóði, í rík­is­kerf­inu, því að við erum ekki að nýta fjár­mun­ina með skyn­sam­leg­um hætti held­ur sóa þeim að nokkr­um hluta, að minnsta kosti. Við get­um hins veg­ar deilt um hversu stór­um hluta. Þetta snýst allt um að nýta fjár­muni með skyn­sam­leg­um hætti, þetta snýst um það hvernig við for­gangs­röðum, byggj­um upp kerfi, skipu­leggj­um heil­brigðisþjón­ust­una o.s.frv.“

En heild­arálög­ur verða ekki aukn­ar með mínu samþykki. Þetta er og hef­ur alltaf verið skýrt og á ekki að koma nein­um á óvart.

Share