Sóun fjármuna og fábreytni í rekstrarformi

Á fyrstu ár­un­um eft­ir fall viðskipta­bank­anna var gengið nærri heil­brigðis­kerf­inu. Niður­skurður­inn var sárs­auka­full­ur. Árið 2012 voru út­gjöld rík­is­ins til heil­brigðismála tæp­lega 22 millj­örðum lægri en árið 2008, á verðlagi 2016. Flest­ir lands­menn höfðu skiln­ing á því að vinstri stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna yrði að beita aðhaldi á erfiðum tím­um. Beitt­ur hníf­ur niður­skurðar fór í gegn­um heil­brigðis­kerfið og líf­eyr­is­greiðslur voru skert­ar á sama tíma og margt fékk að vera í skjóli. For­gangs­röðun var röng og launa­fólk bar byrðarn­ar.

Á síðasta ári námu út­gjöld rík­is­ins vegna heil­brigðismála 171,2 millj­örðum króna. Útgjöld­in voru 38,3 millj­örðum króna hærri á föstu verðlagi en árið 2012 – síðasta heila starfs­ár vinstri stjórn­ar­inn­ar sem kenndi sig við nor­ræna vel­ferð. Þrátt fyr­ir gríðarlega hækk­un út­gjalda viður­kenna flest­ir að enn verði að setja aukna sam­eig­in­lega fjár­muni til heil­brigðismála. Um það snýst ekki ágrein­ing­ur­inn en auðvitað er deilt um hversu mikið þurfi til viðbót­ar. Í póli­tísku karpi (og oft­ar en ekki yf­ir­boðum) um fjár­veit­ing­ar til heil­brigðismála vill hins veg­ar gleym­ast að það get­ur ekki verið sjálf­stætt mark­mið að auka út­gjöld­in. Það er ekki keppikefli fyr­ir þjóðfé­lag að æ stærri hluti þjóðarfram­leiðslunn­ar renni til heil­brigðismála. Mark­miðið er í senn ein­fald­ara og erfiðara; að auka lífs­gæði al­menn­ings með góðri og öfl­ugri heil­brigðisþjón­ustu.

Ágrein­ing­ur­inn er fyrst og síðast um hvernig hægt sé að tryggja að fjár­mun­ir og þekk­ing heil­brigðis­starfs­fólks nýt­ist sem best – að lands­menn fái öfl­uga og góða þjón­ustu sem þeir greiða sam­eig­in­lega fyr­ir. Þá skipt­ir skipu­lagið mestu – hvernig kerfið er byggt upp og samþætt.

Sam­keppni í heilsu­gæslu

Frétta­blaðið greindi frá því á mánu­dag að 6.500 manns hefðu ákveðið að segja skilið við Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins [HH] og ætluðu að sækja þjón­ustu til einka­rek­inn­ar heilsu­gæslu. Í inn­gangi frétt­ar­inn­ar var tekið fram að af­leiðing­in væri „tekju­skerðing fyr­ir op­in­bera kerfið“. Haft var eft­ir for­stjóra HH að þetta hefði mik­il áhrif á rekst­ur­inn og draga þyrfti sam­an segl­in. Í frétt­inni var ekki leitað svara við því af hverju þúsund­ir höfuðborg­ar­búa vildu frem­ur sækja þjón­ustu til einka­rek­inn­ar heilsu­gæslu en halda áfram viðskipt­um við HH. Ekki var reynt að varpa ljósi á það hversu marg­ir höfuðborg­ar­bú­ar eru ekki með heim­il­is­lækni (þeir eru þúsund­ir) eða af hverju HH tel­ur ekki mögu­legt að opna dyrn­ar og bjóða þá vel­komna sem eng­an heim­il­is­lækni hafa. Þannig gæti HH unnið upp „tekju­skerðing­una“ og jafn­vel gott bet­ur þar sem fjár­magn fylg­ir sjúk­lingi.

Fyr­ir les­end­ur Frétta­blaðsins hefði verið for­vitni­legt að lesa um niður­stöðu Rík­is­end­ur­skoðunar í skýrslu til Alþing­is um Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Í skýrsl­unni, sem skilað var í apríl síðastliðnum, seg­ir Rík­is­end­ur­skoðun að „yf­ir­stjórn Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins veiti ein­stök­um heilsu­gæslu­stöðvum ekki nægt aðhald hvað varðar kostnað og skil­virkni. Síðast var unn­in ít­ar­leg kostnaðargrein­ing fyr­ir stöðvarn­ar árið 2013. Þá var ár­leg­ur rekstr­ar­kostnaður þeirr­ar stöðvar þar sem hann var hæst­ur um 68% hærri en þar sem hann var lægst­ur miðað við fjölda heim­sókna eða ígildi þeirra“.

Um það verður ekki gerður ágrein­ing­ur að nauðsyn­legt sé að setja aukið fjár­magn í grunn heil­brigðis­kerf­is­ins – heilsu­gæsl­una sjálfa og þá ekki síst í sál­fræðiþjón­ustu og í mennt­un heim­il­is­lækna. En HH virðist glíma við krón­ísk­an innri skipu­lags­vanda, ef marka má niður­stöðu Rík­is­end­ur­skoðunar. Breyt­ing­ar sem gerðar hafa verið á fjár­mögn­un knýja Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins til að breyta vinnu­brögðum. Hvort sem rekst­ur heilsu­gæslu er op­in­ber eða á hendi einkaaðila sitja all­ir við sama borð – fé fylg­ir sjúk­lingi, og heilsu­gæslu­stöðvum er umb­unað fyr­ir skil­virka og góða þjón­ustu.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar seg­ir meðal ann­ars um þetta:

„Eitt af mark­miðum þessa fyr­ir­komu­lags væri að hvetja heilsu­gæslu­stöðvar til að þjóna sjúk­ling­um sín­um vel og leit­ast við að halda þeim hjá sér, hvort held­ur þeir hafi mikla eða litla þjón­ustuþörf. Með því móti væri kom­inn hvati fyr­ir heilsu­gæslu­stöðvar að veita skjól­stæðing­um úr­lausn er­inda sinna í stað þess að vísa þeim annað í heil­brigðis­kerf­inu.“

Það er til mik­ils að vinna. Ekki aðeins fyr­ir ein­stak­ar heilsu­gæslu­stöðvar, held­ur fyr­ir okk­ur öll. Skil­virk­ari og betri þjón­usta heim­il­is­lækna og heilsu­gæslu­stöðva skil­ar fjár­hags­leg­um ávinn­ingi og um leið betri heilsu. Rík­is­end­ur­skoðun bend­ir á að árið 2015 hafi borist 12.565 er­indi til bráðamót­töku Land­spít­ala í Foss­vogi – er­indi sem mátti leysa á heilsu­gæslu. Erfitt er að meta hversu mik­ill kostnaður lend­ir á rík­inu „vegna þjón­ustu Land­spít­ala eða sér­greina­lækna sem staf­ar af ófull­nægj­andi aðgengi að þjón­ustu á heilsu­gæslu­stöðvum en ljóst er að hann er um­tals­verður“, seg­ir Rík­is­end­ur­skoðun:

„Við þann kostnað bæt­ist að tími heil­brigðis­starfs­fólks er tak­markaður og því mik­il­vægt að kraft­ar þess séu nýtt­ir á skil­virk­an hátt. Auk þessa má reikna með að kostnaður sam­fé­lags­ins vegna ónægr­ar heilsu­gæsluþjón­ustu sé veru­leg­ur vegna vinnu­taps ein­stak­linga og annarra óþæg­inda. Af þess­um sök­um er sér­stak­lega mik­il­vægt að kerfið sé skipu­lagt sem ein heild og sam­spil milli stiga þess kort­lagt.“

Hug­sjón verður inn­an­tóm

Hug­sjón­in sem ligg­ur að baki ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauðsyn­legri þjón­ustu óháð efna­hag verður inn­an­tóm ef fjár­mun­um er sóað í vit­lausu skipu­lagi. Í stað þess að leggja steina í göt­ur einkafram­taks­ins eig­um við að nýta kosti þess, auka val­mögu­leika al­menn­ings, fjölga starf­stæki­fær­um heil­brigðis­starfs­fólks og tryggja um leið hag­kvæma nýt­ingu fjár­muna.

Sóun fjár­muna og fá­breytni í rekstr­ar­formi leiðir til lak­ari þjón­ustu við lands­menn og skerðir sam­keppn­is­hæfni ís­lensks heil­brigðis­kerf­is um starfs­fólk. Ójöfnuður og mis­rétti eykst þar sem hinir efna­meiri kaupa nauðsyn­lega þjón­ustu í öðrum lönd­um en við hin neyðumst til að bíða vik­um og mánuðum sam­an eft­ir þjón­ustu.

Share