Skotgrafir á kosningavetri

Hjól ís­lenskra stjórn­mála fara á full­an snún­ing á næstu dög­um eft­ir að hafa verið í hæga­gangi síðustu vik­ur. Sjálfsagt fagna marg­ir en aðrir telja ástæðu til að hafa áhyggj­ur, ekki síst þegar kosn­inga­vet­ur geng­ur í garð. Kosn­inga­bar­átt­an fyr­ir sveit­ar­stjórn­ir verður háð í söl­um Alþing­is ekki síður en heima í héraði.

Alþingi kem­ur aft­ur sam­an eft­ir rúm­an mánuð og þá verður frum­varp til fjár­laga 2018 lagt fram. Rammi fjár­laga og meg­in­lín­ur hafa þegar verið ákveðnar í fjár­mála­stefnu og -áætl­un sem Alþingi af­greiddi á síðasta þingi. Það kem­ur ekki í veg fyr­ir hefðbund­in yf­ir­boð í þing­söl­um – lof­orð um auk­in út­gjöld til ým­issa mál­efna, sem mörg eru þörf en önn­ur aðeins til þess að sóa fé al­menn­ings.

Ákall um auk­in út­gjöld rík­is­ins verða að lík­ind­um há­vær­ari en í venju­legu ár­ferði. Í aðdrag­anda kosn­inga fer fjölda­fram­leiðsla lof­orða af stað – skipt­ir engu hvort kosið er til þings eða sveit­ar­stjórna.

Eitt er nokkuð ör­uggt (og um leið áhyggju­efni): Fjöl­miðlar, sam­kvæmt venju, veita lof­orðum um auk­in út­gjöld meiri at­hygli en hug­mynd­um um aðhald í rekstri hins op­in­bera. Útgjalda­sinn­ar fá fleiri mín­út­ur í ljósvaka, fleiri dálk­sentí­metra í prent­miðlum og betri upp­slátt í net­heim­um en þeir sem vilja stíga á brems­una. Bar­áttu­menn fyr­ir auk­inni skatt­heimtu eiga greiðari aðgang og virðast eiga fleiri and­lega sam­herja á fjöl­miðlum en þeir sem benda á staðreynd­ir: Við Íslend­ing­ar búum við eina þyngstu skatt­byrði á Vest­ur­lönd­um, að teknu til­liti til al­manna­trygg­inga og líf­eyr­isiðgjalda, og þannig standa fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar höll­um fæti gagn­vart flest­um öðrum þjóðum er sam­keppn­is­hæfi varðar.

Ekki aðeins fjár­lög

Fjár­lög eru langt í frá eina verk­efnið sem bíður þing­manna á kom­andi vetri. Lít­il og stór mál koma á borð þeirra. Sum merki­legri en önn­ur, allt eft­ir því frá hvaða sjón­ar­hóli horft er.

Í ljósi reynsl­unn­ar verður ekki kom­ist hjá því að end­ur­skoða lög um op­in­ber fjár­mál þannig að Alþingi end­ur­heimti fjár­veit­inga­valdið án þess að fórna lang­tíma­hugs­un sem nauðsyn­leg er í fjár­mál­um rík­is og sveit­ar­fé­laga – ekki síst í fjár­fest­ing­um innviða.

Mót­un nýrr­ar stefnu í pen­inga­mál­um á grunni til­lagna verk­efna­stjórn­ar er eitt mik­il­væg­asta verk­efni Alþing­is á kom­andi vetri. Og von­andi auðnast þing­inu, sem því mistókst á liðnu ári, að stokka upp trygg­inga­kerfi ör­yrkja og standa sóma­sam­lega að verki.

Ekki verða öll mál af­greidd sam­kvæmt flokkslín­um. Eitt þeirra er skipu­lag lax­eld­is í sjó.

Mikl­ir hags­mun­ir eru í húfi en um það verður vart deilt að mik­il tæki­færi geta verið fólg­in í fisk­eldi. Kannski er það barna­leg bjart­sýni að ætla að hægt sé að sætta sjón­ar­mið nátt­úru­vernd­ar og helstu tals­manna sjókvía­eld­is – koma í veg fyr­ir að and­stæðar fylk­ing­ar komi sér sem fyr­ir í skot­gröf­um.

Síðar í þess­um mánuði á starfs­hóp­ur um heild­ar­stefnu­mót­un fyr­ir fisk­eldi að skila til­lög­um sín­um. Full­trú­ar fisk­eld­is­fyr­ir­tækja og veiðirétt­ar­hafa eiga full­trúa í nefnd­inni. En jafn­vel áður en hóp­ur­inn send­ir frá sér staf­krók hafa menn komið sér fyr­ir í skot­gröf­un­um. Vænt­an­leg­ar til­lög­ur eru gerðar tor­tryggi­leg­ar fyr­ir fram. Með sama hætti sitja starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar und­ir ámæli fyr­ir ný­lega skýrslu um áhættumat vegna mögu­legr­ar erfðablönd­un­ar milli eld­islaxa og nátt­úru­legra laxa­stofna á Íslandi. Gagn­rýn­in er hörð og vís­inda­heiður viðkom­andi jafn­vel dreg­inn í efa.

Sjö­föld­un fram­leiðslunn­ar

Haf­rann­sókna­stofn­un leggst gegn sjókvía­eldi í Ísa­fjarðar­djúpi og í Stöðvarf­irði og vill ekki aukið eldi í Beruf­irði. Þessi afstaða er „í ljósi nú­ver­andi þekk­ing­ar“. Með öðrum orðum: Nátt­úr­an – villti lax­inn – á að njóta vaf­ans. Aug­ljóst er að frek­ari rann­sókn­ir og auk­in þekk­ing kann að leiða til þess að afstaða Haf­rann­sókna­stofn­un­ar breyt­ist. Í stað þess að hvetja til frek­ari rann­sókna og berj­ast fyr­ir því að Haf­rann­sókna­stofn­un verði gert kleift að ráðast í þær er alið á tor­tryggni í garð starfs­manna. Þetta kall­ast að fara í mann­inn en ekki bolt­ann.

Þrátt fyr­ir allt tel­ur Haf­rann­sókna­stofn­un að leyfa eigi allt að 71 þúsund tonna fram­leiðslu á ári af frjó­um eld­islaxi – 50 þúsund tonn á Vest­fjörðum og 21 þúsund á Aust­fjörðum. Þetta er meira en sjö­föld­un á nú­ver­andi fram­leiðslu.

Sjókvía­eldi er langt í frá áhættu­laust. Því hafa aðrar þjóðir fengið að kynn­ast. Hugs­an­leg erfðablönd­un get­ur brotið niður nátt­úru­lega laxa­stofna í ís­lensk­um ám. Laxal­ús og sjúk­dóm­ar geta magn­ast, með skelfi­leg­um af­leiðing­um fyr­ir nátt­úr­una. Og um leið verður stoðum kippt und­an mik­il­vægri bú­grein hér á landi – nýt­ingu veiðihlunn­inda sem skipt­ir marg­ar byggðir miklu.

Á kosn­inga­vetri verður því ekki aðeins tek­ist á um fjár­lög kom­andi árs og fjöl­mörg lof­orð (til að fá prik fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar) held­ur einnig um fisk­eldi. Ég mun ekki koma mér und­an umræðum eða víkj­ast und­an því að taka af­stöðu þegar starfs­hóp­ur um skipu­lag fisk­eld­is skil­ar til­lög­um sín­um. Ég vona að mér auðnist að forðast skot­graf­irn­ar enda er ég sam­mála dr. Sig­urði Guðjóns­syni, for­stjóra Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Í árs­skýrslu Veiðimála­stofn­un­ar 2014, sem Sig­urður veitti þá for­stöðu, skrifaði hann:

„Ef fisk­eldi á að ná sér á strik hér á landi þarf að bæta alla um­gjörð um eldið. Auka þarf rann­sókn­ir og þró­un­ar­vinnu um leið og stefnu­mót­un á sér stað um hvaða teg­und­ir eru væn­leg­ar í eldi hér á landi og hvernig eld­inu verður best borgið án þess að taka of mikla áhættu með nátt­úr­una. Eldi á landi með nýt­ingu jarðhita er óneit­an­lega kost­ur sem aðrar þjóðir hafa ekki.“

Share